Hagnaður GAMMA minnkaði um 93 prósent Hörður Ægisson skrifar 5. september 2018 06:00 Valdimar Árnason, forstjóri GAMMA. Vísir/Stefán Hagnaður GAMMA Capital Management nam tæplega 30 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 93 prósent frá sama tíma fyrir ári. Þannig minnkuðu umsýsluog árangurstengdar þóknanir um meira en helming og námu samtals 516 milljónum á tímabilinu, að því er fram kemur í árshlutareikningi. Á sama tíma lækkaði rekstrarkostnaður félagsins um liðlega 120 milljónir og var 483 milljónir króna á fyrri árshelmingi. Það skýrist af því að annar rekstrarkostnaður GAMMA minnkaði um rúmlega 50 prósent á milli ára – úr 316 milljónum í 153 milljónir – á meðan launakostnaður hækkaði hins vegar um 15 prósent og var 330 milljónir. Fram kemur í ársreikningnum að félagið hafi á tímabilinu fengið lán frá hluthöfum upp á rúmlega 138 milljónir króna. Handbært fé GAMMA var aðeins 13 milljónir um mitt þetta ár. Heildareignir voru um 3.463 milljónir króna en þar munar mest um langtímakröfur á fagfjárfestasjóði sem eru bókfærðar á 1.415 milljónir. Aðrar eignir eru meðal annars kröfur á tengda aðila sem námu 495 milljónum og meira en tvöfölduðust á árinu. Eiginfjárhlutfall GAMMA, en eignir í stýringu félagsins nema um 140 milljörðum, er um 68 prósent. Stærstu hluthafar eru Gísli Hauksson, sem lét af störfum hjá félaginu í ársbyrjun, með 31 prósents hlut, og Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri Sjóða, með 29,7 prósenta hlut. Í lok júní var tilkynnt um að Kvika og hluthafar GAMMA hefðu skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup bankans á öllu hlutafé GAMMA. Getur kaupverðið numið allt að 3,75 milljörðum miðað við fjárhagsstöðu félagsins í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem á eftir að tekjufæra. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lykilstjórnendur verða áfram hjá GAMMA Kvika hyggst kaupa GAMMA fyrir allt að 3,7 milljarða króna. Hluthafar GAMMA munu eignast þriggja til níu prósenta hlut í fjárfestingarbankanum. Óhjákvæmilegur hluti af kaupunum verður að hagræða í rekstri GAMMA. 21. júní 2018 06:00 Kvika banki að kaupa GAMMA Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. 20. júní 2018 09:39 Kvika tekur ekki starfsmannaleiguna og verktakastarfsemina Meðal þeirra eigna sem eru undanskildar í yfirtöku Kviku banka á Gamma eru Elja þjónustumiðstöð atvinnulífsins ehf. og Domus eignir slhf. og eignir sem tengjast verktakastarfsemi. 20. júní 2018 17:00 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Hagnaður GAMMA Capital Management nam tæplega 30 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 93 prósent frá sama tíma fyrir ári. Þannig minnkuðu umsýsluog árangurstengdar þóknanir um meira en helming og námu samtals 516 milljónum á tímabilinu, að því er fram kemur í árshlutareikningi. Á sama tíma lækkaði rekstrarkostnaður félagsins um liðlega 120 milljónir og var 483 milljónir króna á fyrri árshelmingi. Það skýrist af því að annar rekstrarkostnaður GAMMA minnkaði um rúmlega 50 prósent á milli ára – úr 316 milljónum í 153 milljónir – á meðan launakostnaður hækkaði hins vegar um 15 prósent og var 330 milljónir. Fram kemur í ársreikningnum að félagið hafi á tímabilinu fengið lán frá hluthöfum upp á rúmlega 138 milljónir króna. Handbært fé GAMMA var aðeins 13 milljónir um mitt þetta ár. Heildareignir voru um 3.463 milljónir króna en þar munar mest um langtímakröfur á fagfjárfestasjóði sem eru bókfærðar á 1.415 milljónir. Aðrar eignir eru meðal annars kröfur á tengda aðila sem námu 495 milljónum og meira en tvöfölduðust á árinu. Eiginfjárhlutfall GAMMA, en eignir í stýringu félagsins nema um 140 milljörðum, er um 68 prósent. Stærstu hluthafar eru Gísli Hauksson, sem lét af störfum hjá félaginu í ársbyrjun, með 31 prósents hlut, og Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri Sjóða, með 29,7 prósenta hlut. Í lok júní var tilkynnt um að Kvika og hluthafar GAMMA hefðu skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup bankans á öllu hlutafé GAMMA. Getur kaupverðið numið allt að 3,75 milljörðum miðað við fjárhagsstöðu félagsins í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem á eftir að tekjufæra.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lykilstjórnendur verða áfram hjá GAMMA Kvika hyggst kaupa GAMMA fyrir allt að 3,7 milljarða króna. Hluthafar GAMMA munu eignast þriggja til níu prósenta hlut í fjárfestingarbankanum. Óhjákvæmilegur hluti af kaupunum verður að hagræða í rekstri GAMMA. 21. júní 2018 06:00 Kvika banki að kaupa GAMMA Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. 20. júní 2018 09:39 Kvika tekur ekki starfsmannaleiguna og verktakastarfsemina Meðal þeirra eigna sem eru undanskildar í yfirtöku Kviku banka á Gamma eru Elja þjónustumiðstöð atvinnulífsins ehf. og Domus eignir slhf. og eignir sem tengjast verktakastarfsemi. 20. júní 2018 17:00 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Lykilstjórnendur verða áfram hjá GAMMA Kvika hyggst kaupa GAMMA fyrir allt að 3,7 milljarða króna. Hluthafar GAMMA munu eignast þriggja til níu prósenta hlut í fjárfestingarbankanum. Óhjákvæmilegur hluti af kaupunum verður að hagræða í rekstri GAMMA. 21. júní 2018 06:00
Kvika banki að kaupa GAMMA Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. 20. júní 2018 09:39
Kvika tekur ekki starfsmannaleiguna og verktakastarfsemina Meðal þeirra eigna sem eru undanskildar í yfirtöku Kviku banka á Gamma eru Elja þjónustumiðstöð atvinnulífsins ehf. og Domus eignir slhf. og eignir sem tengjast verktakastarfsemi. 20. júní 2018 17:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent