Viðskipti innlent

Vöruhalli jókst á síðasta ári

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Samdráttur varð í vöruútflutningi á síðasta ári.
Samdráttur varð í vöruútflutningi á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Vöruskiptin á síðasta ári voru neikvæð um 176,5 milljarða króna en árið áður voru þau neikvæð um 108,2 milljarða. Hagstofan hefur birt endanlegar tölur fyrir árið 2017.

Þar kemur fram að vörur voru fluttar út fyrir 519,6 milljarða miðað við 537,4 milljarða árið áður. Vöruinnflutningur nam 696,1 milljarði sem var tæpum átta prósentum meira en árið áður þegar vörur voru fluttar inn fyrir 645,6 milljarða.

Iðnaðarvörur voru tæp 54 prósent útflutningsverðmætis en ál og álafurðir voru stærstur hluti þess. Hlutdeild sjávarafurða af útflutningsverðmæti nam 38 prósentum.

Stærstu hlutdeild í innflutningsverðmæti áttu hrá- og rekstrarvörur, eða tæp 27 prósent, fjárfestingarvörur námu rúmu 21 prósenti og flutningstæki tæpum 19 prósentum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×