Meistararnir byrjuðu á sigri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. september 2018 09:04 Ajayi fagnar hér öðru af tveimur snertimörkum sínum í nótt. vísir/getty NFL-deildin hófst í nótt er meistarar Philadelphia Eagles tóku á móti Atlanta Falcons. Meistararnir sýndu í nótt að þeir ætla sér að verja titilinn með kjafti og klóm. Þeir lönduðu nefnilega sætum 18-12 sigri gegn mjög sterku liði Fálkanna. Carson Wentz, aðalleikstjórnandi Eagles, er enn meiddur og það er því Super Bowl-hetjan Nick Foles sem stýrir umferðinni á vellinum. Foles kláraði 19 af 34 sendingum sínum í leiknum fyrir samtals 117 jördum. Hann náði ekki að kasta fyrir snertimarki en kastaði einu sinni frá sér. Slakur leikur hjá honum. Það kom ekki að sök því enski hlauparinn Jay Ayjayi var í stuði. Hann hljóp 62 jarda og skoraði tvö snertimörk í leiknum. Matt Ryan, leikstjórnandi Falcons, kláraði 21 af 43 sendingum sínum í leiknum fyrir 251 jard. Hann náði þó ekki að kasta fyrir snertimarki og kastaði einu sinni frá sér. Útherjinn Julio Jones var magnaður og greip tíu af sendingum Ryan fyrir 169 jördum. Hlaupaleikur liðsins olli vonbrigðum en þeir Tevin Coleman og Devonta Freeman hlupu samtals aðeins um 50 jarda. Fálkarnir voru sterkara liðið í leiknum en gekk nákvæmlega ekkert inn á rauða svæðinu sem eru síðustu 20 jardar vallarins. Það er nákvæmlega sama vandamál og var að plaga þá á síðustu leiktíð. Sigur Eagles var ekki fallegur en þó svo liðið hafi ekki spilað vel þá kláruðu þeir sterkt lið sem segir margt um styrkleika þeirra. Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudag. NFL Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
NFL-deildin hófst í nótt er meistarar Philadelphia Eagles tóku á móti Atlanta Falcons. Meistararnir sýndu í nótt að þeir ætla sér að verja titilinn með kjafti og klóm. Þeir lönduðu nefnilega sætum 18-12 sigri gegn mjög sterku liði Fálkanna. Carson Wentz, aðalleikstjórnandi Eagles, er enn meiddur og það er því Super Bowl-hetjan Nick Foles sem stýrir umferðinni á vellinum. Foles kláraði 19 af 34 sendingum sínum í leiknum fyrir samtals 117 jördum. Hann náði ekki að kasta fyrir snertimarki en kastaði einu sinni frá sér. Slakur leikur hjá honum. Það kom ekki að sök því enski hlauparinn Jay Ayjayi var í stuði. Hann hljóp 62 jarda og skoraði tvö snertimörk í leiknum. Matt Ryan, leikstjórnandi Falcons, kláraði 21 af 43 sendingum sínum í leiknum fyrir 251 jard. Hann náði þó ekki að kasta fyrir snertimarki og kastaði einu sinni frá sér. Útherjinn Julio Jones var magnaður og greip tíu af sendingum Ryan fyrir 169 jördum. Hlaupaleikur liðsins olli vonbrigðum en þeir Tevin Coleman og Devonta Freeman hlupu samtals aðeins um 50 jarda. Fálkarnir voru sterkara liðið í leiknum en gekk nákvæmlega ekkert inn á rauða svæðinu sem eru síðustu 20 jardar vallarins. Það er nákvæmlega sama vandamál og var að plaga þá á síðustu leiktíð. Sigur Eagles var ekki fallegur en þó svo liðið hafi ekki spilað vel þá kláruðu þeir sterkt lið sem segir margt um styrkleika þeirra. Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudag.
NFL Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira