Bæði gömul og ný stór sakamál leidd til lykta með dómi á komandi misserum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. ágúst 2018 05:00 Í Hæstarétti verða tvö þekkt og afar umdeild manndrápsmál til umfjöllunar í vetur. Annars vegar Guðmundar- og Geirfinnsmál og hins vegar hið svokallaða "shaken baby“ mál Sigurðar Guðmundssonar. vísir/stefán Allmörg sakamál sem vakið hafa mikla athygli bíða úrlausnar dómstólanna í vetur. Aðalmeðferð verður í næstu viku í Héraðsdómi Suðurlands í máli Vals Lýðssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana á bænum Gýgjarhóli 2 í Árnessýslu. Nokkur manndrápsmál bíða einnig meðferðar í Landsrétti. Mál Thomasar Møller Olsen verður tekið fyrir síðar í haust og meðal þess sem ætla má að tekist verði á um eru akstursleiðir þær sem Thomas ók morguninn örlagaríka en í matsgerð sem dómkvaddur haffræðingur skilaði nýlega segir að líkami Birnu Brjánsdóttur hafi verið settur í sjó mun lengra frá þeim stað sem lögregla hafði áður talið. Tvö önnur manndrápsmál bíða úrlausnar Landsréttar. Annars vegar mál Dags Hoe Sigurjónssonar sem fékk 17 ára dóm í vor fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli í desember í fyrra. Hins vegar mál Khaled Cairo sem fékk 16 ár fyrir morðið á Sanitu Brauna á Hagamel í september. Fyrir héraðsdómi hafði verjandi hans krafist sýknu í málinu á þeim grundvelli að Cairo væri ósakhæfur. Í Hæstarétti verða tvö þekkt og afar umdeild manndrápsmál til umfjöllunar í vetur. Annars vegar Guðmundar- og Geirfinnsmál sem verða endurupptekin eftir áratuga baráttu dómþola og aðstandenda þeirra. Hins vegar hið svokallaða „shaken baby“ mál Sigurðar Guðmundssonar en búast má við að það verði sett á dagskrá Hæstaréttar á haustmisseri. Af öðrum málum sem vakið hafa mikla athygli má nefna mál Sindra Þórs Stefánssonar sem skaut upp á stjörnuhimininn eftir strok af Sogni sem dró vandræðalegan dilk á eftir sér fyrir lögregluyfirvöld. Ekki liggur enn fyrir hvenær mál Sindra verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness en ákæra hefur verið gefin út á hendur honum fyrir þjófnað á 600 tölvum sem enn hafa þó hvergi fundist. Einnig má nefna mál Sveins Gests Tryggvasonar sem bíður meðferðar í Landsrétti. Sveinn Gestur fékk sex ára dóm fyrir alvarlega líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Aspar í Mosfellsdal í fyrra. Málið vakti mikla athygli í fyrra vegna æsingsóráðsheilkennis sem talið er hafa átt þátt í dauða Arnars. Sveinn Gestur sat í gæsluvarðhaldi í heilt ár vegna málsins. Afplánun hans öðrum refsidómi dómi lýkur 12. september næstkomandi og verður hann þá frjáls ferða sinna, nema hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald að nýju þar til dómur fellur í Landsrétti. Landsréttar bíða einnig nokkur stór kynferðisbrotamál sem dæmt var í í héraði fyrr á árinu. Má þar nefna mál Þorsteins Halldórssonar sem fékk sjö ára fangelsi í héraði fyrir alvarleg og ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum pilti. Þá hefur sýknudómi í máli stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem ákærður var fyrir gróf kynferðisbrot einnig verið áfrýjað til Landsréttar. Uppfært og leiðrétt 24. ágúst en í fyrri útgáfu sagði að Sveinn Gestur Tryggvason gengi laus. Það er ekki rétt. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Allmörg sakamál sem vakið hafa mikla athygli bíða úrlausnar dómstólanna í vetur. Aðalmeðferð verður í næstu viku í Héraðsdómi Suðurlands í máli Vals Lýðssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana á bænum Gýgjarhóli 2 í Árnessýslu. Nokkur manndrápsmál bíða einnig meðferðar í Landsrétti. Mál Thomasar Møller Olsen verður tekið fyrir síðar í haust og meðal þess sem ætla má að tekist verði á um eru akstursleiðir þær sem Thomas ók morguninn örlagaríka en í matsgerð sem dómkvaddur haffræðingur skilaði nýlega segir að líkami Birnu Brjánsdóttur hafi verið settur í sjó mun lengra frá þeim stað sem lögregla hafði áður talið. Tvö önnur manndrápsmál bíða úrlausnar Landsréttar. Annars vegar mál Dags Hoe Sigurjónssonar sem fékk 17 ára dóm í vor fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli í desember í fyrra. Hins vegar mál Khaled Cairo sem fékk 16 ár fyrir morðið á Sanitu Brauna á Hagamel í september. Fyrir héraðsdómi hafði verjandi hans krafist sýknu í málinu á þeim grundvelli að Cairo væri ósakhæfur. Í Hæstarétti verða tvö þekkt og afar umdeild manndrápsmál til umfjöllunar í vetur. Annars vegar Guðmundar- og Geirfinnsmál sem verða endurupptekin eftir áratuga baráttu dómþola og aðstandenda þeirra. Hins vegar hið svokallaða „shaken baby“ mál Sigurðar Guðmundssonar en búast má við að það verði sett á dagskrá Hæstaréttar á haustmisseri. Af öðrum málum sem vakið hafa mikla athygli má nefna mál Sindra Þórs Stefánssonar sem skaut upp á stjörnuhimininn eftir strok af Sogni sem dró vandræðalegan dilk á eftir sér fyrir lögregluyfirvöld. Ekki liggur enn fyrir hvenær mál Sindra verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness en ákæra hefur verið gefin út á hendur honum fyrir þjófnað á 600 tölvum sem enn hafa þó hvergi fundist. Einnig má nefna mál Sveins Gests Tryggvasonar sem bíður meðferðar í Landsrétti. Sveinn Gestur fékk sex ára dóm fyrir alvarlega líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Aspar í Mosfellsdal í fyrra. Málið vakti mikla athygli í fyrra vegna æsingsóráðsheilkennis sem talið er hafa átt þátt í dauða Arnars. Sveinn Gestur sat í gæsluvarðhaldi í heilt ár vegna málsins. Afplánun hans öðrum refsidómi dómi lýkur 12. september næstkomandi og verður hann þá frjáls ferða sinna, nema hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald að nýju þar til dómur fellur í Landsrétti. Landsréttar bíða einnig nokkur stór kynferðisbrotamál sem dæmt var í í héraði fyrr á árinu. Má þar nefna mál Þorsteins Halldórssonar sem fékk sjö ára fangelsi í héraði fyrir alvarleg og ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum pilti. Þá hefur sýknudómi í máli stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem ákærður var fyrir gróf kynferðisbrot einnig verið áfrýjað til Landsréttar. Uppfært og leiðrétt 24. ágúst en í fyrri útgáfu sagði að Sveinn Gestur Tryggvason gengi laus. Það er ekki rétt.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira