Bæði gömul og ný stór sakamál leidd til lykta með dómi á komandi misserum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. ágúst 2018 05:00 Í Hæstarétti verða tvö þekkt og afar umdeild manndrápsmál til umfjöllunar í vetur. Annars vegar Guðmundar- og Geirfinnsmál og hins vegar hið svokallaða "shaken baby“ mál Sigurðar Guðmundssonar. vísir/stefán Allmörg sakamál sem vakið hafa mikla athygli bíða úrlausnar dómstólanna í vetur. Aðalmeðferð verður í næstu viku í Héraðsdómi Suðurlands í máli Vals Lýðssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana á bænum Gýgjarhóli 2 í Árnessýslu. Nokkur manndrápsmál bíða einnig meðferðar í Landsrétti. Mál Thomasar Møller Olsen verður tekið fyrir síðar í haust og meðal þess sem ætla má að tekist verði á um eru akstursleiðir þær sem Thomas ók morguninn örlagaríka en í matsgerð sem dómkvaddur haffræðingur skilaði nýlega segir að líkami Birnu Brjánsdóttur hafi verið settur í sjó mun lengra frá þeim stað sem lögregla hafði áður talið. Tvö önnur manndrápsmál bíða úrlausnar Landsréttar. Annars vegar mál Dags Hoe Sigurjónssonar sem fékk 17 ára dóm í vor fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli í desember í fyrra. Hins vegar mál Khaled Cairo sem fékk 16 ár fyrir morðið á Sanitu Brauna á Hagamel í september. Fyrir héraðsdómi hafði verjandi hans krafist sýknu í málinu á þeim grundvelli að Cairo væri ósakhæfur. Í Hæstarétti verða tvö þekkt og afar umdeild manndrápsmál til umfjöllunar í vetur. Annars vegar Guðmundar- og Geirfinnsmál sem verða endurupptekin eftir áratuga baráttu dómþola og aðstandenda þeirra. Hins vegar hið svokallaða „shaken baby“ mál Sigurðar Guðmundssonar en búast má við að það verði sett á dagskrá Hæstaréttar á haustmisseri. Af öðrum málum sem vakið hafa mikla athygli má nefna mál Sindra Þórs Stefánssonar sem skaut upp á stjörnuhimininn eftir strok af Sogni sem dró vandræðalegan dilk á eftir sér fyrir lögregluyfirvöld. Ekki liggur enn fyrir hvenær mál Sindra verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness en ákæra hefur verið gefin út á hendur honum fyrir þjófnað á 600 tölvum sem enn hafa þó hvergi fundist. Einnig má nefna mál Sveins Gests Tryggvasonar sem bíður meðferðar í Landsrétti. Sveinn Gestur fékk sex ára dóm fyrir alvarlega líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Aspar í Mosfellsdal í fyrra. Málið vakti mikla athygli í fyrra vegna æsingsóráðsheilkennis sem talið er hafa átt þátt í dauða Arnars. Sveinn Gestur sat í gæsluvarðhaldi í heilt ár vegna málsins. Afplánun hans öðrum refsidómi dómi lýkur 12. september næstkomandi og verður hann þá frjáls ferða sinna, nema hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald að nýju þar til dómur fellur í Landsrétti. Landsréttar bíða einnig nokkur stór kynferðisbrotamál sem dæmt var í í héraði fyrr á árinu. Má þar nefna mál Þorsteins Halldórssonar sem fékk sjö ára fangelsi í héraði fyrir alvarleg og ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum pilti. Þá hefur sýknudómi í máli stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem ákærður var fyrir gróf kynferðisbrot einnig verið áfrýjað til Landsréttar. Uppfært og leiðrétt 24. ágúst en í fyrri útgáfu sagði að Sveinn Gestur Tryggvason gengi laus. Það er ekki rétt. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Allmörg sakamál sem vakið hafa mikla athygli bíða úrlausnar dómstólanna í vetur. Aðalmeðferð verður í næstu viku í Héraðsdómi Suðurlands í máli Vals Lýðssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana á bænum Gýgjarhóli 2 í Árnessýslu. Nokkur manndrápsmál bíða einnig meðferðar í Landsrétti. Mál Thomasar Møller Olsen verður tekið fyrir síðar í haust og meðal þess sem ætla má að tekist verði á um eru akstursleiðir þær sem Thomas ók morguninn örlagaríka en í matsgerð sem dómkvaddur haffræðingur skilaði nýlega segir að líkami Birnu Brjánsdóttur hafi verið settur í sjó mun lengra frá þeim stað sem lögregla hafði áður talið. Tvö önnur manndrápsmál bíða úrlausnar Landsréttar. Annars vegar mál Dags Hoe Sigurjónssonar sem fékk 17 ára dóm í vor fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli í desember í fyrra. Hins vegar mál Khaled Cairo sem fékk 16 ár fyrir morðið á Sanitu Brauna á Hagamel í september. Fyrir héraðsdómi hafði verjandi hans krafist sýknu í málinu á þeim grundvelli að Cairo væri ósakhæfur. Í Hæstarétti verða tvö þekkt og afar umdeild manndrápsmál til umfjöllunar í vetur. Annars vegar Guðmundar- og Geirfinnsmál sem verða endurupptekin eftir áratuga baráttu dómþola og aðstandenda þeirra. Hins vegar hið svokallaða „shaken baby“ mál Sigurðar Guðmundssonar en búast má við að það verði sett á dagskrá Hæstaréttar á haustmisseri. Af öðrum málum sem vakið hafa mikla athygli má nefna mál Sindra Þórs Stefánssonar sem skaut upp á stjörnuhimininn eftir strok af Sogni sem dró vandræðalegan dilk á eftir sér fyrir lögregluyfirvöld. Ekki liggur enn fyrir hvenær mál Sindra verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness en ákæra hefur verið gefin út á hendur honum fyrir þjófnað á 600 tölvum sem enn hafa þó hvergi fundist. Einnig má nefna mál Sveins Gests Tryggvasonar sem bíður meðferðar í Landsrétti. Sveinn Gestur fékk sex ára dóm fyrir alvarlega líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Aspar í Mosfellsdal í fyrra. Málið vakti mikla athygli í fyrra vegna æsingsóráðsheilkennis sem talið er hafa átt þátt í dauða Arnars. Sveinn Gestur sat í gæsluvarðhaldi í heilt ár vegna málsins. Afplánun hans öðrum refsidómi dómi lýkur 12. september næstkomandi og verður hann þá frjáls ferða sinna, nema hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald að nýju þar til dómur fellur í Landsrétti. Landsréttar bíða einnig nokkur stór kynferðisbrotamál sem dæmt var í í héraði fyrr á árinu. Má þar nefna mál Þorsteins Halldórssonar sem fékk sjö ára fangelsi í héraði fyrir alvarleg og ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum pilti. Þá hefur sýknudómi í máli stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem ákærður var fyrir gróf kynferðisbrot einnig verið áfrýjað til Landsréttar. Uppfært og leiðrétt 24. ágúst en í fyrri útgáfu sagði að Sveinn Gestur Tryggvason gengi laus. Það er ekki rétt.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira