Albert: Ætla að sýna að Erik hefði getað valið mig frekar Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2018 14:30 Albert Guðmundsson ætlar að standa sig með AZ og U21 og komast aftur í A-landsliðið. vísir/vilhelm Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í fótbolta, færði sig um set á dögunum þegar að hann yfirgaf PSV Eindhoven og gekk í raðir AZ Alkmaar þar sem að hann vonast til að fá meiri spiltíma. Tækifærin voru fá hjá stórliði PSV en hann er strax farinn að fá fleiri mínútur sem varamaður hjá AZ en ætlar sér stærri hluti. „Ég tók þetta skref til AZ til að fá spiltíma og til að vera mikilvægari fyrir liðið. Ég er ekki enn þá kominn á þann stall og vinna mér inn þá stöðu sem mér finnst ég eiga skilið,“ segir Albert. „Ég bjóst ekkert við því að fara beint inn í byrjunarliðið. Þeir voru búnir að spila tvo leiki áður en ég kom og unnu þá báða. Það er er ákveðin klisja að breyta ekki sigurliði.“Albert var á HM en er nú kominn aftur í U21.vísir/vilhelm„Ég þarf bara að sýna á æfingum og á þeim mínútum sem ég fæ að sprikla í leikjum að ég eigi heima þarna í þessu byrjunarliði,“ segir Albert. Albert var nokkuð óvænt valinn í A-landsliðshópinn sem fór á HM 2018 í Rússlandi en þar sem að Erik Hamrén sá ekki fyrir að nota hann mikið í næstu leikjum A-liðsins fékk Eyjólfur Sverrisson frekar að nota hann með U21 árs liðinu sem mætir Eistlandi á morgun. „Ef að ég mætti ráða væri ég frekar í A-landsliðinu en þetta er bara ekki mitt val. Það eina sem að ég get gert til að hafa áhrif á næsta val Erics er að standa mig vel hérna og standa mig vel með AZ. Ég ætla að standa mig vel að sýna honum að hann hefði getað valið mig frekar,“ segir Albert. Framherjinn efnilegi gekk í raðir PSV frá KR árið 2015 en spilaði mest með varaliðinu. Hann telur sig ekki hafa dvalið of lengi í Eindhoven. „Mér fannst ég ekki vera of lengi. Alls ekki. Ég lærði fáránlega mikið á tímanum með PSV. Ég var með fáránlega góða leikmenn í kringum mig og frábært starfsfólk sem hafði allt spilað í bestu deildum Evrópu,“ segir Albert. „Ég bætti mig mikið sem fótboltamaður og persóna og sé ekki eftir einni sekúndu hjá PSV. Að vera hluti af liði sem varð hollenskur meistari var fáránlega góð reynsla og ég get tekið þetta með mér til AZ og nýtt þetta á næstu árum,“ segir Albert Guðmundsson. Íslenski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í fótbolta, færði sig um set á dögunum þegar að hann yfirgaf PSV Eindhoven og gekk í raðir AZ Alkmaar þar sem að hann vonast til að fá meiri spiltíma. Tækifærin voru fá hjá stórliði PSV en hann er strax farinn að fá fleiri mínútur sem varamaður hjá AZ en ætlar sér stærri hluti. „Ég tók þetta skref til AZ til að fá spiltíma og til að vera mikilvægari fyrir liðið. Ég er ekki enn þá kominn á þann stall og vinna mér inn þá stöðu sem mér finnst ég eiga skilið,“ segir Albert. „Ég bjóst ekkert við því að fara beint inn í byrjunarliðið. Þeir voru búnir að spila tvo leiki áður en ég kom og unnu þá báða. Það er er ákveðin klisja að breyta ekki sigurliði.“Albert var á HM en er nú kominn aftur í U21.vísir/vilhelm„Ég þarf bara að sýna á æfingum og á þeim mínútum sem ég fæ að sprikla í leikjum að ég eigi heima þarna í þessu byrjunarliði,“ segir Albert. Albert var nokkuð óvænt valinn í A-landsliðshópinn sem fór á HM 2018 í Rússlandi en þar sem að Erik Hamrén sá ekki fyrir að nota hann mikið í næstu leikjum A-liðsins fékk Eyjólfur Sverrisson frekar að nota hann með U21 árs liðinu sem mætir Eistlandi á morgun. „Ef að ég mætti ráða væri ég frekar í A-landsliðinu en þetta er bara ekki mitt val. Það eina sem að ég get gert til að hafa áhrif á næsta val Erics er að standa mig vel hérna og standa mig vel með AZ. Ég ætla að standa mig vel að sýna honum að hann hefði getað valið mig frekar,“ segir Albert. Framherjinn efnilegi gekk í raðir PSV frá KR árið 2015 en spilaði mest með varaliðinu. Hann telur sig ekki hafa dvalið of lengi í Eindhoven. „Mér fannst ég ekki vera of lengi. Alls ekki. Ég lærði fáránlega mikið á tímanum með PSV. Ég var með fáránlega góða leikmenn í kringum mig og frábært starfsfólk sem hafði allt spilað í bestu deildum Evrópu,“ segir Albert. „Ég bætti mig mikið sem fótboltamaður og persóna og sé ekki eftir einni sekúndu hjá PSV. Að vera hluti af liði sem varð hollenskur meistari var fáránlega góð reynsla og ég get tekið þetta með mér til AZ og nýtt þetta á næstu árum,“ segir Albert Guðmundsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira