Tíst Trump um dómsmálaráðherrann kennt við „bananalýðveldi“ Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2018 22:58 Trump hefur verið argur dómsmálaráðherra sínum (t.h.) vegna Rússarannsóknarinnar. Hann virðist telja það hlutverk dómsmálaráðherrans að verja forsetann. Vísir/EPA Gagnrýni Donalds Trump Bandaríkjaforseta á störf dómsmálaráðherra síns á Twitter í dag hefur vakið fordæmingu, ekki aðeins í röðum pólitískra andstæðinga heldur einnig hjá sumum flokksbræðrum hans. Trump virtist gefa í skyn í tístinu að ráðherrann ætti að stöðva sakamálarannsóknir sem kæmu sér illa fyrir flokk þeirra. Einn þingmaður repúblikana tengir hugarfar forsetans til réttarkerfisins við bananalýðveldi. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað baunað á Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, undanfarin misseri. Trump hefur verið ósáttur við Sessions allt frá því að sá síðarnefndi lýsti sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni svonefndu sem beinist að því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda í fyrra. Nýjasta tíst forsetans þar sem hann beinir spjótum sínum enn og aftur að Sessions hefur hins vegar vakið sérstaka athygli. Þar fer Trump kaldhæðnislegum orðum um Sessions í tengslum við ákærur á hendur tveimur þingmönnum repúblikana sem voru einir fyrstu stuðningsmenn Trump á þingi þegar hann bauð sig fyrst fram. „Tvær langvarandi, Obama-tíðar, rannsóknir á tveimur mjög vinsælum þingmönnum repúblikana voru leiddar til vel auglýstra ákæra rétt fyrir þingkosningarnar af dómsmálaráðherra Jeffs Sessions. Tveir auðveldir sigrar eru nú í hættu vegna þess að það er ekki nægur tími. Vel gert Jeff......“ tísti Trump.Two long running, Obama era, investigations of two very popular Republican Congressmen were brought to a well publicized charge, just ahead of the Mid-Terms, by the Jeff Sessions Justice Department. Two easy wins now in doubt because there is not enough time. Good job Jeff......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 3, 2018 Þar virtist hann vísa til ákæra á hendur Chris Collins, fulltrúadeildarþingmanns frá New York, og Duncan D. Hunter, fulltrúadeildarþingmanns frá Kaliforníu. Collins er ákærður fyrir innherjasvik en Hunter fyrir að hafa dregið sér fé frá forsetaframboði Trump. Sá fyrrnefndi var ákærður sex mánuðum eftir að Trump tók við embætti, þvert á það sem forsetinn tísti. Forsenda tísts Trump virtist vera að Sessions hefði átt að beita sér til þess að stöðva rannsóknir og ákærur sem kæmu sér illa fyrir forsetann og Repúblikanaflokkinn í aðdraganda þingkosninga sem fara fram í nóvember.Reuters-fréttastofan segir að talskona dómsmálaráðuneytisins hafi beðist undan því að tjá sig um ummæli forsetans.Ætti frekar að verja stjórnarskrá og hlutleysi réttarkerfisins Demókratar gagnrýndu ummæli forsetans og átöldu virðingarleysi hans fyrir lögum og reglum, þar á meðal Brian Schatz, öldungadeildarþingmaður flokksins. „Hann felur ekki hvernig hann lítur á lögin, löggæslu, réttlætið. Í hans heimi sverja þeir honum hollustueið, ekki stjórnarskránni eða lögunum,“ tísti Schatz. Gagnrýnin var þó ekki bundin við demókrata. Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður repúblikana og fulltrúi í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann brást við tísti forsetans. „Bandaríkin eru ekki eitthvað bananalýðveldi með tveggja laga dómskerfi, eitt fyrir flokkinn í meirihluta og annað fyrir flokkinn í minnihluta. Þessir tveir menn hafa verið ákærðir fyrir glæpi á grundvelli sannana, ekki vegna þess hver var forseti þegar rannsóknirnar hófust,“ sagði í yfirlýsingunni. Ráðlagði Sasse forsetanum að verja stjórnarskrá landsins og verja hlutleysi réttarkerfisins í stað þess að tjá sig um rannsóknir og ákærur sem enn séu til meðferðar í því.GOP Sen. Ben Sasse suggests Trump's tweets about Sessions hurting GOP congressmen akin to a “banana republic” pic.twitter.com/mVEQRzGlAo— Aaron Blake (@AaronBlake) September 3, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrsti stuðningsmaður Trump á þingi ákærður og handtekinn fyrir innherjasvik Þingmanninum er gefið að sök að hafa notað innherjaupplýsingar um niðurstöður lyfjatilraunar til að forðast tap þegar hlutabréf féllu í áströlsku líftæknifyrirtæki. 8. ágúst 2018 14:53 Notaði kosningasjóði sem eigin sparibauka Þingmaðurinn Duncan Hunter, einn af fyrstu stuðningsmönnum Trump á þingi, var ákærður ásamt eiginkonu sinni í Kaliforníu í gær. Hann segir að um samsæri sé að ræða. 22. ágúst 2018 10:25 Sessions setur hnefann í borðið og vísar ávirðingum Trumps til föðurhúsanna Jeff Sessions segist áfram ætla að vera faglegur í starfi. Þrýstingur frá Bandaríkjaforseta muni ekki hafa áhrif á störf hans. 23. ágúst 2018 18:34 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Gagnrýni Donalds Trump Bandaríkjaforseta á störf dómsmálaráðherra síns á Twitter í dag hefur vakið fordæmingu, ekki aðeins í röðum pólitískra andstæðinga heldur einnig hjá sumum flokksbræðrum hans. Trump virtist gefa í skyn í tístinu að ráðherrann ætti að stöðva sakamálarannsóknir sem kæmu sér illa fyrir flokk þeirra. Einn þingmaður repúblikana tengir hugarfar forsetans til réttarkerfisins við bananalýðveldi. