Bandaríkjaforseti níðir Watergate-blaðamann og sakar NBC um fölsun Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2018 12:13 Carl Bernstein skrifaði ítarlega um Watergate-málið á sínum tíma ásamt félaga sínum Bob Woodward á Washington Post. Vísir/EPA Bræði Donalds Trump Bandaríkjaforseta beinist nú að Carl Bernstein, öðrum blaðamannanna sem helst hefur verið eignaður heiður af því að varpa ljósi á Watergate-hneykslið. Sakar forsetinn hann um „hroðvirkni“ vegna fréttar CNN um umtalaðan fund framboðs hans með Rússum. Forsetinn heldur því einnig fram að NBC hafi átt við þýðingarmikið sjónvarpsviðtal við sig í fyrra. Trump hefur farið mikinn á Twitter síðustu sólahringa vegna fréttar CNN-fréttastöðvarinnar frá því í síðasta mánuði um að hann hafi mögulega vitað af fundi sem sonur hans, tengdasonur og þáverandi kosningastjóri áttu með Rússum í Trump-turninum sumarið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Lanny Davis, lögmaður Michaels Cohen, fyrrverandi persónulegs lögmanns Trump, hafði gefið í skyn að Cohen gæti gefið upplýsingar um að Trump hefði vitað af fundinum fyrirfram, þvert á það sem forsetinn hefur fullyrt. Davis hefur síðan dregið í land. CNN hefur engu að síður sagst standa með upphaflegri frétt sinni. Í henni hafi ekki verið fullyrt að Trump hafi vitað af fundinum heldur aðeins að Cohen hefði sagt saksóknurum að hann hafi vitað til þess. Davis hafi ekki verið eini heimildarmaðurinn sem fréttin byggði á. Málið hefur verið Trump efniviður í áframhaldandi árásir á CNN og fjölmiðla í heild sem hann hefur ítrekað kallað „þjóðníðinga“. Kallaði Trump meðal annars eftir því að Jeff Zucker, forseti CNN, yrði rekinn í einu tísta sinna í dag. „CNN er að rifna í sundur innan frá vegna þess að þeir voru gripnir í meiriháttar lygi og neita að viðurkenna mistök. Hroðvirknislegi [Carl Bernstein], maður sem lifir í fortíðinni og hugsar eins og úrkynjað flón, skáldar upp frétt eftir frétt, er aðhlátursefni um allt land! Falsfréttir,“ tísti Trump í gær.CNN is being torn apart from within based on their being caught in a major lie and refusing to admit the mistake. Sloppy @carlbernstein, a man who lives in the past and thinks like a degenerate fool, making up story after story, is being laughed at all over the country! Fake News— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Bernstein var einn þeirra sem voru skrifaðir fyrir frétt CNN. Hann er þekktastur fyrir að hafa fjallað um Watergate-hneykslið fyrir Washington Post á 8. áratug síðustu aldar. Hneykslið leiddi til þess að Nixon sagði af sér. Blaðamaðurinn tók gagnrýni forsetans ekki þegjandi og sagðist hafa helgað sig því að varpa ljósi á sannleikann í tíð ríkisstjórna beggja flokka. „Engar háðsglósur munu draga úr skuldbindingu minni við það markmið sem er grundvallarhlutverk frjálsra fjölmiðla. CNN stendur við frétt sína og ég stend við fréttaskrif mín,“ tísti Bernstein á móti..@realdonaIdtrump- I have spent my life as a journalist bringing the truth to light, through administrations of both parties. No taunt will diminish my commitment to that mission, which is the essential role of a free press. @CNN stands by its story, and I stand by my reporting.— Carl Bernstein (@carlbernstein) August 30, 2018 Forsetinn hélt áfram að láta móðan mása gegn fjölmiðlum í morgun og virtist gefa í skyn að NBC-sjónvarpsstöðin hefði átt við viðtal við hann sem var tekið skömmu eftir að hann rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í fyrra án þess þó að nefna neinar sannanir því til stuðnings. Í viðtalinu við fréttamanninn Lester Holt viðurkenndi Trump að raunverulega ástæðan fyrir því að hann rak Comey hafi verið Rússarannsókn FBI. Rannsóknin beinist að því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við Rússa fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Trump tísti í morgun um að NBC væri versti fjölmiðillinn á eftir CNN. „Þegar Lester Holt var gripinn við að eiga við upptökuna mína um Rússland þá særðust þeir illa!“ skrifaði forsetinn.What's going on at @CNN is happening, to different degrees, at other networks - with @NBCNews being the worst. The good news is that Andy Lack(y) is about to be fired(?) for incompetence, and much worse. When Lester Holt got caught fudging my tape on Russia, they were hurt badly!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 30, 2018 NBC hefur enn ekki brugðist við ásökunum Bandaríkjaforseta.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hluta af viðtali Holt við Trump í fyrra þar sem forsetinn segist hafa haft Rússarannsóknina í huga þegar hann rak Comey. