Cristiano Ronaldo yngri byrjar miklu betur hjá Juventus en pabbinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2018 15:30 Cristiano Ronaldo yngri og Cristiano Ronaldo eldri. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo er búinn að spila þrjá leiki með Juventus í Seríu A án þess að ná að skora. Allt aðra sögu er að segja af átta ára stráknum hans. Feðgarnir skiptu báðir yfir í Juventus í haust. Juventus keypti pabann á 99 milljónir punda frá Real Madrid og strákurinn fylgdi auðvitað með í kaupanum enda nýbúinn að halda upp á átta ára afmælið sitt. Cristiano Ronaldo eldri er enn markalaus þrátt fyrir þrjá leiki, 270 mínútur og 23 skot. Enginn leikmaður í fimm bestu deildum Evrópu hefur tekið fleiri skot án þess að skora. Í raun er Ronaldo þar með tíu skota forystu. Það vakti athygli á dögunum þegar Cristiano Ronaldo var að tala um strákinn og draum sinn um að hann yrði atvinnufótboltamaður eins og hann. Miðað við byrjun Cristiano Ronaldo yngri hjá Juventus þá eru góðar líkur á að sá draumur pabbans rætist. Cristiano Ronaldo yngri skoraði nefnilega fjögur mörk í fyrsta leiknum sínum með níu ára liði Juventus og eplið virðist ekki hafa fallið langt frá Eikinni. Það þarf heldur ekki að taka það fram að Cristiano Ronaldo yngri spilar að sjálfsögðu í teyju númer sjö eins og faðir sinn.Cristiano Ronaldo Jr. scored 4 goals on his Juventus U9 debut pic.twitter.com/ZjfMrlYMty — Footy Jokes (@Footy_JokesOG) September 2, 2018Cristiano Ronaldo has taken more shots at goal without scoring (23)... Than any other player in Europe's Top 5 Leagues this season. 10 more than the next player.@Squawkapic.twitter.com/5oMgE72AqJ — SPORF (@Sporf) September 2, 2018 Cristiano Ronaldo eldri var upptekinn í vinnunni hjá Juventus og missti því af leiknum en stjúpmanna stráksins, Georgina Rodriguez, var með honum og lét pabbann örugglega vita fljótlega eftir leikinn. Markaskor stráksins í fyrsta leik hefur ekki vakið síður athygli en markaleysi pabbans. Nettröllin eru auðvitað komin á fullt í fyndnum samanburði á feðgunum enda ekkert nýtt að menn noti hvert tækifæri til að gagnrýna Cristiano Ronaldo eldri.BREAKING NEWS: Cristiano Ronaldo to leave Juventus for PSG to escape his son’s shadow after Cristiano Jr scored 4 goals on his Juventus U9 debut today!! pic.twitter.com/FkyuH9PKcg — Football Stuff (@FootbalIStuff) September 2, 2018Cristiano Ronaldo Jr with 4 Goals on his Debut. pic.twitter.com/ArlYl3mspf — Troll Football (@TrollFootball) September 2, 2018 Ítalski boltinn Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo er búinn að spila þrjá leiki með Juventus í Seríu A án þess að ná að skora. Allt aðra sögu er að segja af átta ára stráknum hans. Feðgarnir skiptu báðir yfir í Juventus í haust. Juventus keypti pabann á 99 milljónir punda frá Real Madrid og strákurinn fylgdi auðvitað með í kaupanum enda nýbúinn að halda upp á átta ára afmælið sitt. Cristiano Ronaldo eldri er enn markalaus þrátt fyrir þrjá leiki, 270 mínútur og 23 skot. Enginn leikmaður í fimm bestu deildum Evrópu hefur tekið fleiri skot án þess að skora. Í raun er Ronaldo þar með tíu skota forystu. Það vakti athygli á dögunum þegar Cristiano Ronaldo var að tala um strákinn og draum sinn um að hann yrði atvinnufótboltamaður eins og hann. Miðað við byrjun Cristiano Ronaldo yngri hjá Juventus þá eru góðar líkur á að sá draumur pabbans rætist. Cristiano Ronaldo yngri skoraði nefnilega fjögur mörk í fyrsta leiknum sínum með níu ára liði Juventus og eplið virðist ekki hafa fallið langt frá Eikinni. Það þarf heldur ekki að taka það fram að Cristiano Ronaldo yngri spilar að sjálfsögðu í teyju númer sjö eins og faðir sinn.Cristiano Ronaldo Jr. scored 4 goals on his Juventus U9 debut pic.twitter.com/ZjfMrlYMty — Footy Jokes (@Footy_JokesOG) September 2, 2018Cristiano Ronaldo has taken more shots at goal without scoring (23)... Than any other player in Europe's Top 5 Leagues this season. 10 more than the next player.@Squawkapic.twitter.com/5oMgE72AqJ — SPORF (@Sporf) September 2, 2018 Cristiano Ronaldo eldri var upptekinn í vinnunni hjá Juventus og missti því af leiknum en stjúpmanna stráksins, Georgina Rodriguez, var með honum og lét pabbann örugglega vita fljótlega eftir leikinn. Markaskor stráksins í fyrsta leik hefur ekki vakið síður athygli en markaleysi pabbans. Nettröllin eru auðvitað komin á fullt í fyndnum samanburði á feðgunum enda ekkert nýtt að menn noti hvert tækifæri til að gagnrýna Cristiano Ronaldo eldri.BREAKING NEWS: Cristiano Ronaldo to leave Juventus for PSG to escape his son’s shadow after Cristiano Jr scored 4 goals on his Juventus U9 debut today!! pic.twitter.com/FkyuH9PKcg — Football Stuff (@FootbalIStuff) September 2, 2018Cristiano Ronaldo Jr with 4 Goals on his Debut. pic.twitter.com/ArlYl3mspf — Troll Football (@TrollFootball) September 2, 2018
Ítalski boltinn Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira