Heimur Míu Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Fyrir framan hús í Brautarholti stóð á dögunum lítil stúlka, sennilega tæplega tveggja ára gömul, og horfði heilluð í gegnum hvítt rimlagrindverk meðan faðir hennar stóð þolinmóður hjá. Þau stóðu þarna dágóða stund og allan tímann horfði dóttirin, Mía, einbeitt í sömu átt. Þeir fullorðnu sem hefðu leitast við að setja sig í spor Míu litlu og kannað hvað heillaði hana svo mjög hefðu ekki séð neitt sérlega spennandi. Mía var bara að horfa á grasbreiðu fyrir framan hús. Það var ekkert sérstakt við þetta gras, það var reyndar mikið en afskaplega venjulegt eins og gras er í hugum flestra. Ef einhver hefði verið skikkaður til að finna eitthvað lofsvert við grasið hefði viðkomandi sennilega helst sagt, eftir nokkra umhugsun, að það væri fallega grænt, en hefði svo sem ekki mikið annað til málanna að leggja. Mía litla er svo lánsöm að hafa hæfileika til að hrífast af því einfalda og það svo mjög að hún horfði einbeitt á hversdagslegt gras í dágóðan tíma og var alsæl með það sem hún sá. Hún var ekkert að flýta sér heldur naut stundarinnar. Það má margt læra af Míu. Eins og til dæmis það að staldra við og njóta og gefa sér dágóðan tíma til þess. Mía er svo ung og forvitin að hún er enn upptekin af umhverfi sínu og sér alls kyns undur í því hversdagslega og fegurð í því sem flestir veita litla sem enga athygli. Ástæða er til að ætla að vegna ungs aldurs hafi Mía ekki fengið snjalltæki í sínar litlu hendur. Tæki sem laðar eigandann að sér þannig að hann grúfir sig yfir það við öll möguleg tækifæri og glápir á það löngum stundum og er meinilla við að skilja það við sig. Eigandanum væri nær að leggja frá sér tækið og virða fyrir sér einföld náttúruundur, eins og gras og ský. Ef nútímamaðurinn gerði meira af því að njóta hins einfalda myndi vellíðan hans sennilega aukast þó nokkuð. Það veitir sannarlega ekki af. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að hinn dæmigerði nútímamaður þjáist af kvíða og streitu og á jafnvel erfitt með einbeitingu, enda býr hann við sífellt áreiti. Hann er vinnulúinn og glímir við kulnun í starfi. Um leið er hann umvafinn tækjum og tólum sem eiga að gera líf hans auðveldara og gera það upp að vissu marki en geta samt ekki fært honum hina mjög svo eftirsóknarverðu hugarró. Á sama tíma þarf nútímamaðurinn að lifa við þá staðreynd að hann hefur hagað sér svo óvarlega og kæruleysislega að loftslagsbreytingar af hans völdum eru að valda ólýsanlegum hörmungum sem eiga enn eftir að færast í aukana. Það er svo sem engin sérstök ástæða til að vera yfirmáta bjartsýnn fyrir hönd mannkynsins, sem er komið nokkuð á veg með að tortíma sjálfu sér. Það er þó ekki alveg vonlaust að bjarga megi heiminum. Það verður helst gert ef nýjar kynslóðir kjósa aðra og betri vegferð en þá sem nú er farin. Í því felst ekki síst að standa með náttúrunni, virða hana og vernda og gefa sér um leið tíma til að njóta hennar heilshugar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Fyrir framan hús í Brautarholti stóð á dögunum lítil stúlka, sennilega tæplega tveggja ára gömul, og horfði heilluð í gegnum hvítt rimlagrindverk meðan faðir hennar stóð þolinmóður hjá. Þau stóðu þarna dágóða stund og allan tímann horfði dóttirin, Mía, einbeitt í sömu átt. Þeir fullorðnu sem hefðu leitast við að setja sig í spor Míu litlu og kannað hvað heillaði hana svo mjög hefðu ekki séð neitt sérlega spennandi. Mía var bara að horfa á grasbreiðu fyrir framan hús. Það var ekkert sérstakt við þetta gras, það var reyndar mikið en afskaplega venjulegt eins og gras er í hugum flestra. Ef einhver hefði verið skikkaður til að finna eitthvað lofsvert við grasið hefði viðkomandi sennilega helst sagt, eftir nokkra umhugsun, að það væri fallega grænt, en hefði svo sem ekki mikið annað til málanna að leggja. Mía litla er svo lánsöm að hafa hæfileika til að hrífast af því einfalda og það svo mjög að hún horfði einbeitt á hversdagslegt gras í dágóðan tíma og var alsæl með það sem hún sá. Hún var ekkert að flýta sér heldur naut stundarinnar. Það má margt læra af Míu. Eins og til dæmis það að staldra við og njóta og gefa sér dágóðan tíma til þess. Mía er svo ung og forvitin að hún er enn upptekin af umhverfi sínu og sér alls kyns undur í því hversdagslega og fegurð í því sem flestir veita litla sem enga athygli. Ástæða er til að ætla að vegna ungs aldurs hafi Mía ekki fengið snjalltæki í sínar litlu hendur. Tæki sem laðar eigandann að sér þannig að hann grúfir sig yfir það við öll möguleg tækifæri og glápir á það löngum stundum og er meinilla við að skilja það við sig. Eigandanum væri nær að leggja frá sér tækið og virða fyrir sér einföld náttúruundur, eins og gras og ský. Ef nútímamaðurinn gerði meira af því að njóta hins einfalda myndi vellíðan hans sennilega aukast þó nokkuð. Það veitir sannarlega ekki af. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að hinn dæmigerði nútímamaður þjáist af kvíða og streitu og á jafnvel erfitt með einbeitingu, enda býr hann við sífellt áreiti. Hann er vinnulúinn og glímir við kulnun í starfi. Um leið er hann umvafinn tækjum og tólum sem eiga að gera líf hans auðveldara og gera það upp að vissu marki en geta samt ekki fært honum hina mjög svo eftirsóknarverðu hugarró. Á sama tíma þarf nútímamaðurinn að lifa við þá staðreynd að hann hefur hagað sér svo óvarlega og kæruleysislega að loftslagsbreytingar af hans völdum eru að valda ólýsanlegum hörmungum sem eiga enn eftir að færast í aukana. Það er svo sem engin sérstök ástæða til að vera yfirmáta bjartsýnn fyrir hönd mannkynsins, sem er komið nokkuð á veg með að tortíma sjálfu sér. Það er þó ekki alveg vonlaust að bjarga megi heiminum. Það verður helst gert ef nýjar kynslóðir kjósa aðra og betri vegferð en þá sem nú er farin. Í því felst ekki síst að standa með náttúrunni, virða hana og vernda og gefa sér um leið tíma til að njóta hennar heilshugar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun