Trump stöðvar launahækkanir opinberra starfsmanna Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2018 21:59 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að stöðva launahækkanir opinberra starfsmanna sem áttu að taka gildi í janúar. Hann sagði það gert til að draga úr fjárlagahalla. Flestir opinberir starfsmenn áttu von á 2,1 prósent launahækkun í janúar. Aðgerðir Trump eiga að spara ríkinu 25 milljarða dala. Trump sagði að ríkið yrði að vera rekið á sjálfbærum grundvelli og það hefði ekki efni á slíkum hækkunum. Í fyrra skrifaði forsetinn undir skattabreytingar sem áætlað er að muni kosta ríkið 1,5 billjón dala (1.500.000.000.000)á næstu tíu árum. Fyrirtæki og ríkustu aðilar Bandaríkjanna hagnast mest á breytingunum. Þá eru aðgerðir hans einnig ekki í samræmi við stöðugar yfirlýsingar hans um að efnahagur Bandaríkjanna hafi aldrei verið í betra ástandi en nú. Þá sagði Trump að opinberir starfsmenn kostuðu mikið og kallaði eftir því að laun þeirra yrðu tengd frammistöðu í starfi.Demókrataflokkurinn gagnrýndi aðgerðir Trump með því að vísa í skattabreytingar hans. „Trump hefur enn einu sinni slegið hinn bandaríska verkamann utanundir,“ sagði Tom Perez, formaður landsnefndar Demókrataflokksins. Þingmaðurinn Gerry Connolly sagði Trump sjálfan hafa leitt til mikil fjárlagahalla og nú ætlaði hann að laga hann á kostnað opinberra starfsmanna. Í stað upprunalegu hækkunarinnar íhuga þingmenn nú að veita opinberum starfsmönnum 1,9 prósent launahækkun. Verkalýðsfélög opinberra starfsmanna hafa kallað eftir þeim aðgerðum og segja launaþróun þeirra ekki hafa haldið í við verðbólgu á undanförnum áratug. Þeir séu í raun að meðaltali að fá um fimm prósent lægri laun en árið 2011. Áætlað er að hallir ríkisrekstursins verði rúm billjón dala á næsta ári og næstu þrjú ár þar á eftir. Það hefur aðeins einu sinni gerst áður og var það í kjölfar hrunsins 2008. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump stefnir á skattabreytingar „Ég er tilbúinn til að vinna með þinginu til að koma þessu í verk og ég vil ekki að þingið valdi mér vonbrigðum.“ 30. ágúst 2017 22:41 Íhaldsmenn ekki sáttir við eyðslu Repúblikanaflokksins 13. febrúar 2018 13:18 Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að stöðva launahækkanir opinberra starfsmanna sem áttu að taka gildi í janúar. Hann sagði það gert til að draga úr fjárlagahalla. Flestir opinberir starfsmenn áttu von á 2,1 prósent launahækkun í janúar. Aðgerðir Trump eiga að spara ríkinu 25 milljarða dala. Trump sagði að ríkið yrði að vera rekið á sjálfbærum grundvelli og það hefði ekki efni á slíkum hækkunum. Í fyrra skrifaði forsetinn undir skattabreytingar sem áætlað er að muni kosta ríkið 1,5 billjón dala (1.500.000.000.000)á næstu tíu árum. Fyrirtæki og ríkustu aðilar Bandaríkjanna hagnast mest á breytingunum. Þá eru aðgerðir hans einnig ekki í samræmi við stöðugar yfirlýsingar hans um að efnahagur Bandaríkjanna hafi aldrei verið í betra ástandi en nú. Þá sagði Trump að opinberir starfsmenn kostuðu mikið og kallaði eftir því að laun þeirra yrðu tengd frammistöðu í starfi.Demókrataflokkurinn gagnrýndi aðgerðir Trump með því að vísa í skattabreytingar hans. „Trump hefur enn einu sinni slegið hinn bandaríska verkamann utanundir,“ sagði Tom Perez, formaður landsnefndar Demókrataflokksins. Þingmaðurinn Gerry Connolly sagði Trump sjálfan hafa leitt til mikil fjárlagahalla og nú ætlaði hann að laga hann á kostnað opinberra starfsmanna. Í stað upprunalegu hækkunarinnar íhuga þingmenn nú að veita opinberum starfsmönnum 1,9 prósent launahækkun. Verkalýðsfélög opinberra starfsmanna hafa kallað eftir þeim aðgerðum og segja launaþróun þeirra ekki hafa haldið í við verðbólgu á undanförnum áratug. Þeir séu í raun að meðaltali að fá um fimm prósent lægri laun en árið 2011. Áætlað er að hallir ríkisrekstursins verði rúm billjón dala á næsta ári og næstu þrjú ár þar á eftir. Það hefur aðeins einu sinni gerst áður og var það í kjölfar hrunsins 2008.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump stefnir á skattabreytingar „Ég er tilbúinn til að vinna með þinginu til að koma þessu í verk og ég vil ekki að þingið valdi mér vonbrigðum.“ 30. ágúst 2017 22:41 Íhaldsmenn ekki sáttir við eyðslu Repúblikanaflokksins 13. febrúar 2018 13:18 Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Trump stefnir á skattabreytingar „Ég er tilbúinn til að vinna með þinginu til að koma þessu í verk og ég vil ekki að þingið valdi mér vonbrigðum.“ 30. ágúst 2017 22:41
Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43