Gátu ekki sýnt fram á verðlækkanir Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2018 11:02 Netverslunin auglýsti tilboðsverð - en gátu ekki sannað að fyrra verð ætti við rök að styðjast. vísir/getty Netversluninni Nýkaup tókst ekki að sýna með óyggjandi hætti fram á auglýstar verðlækkanir, að mati Neytendastofu. Nýkaup hefur því verið bannað að auglýsa tilboðsverðin fyrr en úrbætur hafa verið gerðar, ellegar eiga á hættu að verða sektað. Neytendastofa fór fram á að Nýkaup færði sönnur fyrir því að eftirgreindar vörur á vefsíðunni nykaup.is hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði. Stofnuninni höfðu borist kvartanir frá neytendum sem sögðu að þessar vörur hafi ekki verið til sölu á auglýstu verði: 1. Stjörnulampi. Fyrra verð: 5.870 kr. 2. Orginal Hurricane sjálfvirkur skrúbbur. Fyrra verð: 15.690 kr. 3. Þráðlaus Bluetooth heyrnatól. Fyrra verð: 14.780 kr. 4. K2 heilsuúr með 0,95ꞌꞌ OLED snertiskjá. Fyrra verð: 24.995 kr Nýkaup sagði í bréfi sínu til Neytendastofu að að í öllum tilvikum sem netversluninni auglýsi vörur á lækkuðu verði, líkt og gert hafi verið í tilfelli þessara fjögurra vara, hafi þær verið seldar og boðnar til sölu á því verði sem tilgreint var sem fyrra verð á heimasíðunni. Fyrirtækið lofaði bót og betrun, meðal annars í formi tæknilegrar útfærslu sem gæti haldið utan um slíkar upplýsingar svo unnt væri „með auðveldum hætti að sýna fram á að vörur hafi verið boðnar til sölu á upprunalegu verði í tiltekinn tíma.“ Á meðan á málsmeðferð Neytendastofu stóð voru öll tilboðin á nykaup.is tekin út nema á einni vöru og stofnuninni sendar tvær kvittanir til staðfestingar á að sú vara hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Neytendastofa taldi það þó ekki fullnægjandi, enn ætti eftir að sanna að hinar vörurnar þrjár hefðu verið á fyrrgreindu verði áður en tilboðið tók gildi. „Á seljanda hvílir afdráttarlaus skylda til að geta sannað að vara sem boðin er á lækkuðu verði, hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Þessi skylda á við óháð stærð rekstursins, öðrum markaðsaðstæðum eða tækni seljanda. Nýkaup hefur ekki lagt fram gögn til staðfestingar á því að vörurnar sem vísað var til í fyrsta bréfi Neytendastofu hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Nýkaup var því bannað að viðhalda fyrrnefnda viðskiptahætti. Fari fyrirtækið ekki eftir úrskurði Neytendastofu gæti netverslunin hlotið sektir. Neytendur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Netversluninni Nýkaup tókst ekki að sýna með óyggjandi hætti fram á auglýstar verðlækkanir, að mati Neytendastofu. Nýkaup hefur því verið bannað að auglýsa tilboðsverðin fyrr en úrbætur hafa verið gerðar, ellegar eiga á hættu að verða sektað. Neytendastofa fór fram á að Nýkaup færði sönnur fyrir því að eftirgreindar vörur á vefsíðunni nykaup.is hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði. Stofnuninni höfðu borist kvartanir frá neytendum sem sögðu að þessar vörur hafi ekki verið til sölu á auglýstu verði: 1. Stjörnulampi. Fyrra verð: 5.870 kr. 2. Orginal Hurricane sjálfvirkur skrúbbur. Fyrra verð: 15.690 kr. 3. Þráðlaus Bluetooth heyrnatól. Fyrra verð: 14.780 kr. 4. K2 heilsuúr með 0,95ꞌꞌ OLED snertiskjá. Fyrra verð: 24.995 kr Nýkaup sagði í bréfi sínu til Neytendastofu að að í öllum tilvikum sem netversluninni auglýsi vörur á lækkuðu verði, líkt og gert hafi verið í tilfelli þessara fjögurra vara, hafi þær verið seldar og boðnar til sölu á því verði sem tilgreint var sem fyrra verð á heimasíðunni. Fyrirtækið lofaði bót og betrun, meðal annars í formi tæknilegrar útfærslu sem gæti haldið utan um slíkar upplýsingar svo unnt væri „með auðveldum hætti að sýna fram á að vörur hafi verið boðnar til sölu á upprunalegu verði í tiltekinn tíma.“ Á meðan á málsmeðferð Neytendastofu stóð voru öll tilboðin á nykaup.is tekin út nema á einni vöru og stofnuninni sendar tvær kvittanir til staðfestingar á að sú vara hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Neytendastofa taldi það þó ekki fullnægjandi, enn ætti eftir að sanna að hinar vörurnar þrjár hefðu verið á fyrrgreindu verði áður en tilboðið tók gildi. „Á seljanda hvílir afdráttarlaus skylda til að geta sannað að vara sem boðin er á lækkuðu verði, hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Þessi skylda á við óháð stærð rekstursins, öðrum markaðsaðstæðum eða tækni seljanda. Nýkaup hefur ekki lagt fram gögn til staðfestingar á því að vörurnar sem vísað var til í fyrsta bréfi Neytendastofu hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Nýkaup var því bannað að viðhalda fyrrnefnda viðskiptahætti. Fari fyrirtækið ekki eftir úrskurði Neytendastofu gæti netverslunin hlotið sektir.
Neytendur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira