Maður í haldi vegna húsbrota á Vesturlandi og allar tengingar kannaðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 11:07 Frá Grundarfirði. vísir/vilhelm Einn er í haldi lögreglu vegna húsbrota á Hellissandi og í Grundarfirði í gær. Þetta staðfestir lögregla á Vesturlandi í samtali við Vísi. Þá rannsakar lögregla á Norðurlandi eystra þrjú ný húsbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. Um er að ræða tvö húsbrot, eitt á Hellissandi og annað í Grundarfirði, að sögn Jónasar Ottóssonar, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Vesturlandi. Einn var handtekinn í gær vegna gruns um aðild að báðum brotunum. Maðurinn var ekki handtekinn á vettvangi brotanna heldur á öðrum stað skömmu síðar. Ekki fengust upplýsingar um hverju var stolið og þá var ekki hægt að greina frá því hvort maðurinn væri erlendur. Fleiri húsbrot eru ekki til rannsóknar í umdæminu.Greint hefur verið frá húsbrotum og grunsamlegum mannaferðum í öðrum landshlutum síðustu vikur og rannsakar lögregla á Vesturlandi nú hvort málin tengist. „Við erum með málin í rannsókn og mann í haldi. Við erum að kanna allar tengingar,“ segir Jónas.Brotist inn á Raufarhöfn og Kópaskeri Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að lögregla í umdæminu rannsaki nú þrjú ný innbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. Enginn er í haldi lögreglu vegna málanna og þá segir Jóhannes að ekki sé endilega um sömu aðila að ræða.Frá Raufarhöfn.Vísir/PjeturGert er ráð fyrir að brotist hafi verið inn í húsin 28. eða 29. ágúst síðastliðinn en íbúar átta sig oft ekki á því fyrr en einhverju síðar að þjófar hafi látið greipar sópa. „Það er yfirleitt gengið mjög snyrtilega um og þannig að maður verði ekki var við það að gengið hafi verið inn í húsin. Þá er ekki verið að taka neitt nema skartgripi og reiðufé.“ Að sögn Jóhannesar hafa ellefu sambærileg tilvik verið skráð hjá lögreglu á Norðurlandi eystra síðustu vikur og hefur fjöldinn aukist í ágúst. Tilkynningarnar teygja sig um allt umdæmið og hafa mál m.a. komið upp á Dalvík, Húsavík og í Mývatnssveit. Ekki er tilkynnt um þjófnað í öllum tilvikum.Rignir inn tilkynningum vegna grunsamlegs manns Í vikunni var greint frá því að næsta víst þyki að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur til að mynda gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. Bjarni Bjarnason, rannsóknarlögreglumaður á Austurlandi, segir í samtali við Vísi að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn málsins. Tilkynningum um menn, sem passi við lýsingar á grunsamlegum mönnum í tengslum við málið, hafi þó rignt inn til lögreglu. Enginn sé þó í haldi og þá hefur ekki verið tilkynnt um ný mál til lögreglu á Austurlandi síðustu daga. Grundarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56 Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44 Skipulagðir glæpahópar frá Evrópu herja á ólæst hús á landsbyggðinni Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. 29. ágúst 2018 11:38 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Einn er í haldi lögreglu vegna húsbrota á Hellissandi og í Grundarfirði í gær. Þetta staðfestir lögregla á Vesturlandi í samtali við Vísi. Þá rannsakar lögregla á Norðurlandi eystra þrjú ný húsbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. Um er að ræða tvö húsbrot, eitt á Hellissandi og annað í Grundarfirði, að sögn Jónasar Ottóssonar, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Vesturlandi. Einn var handtekinn í gær vegna gruns um aðild að báðum brotunum. Maðurinn var ekki handtekinn á vettvangi brotanna heldur á öðrum stað skömmu síðar. Ekki fengust upplýsingar um hverju var stolið og þá var ekki hægt að greina frá því hvort maðurinn væri erlendur. Fleiri húsbrot eru ekki til rannsóknar í umdæminu.Greint hefur verið frá húsbrotum og grunsamlegum mannaferðum í öðrum landshlutum síðustu vikur og rannsakar lögregla á Vesturlandi nú hvort málin tengist. „Við erum með málin í rannsókn og mann í haldi. Við erum að kanna allar tengingar,“ segir Jónas.Brotist inn á Raufarhöfn og Kópaskeri Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að lögregla í umdæminu rannsaki nú þrjú ný innbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. Enginn er í haldi lögreglu vegna málanna og þá segir Jóhannes að ekki sé endilega um sömu aðila að ræða.Frá Raufarhöfn.Vísir/PjeturGert er ráð fyrir að brotist hafi verið inn í húsin 28. eða 29. ágúst síðastliðinn en íbúar átta sig oft ekki á því fyrr en einhverju síðar að þjófar hafi látið greipar sópa. „Það er yfirleitt gengið mjög snyrtilega um og þannig að maður verði ekki var við það að gengið hafi verið inn í húsin. Þá er ekki verið að taka neitt nema skartgripi og reiðufé.“ Að sögn Jóhannesar hafa ellefu sambærileg tilvik verið skráð hjá lögreglu á Norðurlandi eystra síðustu vikur og hefur fjöldinn aukist í ágúst. Tilkynningarnar teygja sig um allt umdæmið og hafa mál m.a. komið upp á Dalvík, Húsavík og í Mývatnssveit. Ekki er tilkynnt um þjófnað í öllum tilvikum.Rignir inn tilkynningum vegna grunsamlegs manns Í vikunni var greint frá því að næsta víst þyki að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur til að mynda gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. Bjarni Bjarnason, rannsóknarlögreglumaður á Austurlandi, segir í samtali við Vísi að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn málsins. Tilkynningum um menn, sem passi við lýsingar á grunsamlegum mönnum í tengslum við málið, hafi þó rignt inn til lögreglu. Enginn sé þó í haldi og þá hefur ekki verið tilkynnt um ný mál til lögreglu á Austurlandi síðustu daga.
Grundarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56 Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44 Skipulagðir glæpahópar frá Evrópu herja á ólæst hús á landsbyggðinni Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. 29. ágúst 2018 11:38 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56
Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44
Skipulagðir glæpahópar frá Evrópu herja á ólæst hús á landsbyggðinni Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. 29. ágúst 2018 11:38