Hestar og hundar fengu hvílu hjá höfðingjum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 06:33 Rúnar er fornleifafræðingur, með meistarapróf í dýrameinafræði og hefur verið stundakennari við HÍ. Fréttablaðið/Auðunn Níelsson Ég rannsakaði öll tiltæk dýrabein úr kumlum landsins. Megnið af þeim er í geymslum Þjóðminjasafnsins. Þau eru úr hestum og hundum sem höfðu verið grafnir hjá eigendum sínum. Flest frá 10. öld en voru grafin upp á 20. öld og sum á þeirri 19. Enginn hafði farið í gegnum þennan safnkost og það kom mér á óvart hversu ríkulegur hann var,“ segir Rúnar Leifsson um doktorsverkefni sitt í fornleifafræði sem hann varði nýlega. Ritgerðin nefnist Dýrafórnir og grafsiðir víkingaaldar á Íslandi og var unnin undir handleiðslu Orra Vésteinssonar prófessors. Í langflestum tilfellum voru það hross, sem hafði verið fórnað, hvort sem sá látni var kona eða karl, að sögn Rúnars. „Hestarnir voru í langflestum tilfellum karldýr, þeir mundu alveg falla inn í hrossastóð í dag, þó íslenski hesturinn hafi kannski örlítið stækkað á síðustu áratugum,“ segir hann. „Mun fleiri stærðir og týpur af hundum virðast hafa verið til á þessum tíma þó sú fjölbreytni sem við þekkjum núna hafi ekki verið fyrir hendi. Út frá stærðinni má ímynda sér að þeir hafi gegnt mismunandi hlutverkum, sumir verið varðhundar, aðrir smalahundar og sumir jafnvel gæludýr,“ lýsir fornleifafræðingurinn. „En það var miklu algengara að grafa hross með fólki. Um helmingur allra grafa frá þessum tíma var með hross, og svo líka vopn og skart.“ Rúnar segir kumlin dreifast mismunandi um landið. „Við höfum fundið mörg kuml á Norðurlandi, allnokkur á Austurlandi og Suðurlandi en fá á Vesturlandi. Það kemur í ljós að þessar grafir tíðkast ekki á landnámsöld, heldur í nokkra áratugi nokkru eftir landnám. Þær eru dæmi um það að samfélagið er að þróast. Þarna er verið að sýna fram á stöðu landeigenda og efla norrænar tengingar. Við sjáum merkin í skreytilist og skarti, á þessum tíma er fólk farið að byggja víkingaaldarskála og sennilega er alþingi komið á Þingvöllum.“ Rúnar segir hugsanlegt að fólkið í kumlgröfunum sé ekki allt fætt á Íslandi heldur sé innflytjendur, þó það komi til landsins eftir hina hefðbundnu landnámsöld. „Kannski kemur það til Íslands til að taka við jörðum landnámsfólks eða er að giftast til landsins. Kumlin sýna myndun einhvers konar elítu eða efsta lags á Íslandi.“Af hverju skyldi þetta efni hafa orðið fyrir valinu til doktorsprófs hjá Rúnari? „Ég er fornleifafræðingur, með meistarapróf í dýrameinafræði, þá rannsakaði ég dýrabein í fornleifafræðilegu samhengi. Þetta lá því beint við, enda um óplægðan akur að ræða.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Ég rannsakaði öll tiltæk dýrabein úr kumlum landsins. Megnið af þeim er í geymslum Þjóðminjasafnsins. Þau eru úr hestum og hundum sem höfðu verið grafnir hjá eigendum sínum. Flest frá 10. öld en voru grafin upp á 20. öld og sum á þeirri 19. Enginn hafði farið í gegnum þennan safnkost og það kom mér á óvart hversu ríkulegur hann var,“ segir Rúnar Leifsson um doktorsverkefni sitt í fornleifafræði sem hann varði nýlega. Ritgerðin nefnist Dýrafórnir og grafsiðir víkingaaldar á Íslandi og var unnin undir handleiðslu Orra Vésteinssonar prófessors. Í langflestum tilfellum voru það hross, sem hafði verið fórnað, hvort sem sá látni var kona eða karl, að sögn Rúnars. „Hestarnir voru í langflestum tilfellum karldýr, þeir mundu alveg falla inn í hrossastóð í dag, þó íslenski hesturinn hafi kannski örlítið stækkað á síðustu áratugum,“ segir hann. „Mun fleiri stærðir og týpur af hundum virðast hafa verið til á þessum tíma þó sú fjölbreytni sem við þekkjum núna hafi ekki verið fyrir hendi. Út frá stærðinni má ímynda sér að þeir hafi gegnt mismunandi hlutverkum, sumir verið varðhundar, aðrir smalahundar og sumir jafnvel gæludýr,“ lýsir fornleifafræðingurinn. „En það var miklu algengara að grafa hross með fólki. Um helmingur allra grafa frá þessum tíma var með hross, og svo líka vopn og skart.“ Rúnar segir kumlin dreifast mismunandi um landið. „Við höfum fundið mörg kuml á Norðurlandi, allnokkur á Austurlandi og Suðurlandi en fá á Vesturlandi. Það kemur í ljós að þessar grafir tíðkast ekki á landnámsöld, heldur í nokkra áratugi nokkru eftir landnám. Þær eru dæmi um það að samfélagið er að þróast. Þarna er verið að sýna fram á stöðu landeigenda og efla norrænar tengingar. Við sjáum merkin í skreytilist og skarti, á þessum tíma er fólk farið að byggja víkingaaldarskála og sennilega er alþingi komið á Þingvöllum.“ Rúnar segir hugsanlegt að fólkið í kumlgröfunum sé ekki allt fætt á Íslandi heldur sé innflytjendur, þó það komi til landsins eftir hina hefðbundnu landnámsöld. „Kannski kemur það til Íslands til að taka við jörðum landnámsfólks eða er að giftast til landsins. Kumlin sýna myndun einhvers konar elítu eða efsta lags á Íslandi.“Af hverju skyldi þetta efni hafa orðið fyrir valinu til doktorsprófs hjá Rúnari? „Ég er fornleifafræðingur, með meistarapróf í dýrameinafræði, þá rannsakaði ég dýrabein í fornleifafræðilegu samhengi. Þetta lá því beint við, enda um óplægðan akur að ræða.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira