Fá að nota vörumerki Icelandic til næstu sjö ára Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. ágúst 2018 05:59 Sara Lind Þrúðardóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Trademark Holding. Fréttablaðið/Sigtryggur Stjórnendur High Liner Foods, stærsta sjávarútvegsfélags í Norður-Ameríku, hafa endurnýjað samning við vörumerkjafélagið Icelandic Trademark Holding um nýtingarrétt á vörumerkinu „Icelandic Seafood“ til næstu sjö ára. Íslenska ríkið, sem fékk fyrr á árinu afhenta alla hluti í vörumerkjafélaginu, mun fá í sinn hlut þóknanagreiðslur upp á tugi milljóna króna á ári á grundvelli samningsins. Sara Lind Þrúðardóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Trademark Holding, segir það vilja beggja félaga að stórefla útflutning á íslenskum sjávarafurðum. „Samningurinn miðar að því að auka sölu á íslenskum sjávarafurðum undir vörumerkinu í Bandaríkjunum og Kanada. High Liner Foods hefur tekið miklum breytingum síðan starfsemi Icelandic í Bandaríkjunum var seld til félagsins árið 2011 og margfaldast að stærð. Í samstarfi okkar felast því góð tækifæri fyrir íslenska framleiðendur til þess að koma vörum sínum á framfæri.“ Sara Lind tekur einnig fram að samkvæmt samningnum verði aðeins seldar vörur af íslenskum uppruna undir vörumerkinu. Samningar tókust í apríl síðastliðnum en norður-ameríska félagið hefur frá árinu 2011 átt nýtingarrétt að vörumerkinu í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Samkvæmt nýja samningnum mun High Liner Foods greiða íslenska ríkinu, sem eiganda Icelandic Trademark Holding, þóknun upp á 1,5 prósent af heildsöluverðmætum þeirra afurða sem seldar verða undir vörumerkinu „Icelandic Seafood“ í Bandaríkjunum og Kanada. Nema þóknanagreiðslurnar að lágmarki tugum milljóna króna á ári, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, en til viðbótar skuldbindurnorðurameríska félagið sig til þess inna af hendi lágmarksgreiðslu til ríkisins, óháð sölu sjávarafurða. Icelandic Trademark Holding, sem var áður í eigu Framtakssjóðs Íslands, var stofnað til þess að halda utan um markaðssetningu vörumerkisins ásamt þjónustu við leyfishafa. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Sjávarútvegur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Stjórnendur High Liner Foods, stærsta sjávarútvegsfélags í Norður-Ameríku, hafa endurnýjað samning við vörumerkjafélagið Icelandic Trademark Holding um nýtingarrétt á vörumerkinu „Icelandic Seafood“ til næstu sjö ára. Íslenska ríkið, sem fékk fyrr á árinu afhenta alla hluti í vörumerkjafélaginu, mun fá í sinn hlut þóknanagreiðslur upp á tugi milljóna króna á ári á grundvelli samningsins. Sara Lind Þrúðardóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Trademark Holding, segir það vilja beggja félaga að stórefla útflutning á íslenskum sjávarafurðum. „Samningurinn miðar að því að auka sölu á íslenskum sjávarafurðum undir vörumerkinu í Bandaríkjunum og Kanada. High Liner Foods hefur tekið miklum breytingum síðan starfsemi Icelandic í Bandaríkjunum var seld til félagsins árið 2011 og margfaldast að stærð. Í samstarfi okkar felast því góð tækifæri fyrir íslenska framleiðendur til þess að koma vörum sínum á framfæri.“ Sara Lind tekur einnig fram að samkvæmt samningnum verði aðeins seldar vörur af íslenskum uppruna undir vörumerkinu. Samningar tókust í apríl síðastliðnum en norður-ameríska félagið hefur frá árinu 2011 átt nýtingarrétt að vörumerkinu í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Samkvæmt nýja samningnum mun High Liner Foods greiða íslenska ríkinu, sem eiganda Icelandic Trademark Holding, þóknun upp á 1,5 prósent af heildsöluverðmætum þeirra afurða sem seldar verða undir vörumerkinu „Icelandic Seafood“ í Bandaríkjunum og Kanada. Nema þóknanagreiðslurnar að lágmarki tugum milljóna króna á ári, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, en til viðbótar skuldbindurnorðurameríska félagið sig til þess inna af hendi lágmarksgreiðslu til ríkisins, óháð sölu sjávarafurða. Icelandic Trademark Holding, sem var áður í eigu Framtakssjóðs Íslands, var stofnað til þess að halda utan um markaðssetningu vörumerkisins ásamt þjónustu við leyfishafa.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Sjávarútvegur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira