Tilvistarkreppa Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. september 2018 10:00 Undanfarið hefur birst holskefla frétta af bágri stöðu fjölmiðla á Íslandi. Nú síðast var það Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, sem birti afkomu sína, en tæplega 300 milljóna tap var á rekstri félagsins í fyrra. Framkvæmdastjórinn taldi nokkrar ástæður fyrir versnandi afkomu, meðal annars hækkandi launakostnað og harðvítuga erlenda samkeppni. Þessa liði þekkja atvinnurekendur úr öðrum geirum. Launakostnaðinn þekkja allir, og erlenda samkeppnin ætti að hljóma kunnuglega í eyrum verslunareigenda nú á tímum alþjóðlegra netverslana. Eitt til nefndi framkvæmdastjórinn. Atriði sem aðrir atvinnurekendur kannast síður við. Forsvarsmenn Haga þurfa ekki að berjast um starfsfólk og markaðshlutdeild við niðurgreidda ríkismatvörubúð. Eigendur tískuverslana þurfa heldur ekki að eiga við Tízkuverslun ríkisins í daglegu amstri. Sem betur fer ekki. Fjölmiðlar þurfa hins vegar að etja kappi við ríkisrisann RÚV, sem ekki bara fær um fjóra milljarða í skattfé í vasann á ári hverju, heldur starfrækir öflugustu auglýsingasöludeild landsins og tekur þar vel á þriðja milljarð árlega til viðbótar. Sumarið var sérstaklega slæmt í þeim efnum. RÚV beitti óvönduðum meðulum við sölu á auglýsingum vegna HM í knattspyrnu. Auglýsingapakkar stofnunarinnar bundu auglýsingafé fyrirtækja langt fram eftir hausti. Einkamiðlarnir urðu því ekki bara af tekjum yfir blásumarið heldur frá því snemma í vor og langt fram á haustið. Allir frjálsir miðlar finna fyrir þessu nú um stundir. Þeir smærri, til dæmis N4 á Akureyri, kvörtuðu undan því að svona högg gæti riðið þeim að fullu. Eins og ritstjóri annars smærri miðils, Kjarnans, orðaði það svo smekklega, þá tekur RÚV súrefni frá öðrum á markaðnum. Markmiðið með veru RÚV á markaði hlýtur að vera að efla frjálsa fjölmiðlun og þar með tjáningarfrelsið. Staðreyndin er hins vegar sú að RÚV tekur við almannafé með annarri hendinni, en murkar svo lífið úr einkareknu miðlunum með hinni. Svo mjög að eðlilegt er að spyrja hvort áhrif RÚV á opna og lýðræðislega umræðu í landinu séu yfir höfuð jákvæð þegar allt er talið. Flest getum við sammælst um að RÚV eigi að vera starfrækt í einhverri mynd. Þar starfar margt frábært fagfólk og dagskrárgerð er í mörgu til fyrirmyndar. Ekki er við það fólk að sakast þótt stjórnmálamönnum hafi með aðgerðaleysi tekist að gera RÚV að útblásnu bákni í tilvistarkreppu. Vandræðagangur stjórnmálamannanna er aðför að tjáningarfrelsinu og hættulegt frjálsri fjölmiðlun. Nú liggja fyrir ágætar tillögur fjölmiðlanefndar númer óteljandi. Síðast þegar fréttist hafði verið skipuð nefnd um niðurstöðu nefndarinnar. Kannski þarf svo nefnd um niðurstöðu þeirrar nefndar. Gott fyrsta skref úr þessari heimatilbúnu tilvistarkreppu væri að koma ágætum tillögum þeirrar nefndar til framkvæmdar. Ef menntamálaráðherra myndi auðnast að taka það skref hefði hún tekið þau fleiri en allir forverar hennar samanlagt í þessum málaflokki. Áfram gakk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur birst holskefla frétta af bágri stöðu fjölmiðla á Íslandi. Nú síðast var það Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, sem birti afkomu sína, en tæplega 300 milljóna tap var á rekstri félagsins í fyrra. Framkvæmdastjórinn taldi nokkrar ástæður fyrir versnandi afkomu, meðal annars hækkandi launakostnað og harðvítuga erlenda samkeppni. Þessa liði þekkja atvinnurekendur úr öðrum geirum. Launakostnaðinn þekkja allir, og erlenda samkeppnin ætti að hljóma kunnuglega í eyrum verslunareigenda nú á tímum alþjóðlegra netverslana. Eitt til nefndi framkvæmdastjórinn. Atriði sem aðrir atvinnurekendur kannast síður við. Forsvarsmenn Haga þurfa ekki að berjast um starfsfólk og markaðshlutdeild við niðurgreidda ríkismatvörubúð. Eigendur tískuverslana þurfa heldur ekki að eiga við Tízkuverslun ríkisins í daglegu amstri. Sem betur fer ekki. Fjölmiðlar þurfa hins vegar að etja kappi við ríkisrisann RÚV, sem ekki bara fær um fjóra milljarða í skattfé í vasann á ári hverju, heldur starfrækir öflugustu auglýsingasöludeild landsins og tekur þar vel á þriðja milljarð árlega til viðbótar. Sumarið var sérstaklega slæmt í þeim efnum. RÚV beitti óvönduðum meðulum við sölu á auglýsingum vegna HM í knattspyrnu. Auglýsingapakkar stofnunarinnar bundu auglýsingafé fyrirtækja langt fram eftir hausti. Einkamiðlarnir urðu því ekki bara af tekjum yfir blásumarið heldur frá því snemma í vor og langt fram á haustið. Allir frjálsir miðlar finna fyrir þessu nú um stundir. Þeir smærri, til dæmis N4 á Akureyri, kvörtuðu undan því að svona högg gæti riðið þeim að fullu. Eins og ritstjóri annars smærri miðils, Kjarnans, orðaði það svo smekklega, þá tekur RÚV súrefni frá öðrum á markaðnum. Markmiðið með veru RÚV á markaði hlýtur að vera að efla frjálsa fjölmiðlun og þar með tjáningarfrelsið. Staðreyndin er hins vegar sú að RÚV tekur við almannafé með annarri hendinni, en murkar svo lífið úr einkareknu miðlunum með hinni. Svo mjög að eðlilegt er að spyrja hvort áhrif RÚV á opna og lýðræðislega umræðu í landinu séu yfir höfuð jákvæð þegar allt er talið. Flest getum við sammælst um að RÚV eigi að vera starfrækt í einhverri mynd. Þar starfar margt frábært fagfólk og dagskrárgerð er í mörgu til fyrirmyndar. Ekki er við það fólk að sakast þótt stjórnmálamönnum hafi með aðgerðaleysi tekist að gera RÚV að útblásnu bákni í tilvistarkreppu. Vandræðagangur stjórnmálamannanna er aðför að tjáningarfrelsinu og hættulegt frjálsri fjölmiðlun. Nú liggja fyrir ágætar tillögur fjölmiðlanefndar númer óteljandi. Síðast þegar fréttist hafði verið skipuð nefnd um niðurstöðu nefndarinnar. Kannski þarf svo nefnd um niðurstöðu þeirrar nefndar. Gott fyrsta skref úr þessari heimatilbúnu tilvistarkreppu væri að koma ágætum tillögum þeirrar nefndar til framkvæmdar. Ef menntamálaráðherra myndi auðnast að taka það skref hefði hún tekið þau fleiri en allir forverar hennar samanlagt í þessum málaflokki. Áfram gakk.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun