Brugðið og átti ekki von á svo hörðum aðgerðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2018 09:57 Hafliði Halldórsson segir málið alls ekki einfalt en það verði reynt að leysa á farsælan hátt. Fréttablaðið/stefán Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. Fjórtán landsliðsmenn hættu að gefa kost í liðið í gær sem æft hefur undanfarið ár fyrir heimsmeistaramótið í nóvember. Ástæðan er samningur landsliðsins við Arnarlax sem kynntur var á miðvikudaginn við pomp og prakt í Hörpu. „Við erum að funda um þetta og skoða málið. Okkur er brugðið við viðbrögðin,“ segir Hafliði í samtali við Vísi.Sturla Birgisson.„Versta uppákoman í sögu klúbbsins“ Meistarakokkurinn Sturla Birgisson sagði samninginn verstu uppákomuna í sögu klúbbsins. Í kjölfarið fylgdu fleiri úrsagnir en með þeim vildi landsliðsfólkið mótmæla samningi við „fyrirtæki sem framleiði lax í opnu sjókvíaeldi“. Slíkir framleiðsluhættir væru ógn við villta lax- og silungastofna og hefðu margvísleg neikvæð umhverfisáhrif á lífríki Íslands. „Ég nota eingöngu afurðir sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt og í sátt við náttúruna og get ekki tekið þátt í því að kynna, fyrir hönd Íslands, vörur sem framleiddar eru með þessum hætti. Ég hef því ákveðið að draga mig út úr kokkalandsliðinu að svo stöddu,“ sagði í yfirlýsingunni sem kokkarnir deildu á samfélagsmiðlum í gær. Arnarlax er stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi en í samningnum á miðvikudaginn fólst að Arnarlax væri styrktaraðili kokkalandsliðsins. Arnarlax er með rúmlega 100 starfsmenn og höfuðstöðvar á Bíldudal. Fyrirtækið hefur vaxið hratt undanfarin ár og áætlar um 10.000 MT framleiðslu af hágæða ferskum laxi í ár. Stór hluti afurðanna er seldur á Bandaríkjamarkað. Hafliði viðurkennir að hann hafi ekki séð fyrir úrsagnir landsliðsfólksins.Víkingur Gunnarsson er framkvæmdarstjóri Arnarlax.Fréttablaðið/Anton BrinkLöglegt fyrirtæki „Við áttum ekki von á viðbrögðum af þessum skala. Fólk hefur alls konar skoðanir á alls konar atvinnufyrirtækjum en við erum að tala um fyrirtæki sem hefur starfsleyfi, borgar sína skatta og skyldur. Fyrirtæki sem er inni í löglegri starfsemi, undir eftirlit, inni í kerfi sem stjórnvöld skapa,“ segir Hafliði. Hann hafi fundað með sínu fólki í gær og áfram í dag. Þá eigi hann auðvitað í samtölum við öðrum aðilum málsins, svo sem forsvarsmönnum Arnarlax. „Okkur bregður aðeins við, erum ekki vön svona aggressívum aðgerðum gagnvart liðinu. Ég held að flestir átti sig á því að þetta er lið sem er að sinna mjög jákvæðum verkefnum og keyrt áfram af ástríðu og sjálfboðastarfi. Krísustjórnun er alveg nýtt fyrir okkur.“ Framundan er heimsmeistaramót kokkalandsliða í nóvember þar sem íslenska liðið ætlaði sér stóra hluti.Kokkalandsliðið kynnir íslenska matargerð víða um heim.KokkalandsliðiðStrangur undirbúningur að baki „Það er í rauninni búið að æfa í 12 mánuði en faktískt er 15 mánaða undirbúningur að baki. Það að missa liðið út, eins og staðan er, er gríðarlegt tjón fyrir verkefnið en líka persónulega fyrir alla þessa einstaklinga sem hafa lagt blóð, svita og tár í undirbúninginn sem er gríðarlega strangur. Það eru mjög stífar æfingar að baki og ástríðan er mikil. Fólk er búið að leggja mörg hundruð klukkustundir á ári í verkefni og því er þetta persónulega mjög erfitt fyrir hvern og einn. “ Hafliði segir málið ekki einfalt. „Við erum að leita allra leiða til að leysa þetta á farsælan hátt fyrir alla.“Eins og áður sagði var miklu til tjaldað þegar samstarf Kokkalandsliðsins við Arnarlax var kynnt í Hörpu á miðvikudaginn. Að neðan má sjá myndir frá samkomuni. Matur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tólf draga sig úr kokkalandsliðinu Tólf kokkar hafa ákveðið að draga sig úr kokkalandsliðinu vegna ákvörðunar Klúbbs matreiðslumeistara að gera styrktarsamning við fiskeldisfélagið Arnarlax. 6. september 2018 22:37 Hörkupartý í Hörpunni Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax hafa undirritað samstarfssamning á Kolabrautinni í Hörpu við hátíðlega athöfn í gær. 6. september 2018 17:00 Hættir í klúbbi matreiðslumeistara vegna samnings við Arnarlax Kokkurinn Sturla Birgisson segist hafa verið sá sem dró eldislaxinn að landi í Vatnsdalsá á dögunum. 6. september 2018 18:07 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. Fjórtán landsliðsmenn hættu að gefa kost í liðið í gær sem æft hefur undanfarið ár fyrir heimsmeistaramótið í nóvember. Ástæðan er samningur landsliðsins við Arnarlax sem kynntur var á miðvikudaginn við pomp og prakt í Hörpu. „Við erum að funda um þetta og skoða málið. Okkur er brugðið við viðbrögðin,“ segir Hafliði í samtali við Vísi.Sturla Birgisson.