Innlent

Stolið úr jakkanum á meðan hann affermdi bílinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp við Klukkuberg þar sem bifreið hafði verið ekið á steinvegg.
Rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp við Klukkuberg þar sem bifreið hafði verið ekið á steinvegg. Vísir/Vilhelm
Maður sem var að afferma bíl sinn upp úr klukkan fimm í Skipholti í gær tilkynnti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um þjófnað á veski, farsíma og fleiru sem hafði verið í jakka hans í bifreiðinni.

Voru tveir ölvaðir menn handteknir um tveimur klukkustundum síðar með muni mannsins. Þeir voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins að því er segir í dagbók lögreglu.

Rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi var síðan tilkynnt um umferðaróhapp við Klukkuberg þar sem bifreið hafði verið ekið á steinvegg. Ökumaðurinn ætlaði að yfirgefa vettvang en var stöðvaður af lögreglumanni á frívakt og haldið þar til lögregla kom.

Maðurinn er grunaður um að hafa ekið bílnum undir áhrifum áfengis og fíkniefna auk þess sem hann hefur aldrei öðlat ökuréttindi. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×