Engar vísbendingar um að hið banvæna efni DNP sé í umferð á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2018 14:30 Þátttakendur í vaxtarrækt eru á meðal þeirra sem efnið er markaðssett fyrir. Vísir/Getty Matvælastofnun hefur ekki borist neinar vísbendingar um að efnið 2,4 dínótrófenól, kallað DNP, sem notað er sem fæðubótarefni í megrunartilgangi sé í umferð á Íslandi. Efnið hefur valdið að minnsta kosti 13 dauðsföllum í Bretlandi frá 2015 og þá er vitað um eitt dauðsfall í Þýskalandi.Stofnunin hefur ítrekað varað við efninu, nú síðast í ágúst þegar dómur féll yfir manni í Bretlandi sem seldi efnið DNP á netinu sem fæðubótarefni til megrunar. Ungur háskólanemi lést eftir að hafa innbyrt efnið. Seljandinn var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi og fyrir að selja hættulegt efni til manneldis.Óskaði Matvælastofnun eftir því að stofnunni yrði gert viðvart ef vörur sem innihalda DNP væru seldar eru hér á landi í gegnum vefsíður eða í annars konar sölu.Ætlað í framleiðslu á viðarvörn og sprengiefni, ekki til manneldis Í samtali við Vísi segir Zulema Sullca Porta, fagsviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, að engar ábendingar um að efnið væri í umferð hér á landi hafi borist Matvælastofnun frá því að tilkynningin var birt í síðasta mánuði.Efnið er selt á netinu en yfirvöld víða í Evrópu vilja koma í veg fyrir að það sé notað til manneldis.Vísir/GettyYfirvöld í Bretlandi hafa greint frá því að sala efnisins, sem bannað er að selja til manneldis, hafi aukist að undanförnu á vefsíðum en efnið getur reynst baneitrað. Er það meðal annars notað við framleiðslu á viðarvörn, litarefnum, varnarefnum og sprengjuefnum. Ólöglegt er að selja DNP til manneldis vegna alvarlegra aukaverkana sem því fylgja og geta leitt til dauða. Þrátt fyrir það er enn verið að selja og neyta efnisins því það stuðlar að þyngdartapi hjá fólki. BBC fjallaði fyrr í sumar ítarlega um efnið. Þar var meðal annars rætt við Simon Thomas, prófessor í lyfjafræði við Háskólann í Newcastle. Sagði hann efnið vera gríðarlega hættulegt og að af öllum þeim eitrunum sem hann kæmi að væri eitrun af völdun DNP sú sem ylli hæstu hlutfalli dauðsfalla af völdum eitrunar. Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Efni notað í megrunartilgangi valdið 13 dauðsföllum í Bretlandi Matvælastofnun varar við notkun á efninu DNP sem dregið hefur að minnsta kosti 13 manns í Bretlandi til dauða. Þrátt fyrir að bannað sé að selja efnið til manneldis er enn verið að selja og nota það í fæðubótarefni í megrunartilgangi. 9. ágúst 2018 16:31 Vilja vita af allri sölu á banvænu megrunarefni Maður á Bretlandi var nýlega dæmdur fyrir manndráp af gáleysi fyrir að selja megrunartöflur sem innihéldu efnið. 23. ágúst 2018 12:09 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Matvælastofnun hefur ekki borist neinar vísbendingar um að efnið 2,4 dínótrófenól, kallað DNP, sem notað er sem fæðubótarefni í megrunartilgangi sé í umferð á Íslandi. Efnið hefur valdið að minnsta kosti 13 dauðsföllum í Bretlandi frá 2015 og þá er vitað um eitt dauðsfall í Þýskalandi.Stofnunin hefur ítrekað varað við efninu, nú síðast í ágúst þegar dómur féll yfir manni í Bretlandi sem seldi efnið DNP á netinu sem fæðubótarefni til megrunar. Ungur háskólanemi lést eftir að hafa innbyrt efnið. Seljandinn var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi og fyrir að selja hættulegt efni til manneldis.Óskaði Matvælastofnun eftir því að stofnunni yrði gert viðvart ef vörur sem innihalda DNP væru seldar eru hér á landi í gegnum vefsíður eða í annars konar sölu.Ætlað í framleiðslu á viðarvörn og sprengiefni, ekki til manneldis Í samtali við Vísi segir Zulema Sullca Porta, fagsviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, að engar ábendingar um að efnið væri í umferð hér á landi hafi borist Matvælastofnun frá því að tilkynningin var birt í síðasta mánuði.Efnið er selt á netinu en yfirvöld víða í Evrópu vilja koma í veg fyrir að það sé notað til manneldis.Vísir/GettyYfirvöld í Bretlandi hafa greint frá því að sala efnisins, sem bannað er að selja til manneldis, hafi aukist að undanförnu á vefsíðum en efnið getur reynst baneitrað. Er það meðal annars notað við framleiðslu á viðarvörn, litarefnum, varnarefnum og sprengjuefnum. Ólöglegt er að selja DNP til manneldis vegna alvarlegra aukaverkana sem því fylgja og geta leitt til dauða. Þrátt fyrir það er enn verið að selja og neyta efnisins því það stuðlar að þyngdartapi hjá fólki. BBC fjallaði fyrr í sumar ítarlega um efnið. Þar var meðal annars rætt við Simon Thomas, prófessor í lyfjafræði við Háskólann í Newcastle. Sagði hann efnið vera gríðarlega hættulegt og að af öllum þeim eitrunum sem hann kæmi að væri eitrun af völdun DNP sú sem ylli hæstu hlutfalli dauðsfalla af völdum eitrunar.
Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Efni notað í megrunartilgangi valdið 13 dauðsföllum í Bretlandi Matvælastofnun varar við notkun á efninu DNP sem dregið hefur að minnsta kosti 13 manns í Bretlandi til dauða. Þrátt fyrir að bannað sé að selja efnið til manneldis er enn verið að selja og nota það í fæðubótarefni í megrunartilgangi. 9. ágúst 2018 16:31 Vilja vita af allri sölu á banvænu megrunarefni Maður á Bretlandi var nýlega dæmdur fyrir manndráp af gáleysi fyrir að selja megrunartöflur sem innihéldu efnið. 23. ágúst 2018 12:09 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Efni notað í megrunartilgangi valdið 13 dauðsföllum í Bretlandi Matvælastofnun varar við notkun á efninu DNP sem dregið hefur að minnsta kosti 13 manns í Bretlandi til dauða. Þrátt fyrir að bannað sé að selja efnið til manneldis er enn verið að selja og nota það í fæðubótarefni í megrunartilgangi. 9. ágúst 2018 16:31
Vilja vita af allri sölu á banvænu megrunarefni Maður á Bretlandi var nýlega dæmdur fyrir manndráp af gáleysi fyrir að selja megrunartöflur sem innihéldu efnið. 23. ágúst 2018 12:09