Þótti of stór fyrir rugby og snéri sér að NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2018 22:00 Jordan Mailata. Vísir/Getty Jordan Mailata verður með liði NFL-meistara Philadelphia Eagles annað kvöld þegar meistararnir hefja titilvörn sína á móti Atlanta Falcons. Philadelphia Eagles valdi Jordan Mailata með 233. valrétti í NFL nýliðavalinu í apríl síðastliðnum og honum tókst að vinna sér sæti í 53 manna leikmannahópi Arnanna.Too big for rugby, Eagles tackle Mailata is ready for NFL https://t.co/zvJ7VlAJ04pic.twitter.com/IEiXhmYmij — BastilleGlobal (@BastilleGlobal) September 5, 2018Það er aðeins eitt ár síðan að Jordan Mailata setti fyrst hjálm á hausinn og fór að reyna fyrir sér í amerískum fótbolta. Áður hafði hann stundað rugby íþróttina af kappi í Ástralíu. Mailata spilaði ekki amerískan fótbolta í menntaskóla eða í háskóla og var ekkert búinn að setja stefnuna þangað á meðan hann var táningur. Hann þurfti aftur á móti að gangast undir tvær hjartaðgerðir árið 2015 og það truflaði uppgang hans í rugby íþróttinni. „Ég býst við því að það sér draumur allra leikmanna í ameríska fótboltanum að komast í NFL-deildina. Ég er mjög heppinn að fá að upplifa bæði mína drauma og þeirra,“ sagði Jordan Mailata í viðtali við vefsíðu Foxsports. Það var þjálfari South Sydney liðsins, Michael Maguire, sem gerði sér grein fyrir því að Mailata ætti frekar heima í ameríska fótboltanum en í rugby.I don't know if he's going to be the next Jason Peters, as my friend @RossTuckerNFL predicts, but it sure seems that Jordan Mailata is going to make Howie Roseman and Jeff Stoutland look like geniuses. pic.twitter.com/Wswz14evU0 — Glen Macnow (@RealGlenMacnow) August 31, 2018„Hann er auðvitað risastór en um leið með sprengikraft og góðan hreyfanleika fyrir svona stóran mann,“ skrifaði Michael Maguire um Mailata í grein fyrir PlayersVoice. „Stuttir kaflar á fullu passar honum vel,“ bætti Maguire við en á meðan leikkaflarnir eru lengri í rugby þá eru átökin meiri í NFL-deildinni. Á lista Eagles liðsins er Mailata skráður 203 sentímetrar og 157 kíló. Hann er stór en þó ekki stærsti leikmaðurinn í NFL-deildinni. Hann hefði hins vegar verið stærsti leikmaðurinn í NRL rugby deildinni í Ástralíu. „Mér fannst ég ekki vera of stór til að spila rugby. Ég talaði ekki um það sjálfur heldur voru aðrir að benda á það og segja mér það. Ég var samt tilbúinn að taka þetta áhættu og reyna að komast í NFL þegar fólk sagði að ég væri of stór fyrir rugby. Ég hlæ bara af því núna,“ sagði Mailata."Maybe the best story in the entire National Football League is here in Philadelphia and thats left tackle @jordan_mailata" Catch the review of his efforts in @Eagles final pre-season game Exciting times #FlyEaglesFlypic.twitter.com/NZoMr62PZ3 — NFLAustralia (@NFLAustralia) August 31, 2018 NFL Rugby Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Jordan Mailata verður með liði NFL-meistara Philadelphia Eagles annað kvöld þegar meistararnir hefja titilvörn sína á móti Atlanta Falcons. Philadelphia Eagles valdi Jordan Mailata með 233. valrétti í NFL nýliðavalinu í apríl síðastliðnum og honum tókst að vinna sér sæti í 53 manna leikmannahópi Arnanna.Too big for rugby, Eagles tackle Mailata is ready for NFL https://t.co/zvJ7VlAJ04pic.twitter.com/IEiXhmYmij — BastilleGlobal (@BastilleGlobal) September 5, 2018Það er aðeins eitt ár síðan að Jordan Mailata setti fyrst hjálm á hausinn og fór að reyna fyrir sér í amerískum fótbolta. Áður hafði hann stundað rugby íþróttina af kappi í Ástralíu. Mailata spilaði ekki amerískan fótbolta í menntaskóla eða í háskóla og var ekkert búinn að setja stefnuna þangað á meðan hann var táningur. Hann þurfti aftur á móti að gangast undir tvær hjartaðgerðir árið 2015 og það truflaði uppgang hans í rugby íþróttinni. „Ég býst við því að það sér draumur allra leikmanna í ameríska fótboltanum að komast í NFL-deildina. Ég er mjög heppinn að fá að upplifa bæði mína drauma og þeirra,“ sagði Jordan Mailata í viðtali við vefsíðu Foxsports. Það var þjálfari South Sydney liðsins, Michael Maguire, sem gerði sér grein fyrir því að Mailata ætti frekar heima í ameríska fótboltanum en í rugby.I don't know if he's going to be the next Jason Peters, as my friend @RossTuckerNFL predicts, but it sure seems that Jordan Mailata is going to make Howie Roseman and Jeff Stoutland look like geniuses. pic.twitter.com/Wswz14evU0 — Glen Macnow (@RealGlenMacnow) August 31, 2018„Hann er auðvitað risastór en um leið með sprengikraft og góðan hreyfanleika fyrir svona stóran mann,“ skrifaði Michael Maguire um Mailata í grein fyrir PlayersVoice. „Stuttir kaflar á fullu passar honum vel,“ bætti Maguire við en á meðan leikkaflarnir eru lengri í rugby þá eru átökin meiri í NFL-deildinni. Á lista Eagles liðsins er Mailata skráður 203 sentímetrar og 157 kíló. Hann er stór en þó ekki stærsti leikmaðurinn í NFL-deildinni. Hann hefði hins vegar verið stærsti leikmaðurinn í NRL rugby deildinni í Ástralíu. „Mér fannst ég ekki vera of stór til að spila rugby. Ég talaði ekki um það sjálfur heldur voru aðrir að benda á það og segja mér það. Ég var samt tilbúinn að taka þetta áhættu og reyna að komast í NFL þegar fólk sagði að ég væri of stór fyrir rugby. Ég hlæ bara af því núna,“ sagði Mailata."Maybe the best story in the entire National Football League is here in Philadelphia and thats left tackle @jordan_mailata" Catch the review of his efforts in @Eagles final pre-season game Exciting times #FlyEaglesFlypic.twitter.com/NZoMr62PZ3 — NFLAustralia (@NFLAustralia) August 31, 2018
NFL Rugby Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira