Árásin á Shooters: Tveggja manna leitað til viðbótar og einum sleppt úr haldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2018 11:55 Árásin átti sér stað á Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja manna í tengslum við alvarlega líkamsárás á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti um síðustu helgi. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á sunnudag vegna málsins og var einum þeirra sleppt úr haldi í gær. Þetta staðfestir Margir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Margeir segir rannsókn málsins miða nokkuð vel en lögregla vilji nú ná tali af tveimur mönnum vegna árásarinnar. Hann segir að mennirnir tengist hópi manna sem réðst á dyravörðinn, sem hlaut mænuskaða er ráðist var á hann, og eru þeir jafnframt grunaðir um aðild að árásinni. Rannsókn miðar nú m.a. að því að kanna hlut hvers og eins í árásinni. Þá gerir Margeir ráð fyrir að lýst verði eftir mönnunum tveimur sem leitað er að eftir helgi.Sjá einnig: Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlegaSleppt úr haldi í gær Eins og áður segir voru fjórir menn handteknir á sunnudag grunaðir um árásina, sem framin var þá um nóttina. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði mennina í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á sunnudeginum. Einum fjórmenninganna var sleppt úr haldi í gær en Margeir segir að ekki hafi þótt tilefni til að halda manninum lengur. Hinir þrír eru enn í gæsluvarðhaldi. Tildrög málsins voru þau að dyraverðir vísuðu tveimur mönnum út af staðnum. Þeir sneru aftur með fleiri menn með sér og réðust á tvo dyraverði. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, var mikið slasaður eftir árásina og var fluttur strax á spítala þar sem hann dvelur enn. Hann hlaut mænuskaða í árásinni og er hreyfigeta hans skert. Í gærkvöldi var haldin táknræn athöfn við Shooters í Austurstræti þar sem hópur dyravarða sýndi þolanda árásarinnar stuðning. Þá fundaði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, með fulltrúum dyravarða í fyrradag, sem eru slegnir vegna árásarinnar. Líkamsárás á Shooters Lögreglumál Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. 31. ágúst 2018 21:09 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja manna í tengslum við alvarlega líkamsárás á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti um síðustu helgi. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á sunnudag vegna málsins og var einum þeirra sleppt úr haldi í gær. Þetta staðfestir Margir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Margeir segir rannsókn málsins miða nokkuð vel en lögregla vilji nú ná tali af tveimur mönnum vegna árásarinnar. Hann segir að mennirnir tengist hópi manna sem réðst á dyravörðinn, sem hlaut mænuskaða er ráðist var á hann, og eru þeir jafnframt grunaðir um aðild að árásinni. Rannsókn miðar nú m.a. að því að kanna hlut hvers og eins í árásinni. Þá gerir Margeir ráð fyrir að lýst verði eftir mönnunum tveimur sem leitað er að eftir helgi.Sjá einnig: Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlegaSleppt úr haldi í gær Eins og áður segir voru fjórir menn handteknir á sunnudag grunaðir um árásina, sem framin var þá um nóttina. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði mennina í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á sunnudeginum. Einum fjórmenninganna var sleppt úr haldi í gær en Margeir segir að ekki hafi þótt tilefni til að halda manninum lengur. Hinir þrír eru enn í gæsluvarðhaldi. Tildrög málsins voru þau að dyraverðir vísuðu tveimur mönnum út af staðnum. Þeir sneru aftur með fleiri menn með sér og réðust á tvo dyraverði. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, var mikið slasaður eftir árásina og var fluttur strax á spítala þar sem hann dvelur enn. Hann hlaut mænuskaða í árásinni og er hreyfigeta hans skert. Í gærkvöldi var haldin táknræn athöfn við Shooters í Austurstræti þar sem hópur dyravarða sýndi þolanda árásarinnar stuðning. Þá fundaði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, með fulltrúum dyravarða í fyrradag, sem eru slegnir vegna árásarinnar.
Líkamsárás á Shooters Lögreglumál Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. 31. ágúst 2018 21:09 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19
Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31
Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. 31. ágúst 2018 21:09
Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16