Júlíus Vífill neitaði sök og segist sigurviss Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2018 13:45 Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist viss um að fara með sigur í málinu. Vísir Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, neitaði sök þegar mál Héraðssaksóknara gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tímasetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin en verjandi Júlíusar Vífils, Hörður Felix Harðarson, óskaði eftir tveggja vikna fresti áður en aðalmeðferð verður ákveðin. Saksóknari hreyfði ekki mótmælum. Júlíus Vífill vildi ekki tjá sig um ákæruatriðin á þessu stigi málsins, eins og hann komst að orði við fjölmiðla eftir þingfestinguna. Hann myndi þó ræða við fjölmiðla eins lengi og þeir vildu að málinu loknu. Aðspurður sagðist hann viss um að fara með sigur í málinu. Ávinningur talinn af skattalagabrotum Embætti Héraðssaksóknara sakar Júlíus um að hafa hafa þvættað 49 til 57 milljónir króna sem er talinn vera ávinningur af skattalagabrotum hans fyrir meira en áratug og eru sögð fyrnd. Í ákærunni kom fram að Júlíus eigi að hafa, á árunum 2010 til 2014, geymt á bankareikningi sínum hjá USB banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum og sterlingspundum. Embætti héraðssaksóknara sagði í ákærunni að Júlíus Vífill hefði viðurkennt við rannsókn málsins að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts og því ekki greitt tekjuskatt eða útsvar af þeim. Hann hafi hins vegar ekki viljað segja nákvæmlega til um það hvenær umræddra tekna var aflað. Geta brotin sem er ákært fyrir varðað allt að sex ára fangelsisvist. Í síðasta mánuði tjáði Júlíus sig um ákæruna en hann sagðist telja að engar lagalegar forsendur væru fyrir ákærunni. Málið yrði útkljáð fyrir dómstólum. Júlíus Vífill sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að greint var frá því að nafn hans væri að finna í Panama-skjölunum sem vörðuðu eignir Íslendinga í skattaskjólum. Júlíus sagði að um lífeyrissjóð væri að ræða og tiltók hann ekki í hagsmunaskráningu borgarstjórnar þar sem ekki var tekið fram að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54 Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Sagður hafa viðurkennt að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts en gaf ekki upp hvenær þeirra var aflað. 27. ágúst 2018 16:03 Óheimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur sé heimilt að veita erlendu rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins. 17. mars 2017 15:26 Panama-áhrifin: Stærstu mótmæli sögunnar, orðsporið og „óvænt“ forsetaframboð Það er ekki ofsögum sagt að Panamaskjölin hafi haft mikil áhrif á íslenskt samfélag á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því fyrstu fréttir sem unnar voru upp úr upplýsingum sem þar komu fram birtust. 24. maí 2016 09:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, neitaði sök þegar mál Héraðssaksóknara gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tímasetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin en verjandi Júlíusar Vífils, Hörður Felix Harðarson, óskaði eftir tveggja vikna fresti áður en aðalmeðferð verður ákveðin. Saksóknari hreyfði ekki mótmælum. Júlíus Vífill vildi ekki tjá sig um ákæruatriðin á þessu stigi málsins, eins og hann komst að orði við fjölmiðla eftir þingfestinguna. Hann myndi þó ræða við fjölmiðla eins lengi og þeir vildu að málinu loknu. Aðspurður sagðist hann viss um að fara með sigur í málinu. Ávinningur talinn af skattalagabrotum Embætti Héraðssaksóknara sakar Júlíus um að hafa hafa þvættað 49 til 57 milljónir króna sem er talinn vera ávinningur af skattalagabrotum hans fyrir meira en áratug og eru sögð fyrnd. Í ákærunni kom fram að Júlíus eigi að hafa, á árunum 2010 til 2014, geymt á bankareikningi sínum hjá USB banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum og sterlingspundum. Embætti héraðssaksóknara sagði í ákærunni að Júlíus Vífill hefði viðurkennt við rannsókn málsins að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts og því ekki greitt tekjuskatt eða útsvar af þeim. Hann hafi hins vegar ekki viljað segja nákvæmlega til um það hvenær umræddra tekna var aflað. Geta brotin sem er ákært fyrir varðað allt að sex ára fangelsisvist. Í síðasta mánuði tjáði Júlíus sig um ákæruna en hann sagðist telja að engar lagalegar forsendur væru fyrir ákærunni. Málið yrði útkljáð fyrir dómstólum. Júlíus Vífill sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að greint var frá því að nafn hans væri að finna í Panama-skjölunum sem vörðuðu eignir Íslendinga í skattaskjólum. Júlíus sagði að um lífeyrissjóð væri að ræða og tiltók hann ekki í hagsmunaskráningu borgarstjórnar þar sem ekki var tekið fram að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54 Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Sagður hafa viðurkennt að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts en gaf ekki upp hvenær þeirra var aflað. 27. ágúst 2018 16:03 Óheimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur sé heimilt að veita erlendu rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins. 17. mars 2017 15:26 Panama-áhrifin: Stærstu mótmæli sögunnar, orðsporið og „óvænt“ forsetaframboð Það er ekki ofsögum sagt að Panamaskjölin hafi haft mikil áhrif á íslenskt samfélag á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því fyrstu fréttir sem unnar voru upp úr upplýsingum sem þar komu fram birtust. 24. maí 2016 09:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54
Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Sagður hafa viðurkennt að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts en gaf ekki upp hvenær þeirra var aflað. 27. ágúst 2018 16:03
Óheimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur sé heimilt að veita erlendu rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins. 17. mars 2017 15:26
Panama-áhrifin: Stærstu mótmæli sögunnar, orðsporið og „óvænt“ forsetaframboð Það er ekki ofsögum sagt að Panamaskjölin hafi haft mikil áhrif á íslenskt samfélag á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því fyrstu fréttir sem unnar voru upp úr upplýsingum sem þar komu fram birtust. 24. maí 2016 09:00