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir CNN stendur við frétt um fundinn í Trump-turni Gagnrýnendur CNN, og þar á meðal Donald Trump sjálfur, hafa brugðist reiðir við. 29. ágúst 2018 23:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Bræði Donalds Trump Bandaríkjaforseta beinist nú að Carl Bernstein, öðrum blaðamannanna sem helst hefur verið eignaður heiður af því að varpa ljósi á Watergate-hneykslið. Sakar forsetinn hann um „hroðvirkni“ vegna fréttar CNN um umtalaðan fund framboðs hans með Rússum. Forsetinn heldur því einnig fram að NBC hafi átt við þýðingarmikið sjónvarpsviðtal við sig í fyrra. Trump hefur farið mikinn á Twitter síðustu sólahringa vegna fréttar CNN-fréttastöðvarinnar frá því í síðasta mánuði um að hann hafi mögulega vitað af fundi sem sonur hans, tengdasonur og þáverandi kosningastjóri áttu með Rússum í Trump-turninum sumarið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Lanny Davis, lögmaður Michaels Cohen, fyrrverandi persónulegs lögmanns Trump, hafði gefið í skyn að Cohen gæti gefið upplýsingar um að Trump hefði vitað af fundinum fyrirfram, þvert á það sem forsetinn hefur fullyrt. Davis hefur síðan dregið í land. CNN hefur engu að síður sagst standa með upphaflegri frétt sinni. Í henni hafi ekki verið fullyrt að Trump hafi vitað af fundinum heldur aðeins að Cohen hefði sagt saksóknurum að hann hafi vitað til þess. Davis hafi ekki verið eini heimildarmaðurinn sem fréttin byggði á. Málið hefur verið Trump efniviður í áframhaldandi árásir á CNN og fjölmiðla í heild sem hann hefur ítrekað kallað „þjóðníðinga“. Kallaði Trump meðal annars eftir því að Jeff Zucker, forseti CNN, yrði rekinn í einu tísta sinna í dag. „CNN er að rifna í sundur innan frá vegna þess að þeir voru gripnir í meiriháttar lygi og neita að viðurkenna mistök. Hroðvirknislegi [Carl Bernstein], maður sem lifir í fortíðinni og hugsar eins og úrkynjað flón, skáldar upp frétt eftir frétt, er aðhlátursefni um allt land! Falsfréttir,“ tísti Trump í gær.CNN is being torn apart from within based on their being caught in a major lie and refusing to admit the mistake. Sloppy @carlbernstein, a man who lives in the past and thinks like a degenerate fool, making up story after story, is being laughed at all over the country! Fake News— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Bernstein var einn þeirra sem voru skrifaðir fyrir frétt CNN. Hann er þekktastur fyrir að hafa fjallað um Watergate-hneykslið fyrir Washington Post á 8. áratug síðustu aldar. Hneykslið leiddi til þess að Nixon sagði af sér. Blaðamaðurinn tók gagnrýni forsetans ekki þegjandi og sagðist hafa helgað sig því að varpa ljósi á sannleikann í tíð ríkisstjórna beggja flokka. „Engar háðsglósur munu draga úr skuldbindingu minni við það markmið sem er grundvallarhlutverk frjálsra fjölmiðla. CNN stendur við frétt sína og ég stend við fréttaskrif mín,“ tísti Bernstein á móti..@realdonaIdtrump- I have spent my life as a journalist bringing the truth to light, through administrations of both parties. No taunt will diminish my commitment to that mission, which is the essential role of a free press. @CNN stands by its story, and I stand by my reporting.— Carl Bernstein (@carlbernstein) August 30, 2018 Forsetinn hélt áfram að láta móðan mása gegn fjölmiðlum í morgun og virtist gefa í skyn að NBC-sjónvarpsstöðin hefði átt við viðtal við hann sem var tekið skömmu eftir að hann rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í fyrra án þess þó að nefna neinar sannanir því til stuðnings. Í viðtalinu við fréttamanninn Lester Holt viðurkenndi Trump að raunverulega ástæðan fyrir því að hann rak Comey hafi verið Rússarannsókn FBI. Rannsóknin beinist að því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við Rússa fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Trump tísti í morgun um að NBC væri versti fjölmiðillinn á eftir CNN. „Þegar Lester Holt var gripinn við að eiga við upptökuna mína um Rússland þá særðust þeir illa!“ skrifaði forsetinn.What's going on at @CNN is happening, to different degrees, at other networks - with @NBCNews being the worst. The good news is that Andy Lack(y) is about to be fired(?) for incompetence, and much worse. When Lester Holt got caught fudging my tape on Russia, they were hurt badly!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 30, 2018 NBC hefur enn ekki brugðist við ásökunum Bandaríkjaforseta.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hluta af viðtali Holt við Trump í fyrra þar sem forsetinn segist hafa haft Rússarannsóknina í huga þegar hann rak Comey.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir CNN stendur við frétt um fundinn í Trump-turni Gagnrýnendur CNN, og þar á meðal Donald Trump sjálfur, hafa brugðist reiðir við. 29. ágúst 2018 23:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
CNN stendur við frétt um fundinn í Trump-turni Gagnrýnendur CNN, og þar á meðal Donald Trump sjálfur, hafa brugðist reiðir við. 29. ágúst 2018 23:30