Hætt að gefa þögult samþykki eftir heimsókn Piu Kjærsgaard Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. ágúst 2018 05:07 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Fréttablaðið/Ernireyjolfsson Píratar hafa óskað eftir lögfræðiáliti frá skrifstofu Alþingis á því hvort það samrýmist stjórnarskrá að heimila öðrum en þingmönnum, ráðherrum og forseta Íslands að ávarpa Alþingi. „Ég kallaði eftir áliti á þessu á sumarfundi forsætisnefndar í síðustu viku,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og fulltrúi þingflokksins í forsætisnefnd. Tilefni beiðni um álitið er ávarp Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, á hátíðarfundi Alþingis í sumar. Athygli Jóns Þórs hafði áður verið vakin á þessari túlkun stjórnarskrárinnar vegna frumvarps sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hugðist leggja fram um ávörp almennra borgara á þingfundum. „Okkar þingflokkur er alveg harður á því að þessu þarf að svara. Það gengur ekki að það ríki óvissa um hvort þingforseti sé að brjóta stjórnarskrá,“ segir Jón Þór og vísar til þeirrar ákvörðunar Steingríms J. Sigfússonar að bjóða Piu Kjærsgaard að ávarpa hátíðarfundinn. Aðspurður segir Jón Þór ekki hafa verið ákveðið hvort frekari eftirmál verði af heimsókn Piu þegar þing kemur saman. „Ég er ekki búinn að hugsa þann vinkil sjálfur en hitt er alveg ákveðið að það verður vinnuregla í okkar þingflokki að það verður ekkert ætlað samþykki framar í málum af hálfu okkar þingmanna.“ Jón Þór segir forseta þingsins hafa þann stíl að miða mikið við ætlað samþykki án þess endilega að fólk átti sig á því að það sé að veita þögult samþykki. „Á sumarfundi forsætisnefndar í síðustu viku spurði ég til dæmis ítrekað hvað væri að gerast og hvort um ákvörðunartöku væri að ræða bara til að vita hvort ég þyrfti mögulega að láta bóka andmæli. Ég get ekki tekið sénsa með þetta eins og gerðist á sumarfundinum í fyrra þar sem viðraðar voru einhverjar hugmyndir um að forseti danska þingsins kæmi kannski hingað til hátíðarfundar og forseti ynni áfram að undirbúningi, að þá sé ég bara búinn að samþykkja að ég fái ekkert meira að vita af málinu fyrr en degi fyrir fundinn,“ segir Jón Þór Ólafsson. Af þessu tilefni hafi hin nýja vinnuregla verið tekin upp hjá þingflokknum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Hátíðarþingfundurinn tilefni til að líta í eigin barm Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að draga lærdóm af hátíðarþingfundinum áður en þjóðin fagnar fullveldisafmælinu 1. desember næstkomandi. 27. júlí 2018 11:11 „Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. 29. júlí 2018 16:44 Pia segir skrif Guðmundar Andra lykta af minnimáttarkennd Spyr hvers vegna Guðmundur Andri sé svo upptekinn af því að skipta sér af því hvað danskir stjórnmálamenn hugsa þegar kemur að þróun í Danmörku? 31. júlí 2018 13:34 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira
Píratar hafa óskað eftir lögfræðiáliti frá skrifstofu Alþingis á því hvort það samrýmist stjórnarskrá að heimila öðrum en þingmönnum, ráðherrum og forseta Íslands að ávarpa Alþingi. „Ég kallaði eftir áliti á þessu á sumarfundi forsætisnefndar í síðustu viku,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og fulltrúi þingflokksins í forsætisnefnd. Tilefni beiðni um álitið er ávarp Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, á hátíðarfundi Alþingis í sumar. Athygli Jóns Þórs hafði áður verið vakin á þessari túlkun stjórnarskrárinnar vegna frumvarps sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hugðist leggja fram um ávörp almennra borgara á þingfundum. „Okkar þingflokkur er alveg harður á því að þessu þarf að svara. Það gengur ekki að það ríki óvissa um hvort þingforseti sé að brjóta stjórnarskrá,“ segir Jón Þór og vísar til þeirrar ákvörðunar Steingríms J. Sigfússonar að bjóða Piu Kjærsgaard að ávarpa hátíðarfundinn. Aðspurður segir Jón Þór ekki hafa verið ákveðið hvort frekari eftirmál verði af heimsókn Piu þegar þing kemur saman. „Ég er ekki búinn að hugsa þann vinkil sjálfur en hitt er alveg ákveðið að það verður vinnuregla í okkar þingflokki að það verður ekkert ætlað samþykki framar í málum af hálfu okkar þingmanna.“ Jón Þór segir forseta þingsins hafa þann stíl að miða mikið við ætlað samþykki án þess endilega að fólk átti sig á því að það sé að veita þögult samþykki. „Á sumarfundi forsætisnefndar í síðustu viku spurði ég til dæmis ítrekað hvað væri að gerast og hvort um ákvörðunartöku væri að ræða bara til að vita hvort ég þyrfti mögulega að láta bóka andmæli. Ég get ekki tekið sénsa með þetta eins og gerðist á sumarfundinum í fyrra þar sem viðraðar voru einhverjar hugmyndir um að forseti danska þingsins kæmi kannski hingað til hátíðarfundar og forseti ynni áfram að undirbúningi, að þá sé ég bara búinn að samþykkja að ég fái ekkert meira að vita af málinu fyrr en degi fyrir fundinn,“ segir Jón Þór Ólafsson. Af þessu tilefni hafi hin nýja vinnuregla verið tekin upp hjá þingflokknum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Hátíðarþingfundurinn tilefni til að líta í eigin barm Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að draga lærdóm af hátíðarþingfundinum áður en þjóðin fagnar fullveldisafmælinu 1. desember næstkomandi. 27. júlí 2018 11:11 „Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. 29. júlí 2018 16:44 Pia segir skrif Guðmundar Andra lykta af minnimáttarkennd Spyr hvers vegna Guðmundur Andri sé svo upptekinn af því að skipta sér af því hvað danskir stjórnmálamenn hugsa þegar kemur að þróun í Danmörku? 31. júlí 2018 13:34 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira
Hátíðarþingfundurinn tilefni til að líta í eigin barm Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að draga lærdóm af hátíðarþingfundinum áður en þjóðin fagnar fullveldisafmælinu 1. desember næstkomandi. 27. júlí 2018 11:11
„Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. 29. júlí 2018 16:44
Pia segir skrif Guðmundar Andra lykta af minnimáttarkennd Spyr hvers vegna Guðmundur Andri sé svo upptekinn af því að skipta sér af því hvað danskir stjórnmálamenn hugsa þegar kemur að þróun í Danmörku? 31. júlí 2018 13:34