Lífið

Einkaþota Post Malone nauðlenti vegna sprunginna dekkja

Sylvía Hall skrifar
Post Malone er einn vinsælasti rappari heims um þessar mundir.
Post Malone er einn vinsælasti rappari heims um þessar mundir. Vísir/Getty
Betur fór en á horfðist þegar einkaþota rapparans Post Malone nauðlenti á Stewart International flugvellinum í New Windsor rétt fyrir klukkan átta á íslenskum tíma í kvöld. Þotan átti að fljúga með rapparann frá New Jersey til London, en tvö dekk þotunnar sprungu við flugtak. Sextán manns voru um borð.

Flugmaður einkaþotunnar tilkynnti um atvikið eftir flugtak og bað um leyfi til þess að fljúga í hringi eftir að þotan fór í loftið frá Teterboro flugvellinum í New Jersey, en of mikið bensín var á tanki þotunnar til þess að flugstjórinn treysti sér til að lenda. 

Slökkvilið og aðrir viðbragsaðilar voru á flugvellinum þegar þotan lenti og gekk lendingin vonum framar, en samkvæmt TMZ voru níu slökkvliðsbílar og tólf sjúkrabílar á svæðinu. 

Rapparinn kom fram á MTV tónlistarhátíðinni í gærkvöldi ásamt Aerosmith og rapparanum 21 Savage og fluttu þeir lagið „Rockstar“ saman, en það er eitt vinsælasta lag Post Malone. Þá vann rapparinn verðlaun fyrir lagið í flokknum „lag ársins“.

Tilkynning flugstjórans til flugturnsins má heyra í myndbrotinu hér að neðan. 


Tengdar fréttir

Sigurvegarar VMA

MTV VMA tónlistarhátíðin fór fram í gærkvöldi í New York og vann Camila Cabello tvenn stór verðlaun, myndband ársins og listamaður ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×