„Versta uppákoman í sögu klúbbsins“ Meistarakokkurinn Sturla Birgisson sagði samninginn verstu uppákomuna í sögu klúbbsins. Í kjölfarið fylgdu fleiri úrsagnir en með þeim vildi landsliðsfólkið mótmæla samningi við „fyrirtæki sem framleiði lax í opnu sjókvíaeldi“. Slíkir framleiðsluhættir væru ógn við villta lax- og silungastofna og hefðu margvísleg neikvæð umhverfisáhrif á lífríki Íslands. „Ég nota eingöngu afurðir sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt og í sátt við náttúruna og get ekki tekið þátt í því að kynna, fyrir hönd Íslands, vörur sem framleiddar eru með þessum hætti. Ég hef því ákveðið að draga mig út úr kokkalandsliðinu að svo stöddu,“ sagði í yfirlýsingunni sem kokkarnir deildu á samfélagsmiðlum í gær. Arnarlax er stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi en í samningnum á miðvikudaginn fólst að Arnarlax væri styrktaraðili kokkalandsliðsins. Arnarlax er með rúmlega 100 starfsmenn og höfuðstöðvar á Bíldudal. Fyrirtækið hefur vaxið hratt undanfarin ár og áætlar um 10.000 MT framleiðslu af hágæða ferskum laxi í ár. Stór hluti afurðanna er seldur á Bandaríkjamarkað. Hafliði viðurkennir að hann hafi ekki séð fyrir úrsagnir landsliðsfólksins.Víkingur Gunnarsson er framkvæmdarstjóri Arnarlax.Fréttablaðið/Anton BrinkLöglegt fyrirtæki „Við áttum ekki von á viðbrögðum af þessum skala. Fólk hefur alls konar skoðanir á alls konar atvinnufyrirtækjum en við erum að tala um fyrirtæki sem hefur starfsleyfi, borgar sína skatta og skyldur. Fyrirtæki sem er inni í löglegri starfsemi, undir eftirlit, inni í kerfi sem stjórnvöld skapa,“ segir Hafliði. Hann hafi fundað með sínu fólki í gær og áfram í dag. Þá eigi hann auðvitað í samtölum við öðrum aðilum málsins, svo sem forsvarsmönnum Arnarlax. „Okkur bregður aðeins við, erum ekki vön svona aggressívum aðgerðum gagnvart liðinu. Ég held að flestir átti sig á því að þetta er lið sem er að sinna mjög jákvæðum verkefnum og keyrt áfram af ástríðu og sjálfboðastarfi. Krísustjórnun er alveg nýtt fyrir okkur.“ Framundan er heimsmeistaramót kokkalandsliða í nóvember þar sem íslenska liðið ætlaði sér stóra hluti.Kokkalandsliðið kynnir íslenska matargerð víða um heim.KokkalandsliðiðStrangur undirbúningur að baki „Það er í rauninni búið að æfa í 12 mánuði en faktískt er 15 mánaða undirbúningur að baki. Það að missa liðið út, eins og staðan er, er gríðarlegt tjón fyrir verkefnið en líka persónulega fyrir alla þessa einstaklinga sem hafa lagt blóð, svita og tár í undirbúninginn sem er gríðarlega strangur. Það eru mjög stífar æfingar að baki og ástríðan er mikil. Fólk er búið að leggja mörg hundruð klukkustundir á ári í verkefni og því er þetta persónulega mjög erfitt fyrir hvern og einn. “ Hafliði segir málið ekki einfalt. „Við erum að leita allra leiða til að leysa þetta á farsælan hátt fyrir alla.“Eins og áður sagði var miklu til tjaldað þegar samstarf Kokkalandsliðsins við Arnarlax var kynnt í Hörpu á miðvikudaginn. Að neðan má sjá myndir frá samkomuni.
Matur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tólf draga sig úr kokkalandsliðinu Tólf kokkar hafa ákveðið að draga sig úr kokkalandsliðinu vegna ákvörðunar Klúbbs matreiðslumeistara að gera styrktarsamning við fiskeldisfélagið Arnarlax. 6. september 2018 22:37 Hörkupartý í Hörpunni Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax hafa undirritað samstarfssamning á Kolabrautinni í Hörpu við hátíðlega athöfn í gær. 6. september 2018 17:00 Hættir í klúbbi matreiðslumeistara vegna samnings við Arnarlax Kokkurinn Sturla Birgisson segist hafa verið sá sem dró eldislaxinn að landi í Vatnsdalsá á dögunum. 6. september 2018 18:07 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Tólf draga sig úr kokkalandsliðinu Tólf kokkar hafa ákveðið að draga sig úr kokkalandsliðinu vegna ákvörðunar Klúbbs matreiðslumeistara að gera styrktarsamning við fiskeldisfélagið Arnarlax. 6. september 2018 22:37
Hörkupartý í Hörpunni Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax hafa undirritað samstarfssamning á Kolabrautinni í Hörpu við hátíðlega athöfn í gær. 6. september 2018 17:00
Hættir í klúbbi matreiðslumeistara vegna samnings við Arnarlax Kokkurinn Sturla Birgisson segist hafa verið sá sem dró eldislaxinn að landi í Vatnsdalsá á dögunum. 6. september 2018 18:07