Hestar og hundar fengu hvílu hjá höfðingjum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 06:33 Rúnar er fornleifafræðingur, með meistarapróf í dýrameinafræði og hefur verið stundakennari við HÍ. Fréttablaðið/Auðunn Níelsson Ég rannsakaði öll tiltæk dýrabein úr kumlum landsins. Megnið af þeim er í geymslum Þjóðminjasafnsins. Þau eru úr hestum og hundum sem höfðu verið grafnir hjá eigendum sínum. Flest frá 10. öld en voru grafin upp á 20. öld og sum á þeirri 19. Enginn hafði farið í gegnum þennan safnkost og það kom mér á óvart hversu ríkulegur hann var,“ segir Rúnar Leifsson um doktorsverkefni sitt í fornleifafræði sem hann varði nýlega. Ritgerðin nefnist Dýrafórnir og grafsiðir víkingaaldar á Íslandi og var unnin undir handleiðslu Orra Vésteinssonar prófessors. Í langflestum tilfellum voru það hross, sem hafði verið fórnað, hvort sem sá látni var kona eða karl, að sögn Rúnars. „Hestarnir voru í langflestum tilfellum karldýr, þeir mundu alveg falla inn í hrossastóð í dag, þó íslenski hesturinn hafi kannski örlítið stækkað á síðustu áratugum,“ segir hann. „Mun fleiri stærðir og týpur af hundum virðast hafa verið til á þessum tíma þó sú fjölbreytni sem við þekkjum núna hafi ekki verið fyrir hendi. Út frá stærðinni má ímynda sér að þeir hafi gegnt mismunandi hlutverkum, sumir verið varðhundar, aðrir smalahundar og sumir jafnvel gæludýr,“ lýsir fornleifafræðingurinn. „En það var miklu algengara að grafa hross með fólki. Um helmingur allra grafa frá þessum tíma var með hross, og svo líka vopn og skart.“ Rúnar segir kumlin dreifast mismunandi um landið. „Við höfum fundið mörg kuml á Norðurlandi, allnokkur á Austurlandi og Suðurlandi en fá á Vesturlandi. Það kemur í ljós að þessar grafir tíðkast ekki á landnámsöld, heldur í nokkra áratugi nokkru eftir landnám. Þær eru dæmi um það að samfélagið er að þróast. Þarna er verið að sýna fram á stöðu landeigenda og efla norrænar tengingar. Við sjáum merkin í skreytilist og skarti, á þessum tíma er fólk farið að byggja víkingaaldarskála og sennilega er alþingi komið á Þingvöllum.“ Rúnar segir hugsanlegt að fólkið í kumlgröfunum sé ekki allt fætt á Íslandi heldur sé innflytjendur, þó það komi til landsins eftir hina hefðbundnu landnámsöld. „Kannski kemur það til Íslands til að taka við jörðum landnámsfólks eða er að giftast til landsins. Kumlin sýna myndun einhvers konar elítu eða efsta lags á Íslandi.“Af hverju skyldi þetta efni hafa orðið fyrir valinu til doktorsprófs hjá Rúnari? „Ég er fornleifafræðingur, með meistarapróf í dýrameinafræði, þá rannsakaði ég dýrabein í fornleifafræðilegu samhengi. Þetta lá því beint við, enda um óplægðan akur að ræða.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Ég rannsakaði öll tiltæk dýrabein úr kumlum landsins. Megnið af þeim er í geymslum Þjóðminjasafnsins. Þau eru úr hestum og hundum sem höfðu verið grafnir hjá eigendum sínum. Flest frá 10. öld en voru grafin upp á 20. öld og sum á þeirri 19. Enginn hafði farið í gegnum þennan safnkost og það kom mér á óvart hversu ríkulegur hann var,“ segir Rúnar Leifsson um doktorsverkefni sitt í fornleifafræði sem hann varði nýlega. Ritgerðin nefnist Dýrafórnir og grafsiðir víkingaaldar á Íslandi og var unnin undir handleiðslu Orra Vésteinssonar prófessors. Í langflestum tilfellum voru það hross, sem hafði verið fórnað, hvort sem sá látni var kona eða karl, að sögn Rúnars. „Hestarnir voru í langflestum tilfellum karldýr, þeir mundu alveg falla inn í hrossastóð í dag, þó íslenski hesturinn hafi kannski örlítið stækkað á síðustu áratugum,“ segir hann. „Mun fleiri stærðir og týpur af hundum virðast hafa verið til á þessum tíma þó sú fjölbreytni sem við þekkjum núna hafi ekki verið fyrir hendi. Út frá stærðinni má ímynda sér að þeir hafi gegnt mismunandi hlutverkum, sumir verið varðhundar, aðrir smalahundar og sumir jafnvel gæludýr,“ lýsir fornleifafræðingurinn. „En það var miklu algengara að grafa hross með fólki. Um helmingur allra grafa frá þessum tíma var með hross, og svo líka vopn og skart.“ Rúnar segir kumlin dreifast mismunandi um landið. „Við höfum fundið mörg kuml á Norðurlandi, allnokkur á Austurlandi og Suðurlandi en fá á Vesturlandi. Það kemur í ljós að þessar grafir tíðkast ekki á landnámsöld, heldur í nokkra áratugi nokkru eftir landnám. Þær eru dæmi um það að samfélagið er að þróast. Þarna er verið að sýna fram á stöðu landeigenda og efla norrænar tengingar. Við sjáum merkin í skreytilist og skarti, á þessum tíma er fólk farið að byggja víkingaaldarskála og sennilega er alþingi komið á Þingvöllum.“ Rúnar segir hugsanlegt að fólkið í kumlgröfunum sé ekki allt fætt á Íslandi heldur sé innflytjendur, þó það komi til landsins eftir hina hefðbundnu landnámsöld. „Kannski kemur það til Íslands til að taka við jörðum landnámsfólks eða er að giftast til landsins. Kumlin sýna myndun einhvers konar elítu eða efsta lags á Íslandi.“Af hverju skyldi þetta efni hafa orðið fyrir valinu til doktorsprófs hjá Rúnari? „Ég er fornleifafræðingur, með meistarapróf í dýrameinafræði, þá rannsakaði ég dýrabein í fornleifafræðilegu samhengi. Þetta lá því beint við, enda um óplægðan akur að ræða.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira