Fá að nota vörumerki Icelandic til næstu sjö ára Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. ágúst 2018 05:59 Sara Lind Þrúðardóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Trademark Holding. Fréttablaðið/Sigtryggur Stjórnendur High Liner Foods, stærsta sjávarútvegsfélags í Norður-Ameríku, hafa endurnýjað samning við vörumerkjafélagið Icelandic Trademark Holding um nýtingarrétt á vörumerkinu „Icelandic Seafood“ til næstu sjö ára. Íslenska ríkið, sem fékk fyrr á árinu afhenta alla hluti í vörumerkjafélaginu, mun fá í sinn hlut þóknanagreiðslur upp á tugi milljóna króna á ári á grundvelli samningsins. Sara Lind Þrúðardóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Trademark Holding, segir það vilja beggja félaga að stórefla útflutning á íslenskum sjávarafurðum. „Samningurinn miðar að því að auka sölu á íslenskum sjávarafurðum undir vörumerkinu í Bandaríkjunum og Kanada. High Liner Foods hefur tekið miklum breytingum síðan starfsemi Icelandic í Bandaríkjunum var seld til félagsins árið 2011 og margfaldast að stærð. Í samstarfi okkar felast því góð tækifæri fyrir íslenska framleiðendur til þess að koma vörum sínum á framfæri.“ Sara Lind tekur einnig fram að samkvæmt samningnum verði aðeins seldar vörur af íslenskum uppruna undir vörumerkinu. Samningar tókust í apríl síðastliðnum en norður-ameríska félagið hefur frá árinu 2011 átt nýtingarrétt að vörumerkinu í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Samkvæmt nýja samningnum mun High Liner Foods greiða íslenska ríkinu, sem eiganda Icelandic Trademark Holding, þóknun upp á 1,5 prósent af heildsöluverðmætum þeirra afurða sem seldar verða undir vörumerkinu „Icelandic Seafood“ í Bandaríkjunum og Kanada. Nema þóknanagreiðslurnar að lágmarki tugum milljóna króna á ári, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, en til viðbótar skuldbindurnorðurameríska félagið sig til þess inna af hendi lágmarksgreiðslu til ríkisins, óháð sölu sjávarafurða. Icelandic Trademark Holding, sem var áður í eigu Framtakssjóðs Íslands, var stofnað til þess að halda utan um markaðssetningu vörumerkisins ásamt þjónustu við leyfishafa. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Sjávarútvegur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Stjórnendur High Liner Foods, stærsta sjávarútvegsfélags í Norður-Ameríku, hafa endurnýjað samning við vörumerkjafélagið Icelandic Trademark Holding um nýtingarrétt á vörumerkinu „Icelandic Seafood“ til næstu sjö ára. Íslenska ríkið, sem fékk fyrr á árinu afhenta alla hluti í vörumerkjafélaginu, mun fá í sinn hlut þóknanagreiðslur upp á tugi milljóna króna á ári á grundvelli samningsins. Sara Lind Þrúðardóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Trademark Holding, segir það vilja beggja félaga að stórefla útflutning á íslenskum sjávarafurðum. „Samningurinn miðar að því að auka sölu á íslenskum sjávarafurðum undir vörumerkinu í Bandaríkjunum og Kanada. High Liner Foods hefur tekið miklum breytingum síðan starfsemi Icelandic í Bandaríkjunum var seld til félagsins árið 2011 og margfaldast að stærð. Í samstarfi okkar felast því góð tækifæri fyrir íslenska framleiðendur til þess að koma vörum sínum á framfæri.“ Sara Lind tekur einnig fram að samkvæmt samningnum verði aðeins seldar vörur af íslenskum uppruna undir vörumerkinu. Samningar tókust í apríl síðastliðnum en norður-ameríska félagið hefur frá árinu 2011 átt nýtingarrétt að vörumerkinu í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Samkvæmt nýja samningnum mun High Liner Foods greiða íslenska ríkinu, sem eiganda Icelandic Trademark Holding, þóknun upp á 1,5 prósent af heildsöluverðmætum þeirra afurða sem seldar verða undir vörumerkinu „Icelandic Seafood“ í Bandaríkjunum og Kanada. Nema þóknanagreiðslurnar að lágmarki tugum milljóna króna á ári, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, en til viðbótar skuldbindurnorðurameríska félagið sig til þess inna af hendi lágmarksgreiðslu til ríkisins, óháð sölu sjávarafurða. Icelandic Trademark Holding, sem var áður í eigu Framtakssjóðs Íslands, var stofnað til þess að halda utan um markaðssetningu vörumerkisins ásamt þjónustu við leyfishafa.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Sjávarútvegur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira