Hop Gígjökuls fangað í myndskeiði Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 13:30 Gígjökull eins og hann leit út þegar Benedikt fór hjá í sumar. Gosið í Eyjafjallajökli tók sinn toll af skriðjöklinum og breytti ásýnd hans og umhverfi verulega. Benedikt Hálfdanarson Gígjökull er einn þeirra skriðjökla sem hafa hopað hratt af völdum hnattrænnar hlýnunar undanfarin ár og áratugi. Myndskeið sem Benedikt Hálfdanarson hefur sett saman úr myndum frá ferðum sínum inn í Þórsmörk síðustu þrjátíu árin sýna glöggt hversu mjög jökullinn hefur látið á sjá. Benedikt var á ferð inn í Þórsmörk á dögunum og varð honum og ferðafélögum hans hugsað til þess hversu miklar breytingar hafi orðið á Gígjökli, skriðjökli Eyjafjallajökuls, frá árinu 2015. Þá voru þau og skoðuðu íshelli í jöklinum sem var mun stærri. Í kjölfarið rótaði Benedikt í myndabanka sínum úr fyrri ferðum en hann hefur farið í Þórsmörk á hverju ári frá unglingsárum. Fann hann þar fjórar myndir sem hann hafði tekið á 32 ára tímabili. Fyrsta myndin í myndskeiðinu var tekin árið 1986 en hinar árin 2007, 2015 og nú í ár. „Þegar maður setur þetta svona fram í fjórum einföldum myndum og ekki á nema þrjátíu ára tímabili þá sér maður bara svart á hvítu hvað þetta hefur verið rosalega mikil breyting,“ segir hann. Gosið í Eyjafjallajökli gekk mjög á Gígjökul en þá fóru hlaup þar niður sem bræddu ís, brutu af sporðinum og fylltu lón sem hafði verið fyrir framan hann af seti. Gosið skýrir að hluta breytingarnar sem sjást á myndinni frá 2007 til 2015. „Breyting 2015 til 2018 hún er náttúrulega ekki af neinum svoleiðis völdum og auðvitað er líka gríðarlega mikil breyting frá því sem jökullin var frá 1986 fram til 2007,“ segir Benedikt. Samkvæmt tölum Jöklarannsóknafélags Íslands hörfaði Gígjökull um 750 metra frá 1930 til 1971. Þá varð viðsnúningur og gekk jökullinn fram um 400 metra til ársins 1996. Síðan þá hefur hann hins vegar hörfað á hverju ári.Lónið sem var fyrir framan sporð Gígjökuls sést glöggt á mynd Benedikts frá 2007. Lónið fylltist af seti í eldgosinu árið 2010.Benedikt HálfdanarsonGamlar myndir geta nýst við rannsóknir á jöklabreytingum Hrafnhildur Hannesdóttir, jarðfræðingur, hefur rannsakað hop jökla, ekki síst í sunnanverðum Vatnajökli, undanfarin ár. Hún segir að sögulegar ljósmyndir af jöklum geti hjálpað vísindamönnum að rannsaka hop þeirra. Dæmi séu um að gamlar ljósmyndir hafi verið notaðar til þess að meta breytingar á því hversu mikið jöklar hafa þynnst, styst og hopað. Séu þær notaðar með öðrum gögnum sé hægt að meta hversu mikill ís hefur tapast. Staðbundið er hversu mikið einstakir jöklar hafa hopað. Það ræðst meðal annars af því hvernig þeir snúa við úrkomuáttum, hversu mikla úrkomu þeir fá á sig og hversu hátt þeir standa yfir sjávarmáli. Íslenskir jöklar hafa tapað allt frá 15 til 50 prósent af flatarmáli sínu síðustu öldina. Í vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi kemur fram að íslenskir jöklar hafi skroppið saman um 2.000 ferkílómetra frá lokum 19. aldar. „Það eru náttúrulega sérstaklega miklar og hraðar breytingar á síðustu áratugum,“ segir Hrafnhildur.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndskeið Benedikts af breytingum á Gígjökli frá 1986 til 2018. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Golfkíkjar notaðir til að mæla sporða yfir jökullón Kaldalónsjökull, sem gengur úr Drangajökli, hopar mest af þeim jöklum sem Jöklarannsóknafélagið mældi í haust. Hann hopaði um 184 metra frá síðasta hausti. 