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað baunað á Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, undanfarin misseri. Trump hefur verið ósáttur við Sessions allt frá því að sá síðarnefndi lýsti sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni svonefndu sem beinist að því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda í fyrra. Nýjasta tíst forsetans þar sem hann beinir spjótum sínum enn og aftur að Sessions hefur hins vegar vakið sérstaka athygli. Þar fer Trump kaldhæðnislegum orðum um Sessions í tengslum við ákærur á hendur tveimur þingmönnum repúblikana sem voru einir fyrstu stuðningsmenn Trump á þingi þegar hann bauð sig fyrst fram. „Tvær langvarandi, Obama-tíðar, rannsóknir á tveimur mjög vinsælum þingmönnum repúblikana voru leiddar til vel auglýstra ákæra rétt fyrir þingkosningarnar af dómsmálaráðherra Jeffs Sessions. Tveir auðveldir sigrar eru nú í hættu vegna þess að það er ekki nægur tími. Vel gert Jeff......“ tísti Trump.Two long running, Obama era, investigations of two very popular Republican Congressmen were brought to a well publicized charge, just ahead of the Mid-Terms, by the Jeff Sessions Justice Department. Two easy wins now in doubt because there is not enough time. Good job Jeff......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 3, 2018 Þar virtist hann vísa til ákæra á hendur Chris Collins, fulltrúadeildarþingmanns frá New York, og Duncan D. Hunter, fulltrúadeildarþingmanns frá Kaliforníu. Collins er ákærður fyrir innherjasvik en Hunter fyrir að hafa dregið sér fé frá forsetaframboði Trump. Sá fyrrnefndi var ákærður sex mánuðum eftir að Trump tók við embætti, þvert á það sem forsetinn tísti. Forsenda tísts Trump virtist vera að Sessions hefði átt að beita sér til þess að stöðva rannsóknir og ákærur sem kæmu sér illa fyrir forsetann og Repúblikanaflokkinn í aðdraganda þingkosninga sem fara fram í nóvember.Reuters-fréttastofan segir að talskona dómsmálaráðuneytisins hafi beðist undan því að tjá sig um ummæli forsetans.Ætti frekar að verja stjórnarskrá og hlutleysi réttarkerfisins Demókratar gagnrýndu ummæli forsetans og átöldu virðingarleysi hans fyrir lögum og reglum, þar á meðal Brian Schatz, öldungadeildarþingmaður flokksins. „Hann felur ekki hvernig hann lítur á lögin, löggæslu, réttlætið. Í hans heimi sverja þeir honum hollustueið, ekki stjórnarskránni eða lögunum,“ tísti Schatz. Gagnrýnin var þó ekki bundin við demókrata. Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður repúblikana og fulltrúi í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann brást við tísti forsetans. „Bandaríkin eru ekki eitthvað bananalýðveldi með tveggja laga dómskerfi, eitt fyrir flokkinn í meirihluta og annað fyrir flokkinn í minnihluta. Þessir tveir menn hafa verið ákærðir fyrir glæpi á grundvelli sannana, ekki vegna þess hver var forseti þegar rannsóknirnar hófust,“ sagði í yfirlýsingunni. Ráðlagði Sasse forsetanum að verja stjórnarskrá landsins og verja hlutleysi réttarkerfisins í stað þess að tjá sig um rannsóknir og ákærur sem enn séu til meðferðar í því.GOP Sen. Ben Sasse suggests Trump's tweets about Sessions hurting GOP congressmen akin to a “banana republic” pic.twitter.com/mVEQRzGlAo— Aaron Blake (@AaronBlake) September 3, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrsti stuðningsmaður Trump á þingi ákærður og handtekinn fyrir innherjasvik Þingmanninum er gefið að sök að hafa notað innherjaupplýsingar um niðurstöður lyfjatilraunar til að forðast tap þegar hlutabréf féllu í áströlsku líftæknifyrirtæki. 8. ágúst 2018 14:53 Notaði kosningasjóði sem eigin sparibauka Þingmaðurinn Duncan Hunter, einn af fyrstu stuðningsmönnum Trump á þingi, var ákærður ásamt eiginkonu sinni í Kaliforníu í gær. Hann segir að um samsæri sé að ræða. 22. ágúst 2018 10:25 Sessions setur hnefann í borðið og vísar ávirðingum Trumps til föðurhúsanna Jeff Sessions segist áfram ætla að vera faglegur í starfi. Þrýstingur frá Bandaríkjaforseta muni ekki hafa áhrif á störf hans. 23. ágúst 2018 18:34 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Fyrsti stuðningsmaður Trump á þingi ákærður og handtekinn fyrir innherjasvik Þingmanninum er gefið að sök að hafa notað innherjaupplýsingar um niðurstöður lyfjatilraunar til að forðast tap þegar hlutabréf féllu í áströlsku líftæknifyrirtæki. 8. ágúst 2018 14:53
Notaði kosningasjóði sem eigin sparibauka Þingmaðurinn Duncan Hunter, einn af fyrstu stuðningsmönnum Trump á þingi, var ákærður ásamt eiginkonu sinni í Kaliforníu í gær. Hann segir að um samsæri sé að ræða. 22. ágúst 2018 10:25
Sessions setur hnefann í borðið og vísar ávirðingum Trumps til föðurhúsanna Jeff Sessions segist áfram ætla að vera faglegur í starfi. Þrýstingur frá Bandaríkjaforseta muni ekki hafa áhrif á störf hans. 23. ágúst 2018 18:34
Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20