Hagnaður GAMMA minnkaði um 93 prósent Hörður Ægisson skrifar 5. september 2018 06:00 Valdimar Árnason, forstjóri GAMMA. Vísir/Stefán Hagnaður GAMMA Capital Management nam tæplega 30 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 93 prósent frá sama tíma fyrir ári. Þannig minnkuðu umsýsluog árangurstengdar þóknanir um meira en helming og námu samtals 516 milljónum á tímabilinu, að því er fram kemur í árshlutareikningi. Á sama tíma lækkaði rekstrarkostnaður félagsins um liðlega 120 milljónir og var 483 milljónir króna á fyrri árshelmingi. Það skýrist af því að annar rekstrarkostnaður GAMMA minnkaði um rúmlega 50 prósent á milli ára – úr 316 milljónum í 153 milljónir – á meðan launakostnaður hækkaði hins vegar um 15 prósent og var 330 milljónir. Fram kemur í ársreikningnum að félagið hafi á tímabilinu fengið lán frá hluthöfum upp á rúmlega 138 milljónir króna. Handbært fé GAMMA var aðeins 13 milljónir um mitt þetta ár. Heildareignir voru um 3.463 milljónir króna en þar munar mest um langtímakröfur á fagfjárfestasjóði sem eru bókfærðar á 1.415 milljónir. Aðrar eignir eru meðal annars kröfur á tengda aðila sem námu 495 milljónum og meira en tvöfölduðust á árinu. Eiginfjárhlutfall GAMMA, en eignir í stýringu félagsins nema um 140 milljörðum, er um 68 prósent. Stærstu hluthafar eru Gísli Hauksson, sem lét af störfum hjá félaginu í ársbyrjun, með 31 prósents hlut, og Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri Sjóða, með 29,7 prósenta hlut. Í lok júní var tilkynnt um að Kvika og hluthafar GAMMA hefðu skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup bankans á öllu hlutafé GAMMA. Getur kaupverðið numið allt að 3,75 milljörðum miðað við fjárhagsstöðu félagsins í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem á eftir að tekjufæra. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lykilstjórnendur verða áfram hjá GAMMA Kvika hyggst kaupa GAMMA fyrir allt að 3,7 milljarða króna. Hluthafar GAMMA munu eignast þriggja til níu prósenta hlut í fjárfestingarbankanum. Óhjákvæmilegur hluti af kaupunum verður að hagræða í rekstri GAMMA. 21. júní 2018 06:00 Kvika banki að kaupa GAMMA Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. 20. júní 2018 09:39 Kvika tekur ekki starfsmannaleiguna og verktakastarfsemina Meðal þeirra eigna sem eru undanskildar í yfirtöku Kviku banka á Gamma eru Elja þjónustumiðstöð atvinnulífsins ehf. og Domus eignir slhf. og eignir sem tengjast verktakastarfsemi. 20. júní 2018 17:00 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Hagnaður GAMMA Capital Management nam tæplega 30 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 93 prósent frá sama tíma fyrir ári. Þannig minnkuðu umsýsluog árangurstengdar þóknanir um meira en helming og námu samtals 516 milljónum á tímabilinu, að því er fram kemur í árshlutareikningi. Á sama tíma lækkaði rekstrarkostnaður félagsins um liðlega 120 milljónir og var 483 milljónir króna á fyrri árshelmingi. Það skýrist af því að annar rekstrarkostnaður GAMMA minnkaði um rúmlega 50 prósent á milli ára – úr 316 milljónum í 153 milljónir – á meðan launakostnaður hækkaði hins vegar um 15 prósent og var 330 milljónir. Fram kemur í ársreikningnum að félagið hafi á tímabilinu fengið lán frá hluthöfum upp á rúmlega 138 milljónir króna. Handbært fé GAMMA var aðeins 13 milljónir um mitt þetta ár. Heildareignir voru um 3.463 milljónir króna en þar munar mest um langtímakröfur á fagfjárfestasjóði sem eru bókfærðar á 1.415 milljónir. Aðrar eignir eru meðal annars kröfur á tengda aðila sem námu 495 milljónum og meira en tvöfölduðust á árinu. Eiginfjárhlutfall GAMMA, en eignir í stýringu félagsins nema um 140 milljörðum, er um 68 prósent. Stærstu hluthafar eru Gísli Hauksson, sem lét af störfum hjá félaginu í ársbyrjun, með 31 prósents hlut, og Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri Sjóða, með 29,7 prósenta hlut. Í lok júní var tilkynnt um að Kvika og hluthafar GAMMA hefðu skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup bankans á öllu hlutafé GAMMA. Getur kaupverðið numið allt að 3,75 milljörðum miðað við fjárhagsstöðu félagsins í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem á eftir að tekjufæra.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lykilstjórnendur verða áfram hjá GAMMA Kvika hyggst kaupa GAMMA fyrir allt að 3,7 milljarða króna. Hluthafar GAMMA munu eignast þriggja til níu prósenta hlut í fjárfestingarbankanum. Óhjákvæmilegur hluti af kaupunum verður að hagræða í rekstri GAMMA. 21. júní 2018 06:00 Kvika banki að kaupa GAMMA Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. 20. júní 2018 09:39 Kvika tekur ekki starfsmannaleiguna og verktakastarfsemina Meðal þeirra eigna sem eru undanskildar í yfirtöku Kviku banka á Gamma eru Elja þjónustumiðstöð atvinnulífsins ehf. og Domus eignir slhf. og eignir sem tengjast verktakastarfsemi. 20. júní 2018 17:00 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Lykilstjórnendur verða áfram hjá GAMMA Kvika hyggst kaupa GAMMA fyrir allt að 3,7 milljarða króna. Hluthafar GAMMA munu eignast þriggja til níu prósenta hlut í fjárfestingarbankanum. Óhjákvæmilegur hluti af kaupunum verður að hagræða í rekstri GAMMA. 21. júní 2018 06:00
Kvika banki að kaupa GAMMA Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. 20. júní 2018 09:39
Kvika tekur ekki starfsmannaleiguna og verktakastarfsemina Meðal þeirra eigna sem eru undanskildar í yfirtöku Kviku banka á Gamma eru Elja þjónustumiðstöð atvinnulífsins ehf. og Domus eignir slhf. og eignir sem tengjast verktakastarfsemi. 20. júní 2018 17:00