7. mars 2018 12:45 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Gígjökull er einn þeirra skriðjökla sem hafa hopað hratt af völdum hnattrænnar hlýnunar undanfarin ár og áratugi. Myndskeið sem Benedikt Hálfdanarson hefur sett saman úr myndum frá ferðum sínum inn í Þórsmörk síðustu þrjátíu árin sýna glöggt hversu mjög jökullinn hefur látið á sjá. Benedikt var á ferð inn í Þórsmörk á dögunum og varð honum og ferðafélögum hans hugsað til þess hversu miklar breytingar hafi orðið á Gígjökli, skriðjökli Eyjafjallajökuls, frá árinu 2015. Þá voru þau og skoðuðu íshelli í jöklinum sem var mun stærri. Í kjölfarið rótaði Benedikt í myndabanka sínum úr fyrri ferðum en hann hefur farið í Þórsmörk á hverju ári frá unglingsárum. Fann hann þar fjórar myndir sem hann hafði tekið á 32 ára tímabili. Fyrsta myndin í myndskeiðinu var tekin árið 1986 en hinar árin 2007, 2015 og nú í ár. „Þegar maður setur þetta svona fram í fjórum einföldum myndum og ekki á nema þrjátíu ára tímabili þá sér maður bara svart á hvítu hvað þetta hefur verið rosalega mikil breyting,“ segir hann. Gosið í Eyjafjallajökli gekk mjög á Gígjökul en þá fóru hlaup þar niður sem bræddu ís, brutu af sporðinum og fylltu lón sem hafði verið fyrir framan hann af seti. Gosið skýrir að hluta breytingarnar sem sjást á myndinni frá 2007 til 2015. „Breyting 2015 til 2018 hún er náttúrulega ekki af neinum svoleiðis völdum og auðvitað er líka gríðarlega mikil breyting frá því sem jökullin var frá 1986 fram til 2007,“ segir Benedikt. Samkvæmt tölum Jöklarannsóknafélags Íslands hörfaði Gígjökull um 750 metra frá 1930 til 1971. Þá varð viðsnúningur og gekk jökullinn fram um 400 metra til ársins 1996. Síðan þá hefur hann hins vegar hörfað á hverju ári.Lónið sem var fyrir framan sporð Gígjökuls sést glöggt á mynd Benedikts frá 2007. Lónið fylltist af seti í eldgosinu árið 2010.Benedikt HálfdanarsonGamlar myndir geta nýst við rannsóknir á jöklabreytingum Hrafnhildur Hannesdóttir, jarðfræðingur, hefur rannsakað hop jökla, ekki síst í sunnanverðum Vatnajökli, undanfarin ár. Hún segir að sögulegar ljósmyndir af jöklum geti hjálpað vísindamönnum að rannsaka hop þeirra. Dæmi séu um að gamlar ljósmyndir hafi verið notaðar til þess að meta breytingar á því hversu mikið jöklar hafa þynnst, styst og hopað. Séu þær notaðar með öðrum gögnum sé hægt að meta hversu mikill ís hefur tapast. Staðbundið er hversu mikið einstakir jöklar hafa hopað. Það ræðst meðal annars af því hvernig þeir snúa við úrkomuáttum, hversu mikla úrkomu þeir fá á sig og hversu hátt þeir standa yfir sjávarmáli. Íslenskir jöklar hafa tapað allt frá 15 til 50 prósent af flatarmáli sínu síðustu öldina. Í vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi kemur fram að íslenskir jöklar hafi skroppið saman um 2.000 ferkílómetra frá lokum 19. aldar. „Það eru náttúrulega sérstaklega miklar og hraðar breytingar á síðustu áratugum,“ segir Hrafnhildur.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndskeið Benedikts af breytingum á Gígjökli frá 1986 til 2018.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Golfkíkjar notaðir til að mæla sporða yfir jökullón Kaldalónsjökull, sem gengur úr Drangajökli, hopar mest af þeim jöklum sem Jöklarannsóknafélagið mældi í haust. Hann hopaði um 184 metra frá síðasta hausti. 7. mars 2018 12:45 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Golfkíkjar notaðir til að mæla sporða yfir jökullón Kaldalónsjökull, sem gengur úr Drangajökli, hopar mest af þeim jöklum sem Jöklarannsóknafélagið mældi í haust. Hann hopaði um 184 metra frá síðasta hausti. 7. mars 2018 12:45
Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15
Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00