Mannréttindi? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 08:45 Málefni okkar minnstu bræðra eru í brennidepli. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði með sinnuleysi sínu um húsnæðismál utangarðsfólks brotið gegn 76. grein stjórnarskrárinnar og fjölþjóðlegum mannréttindareglum. Niðurstaða umboðsmanns er verulegur áfellisdómur yfir stjórnvöldum Reykjavíkurborgar og munu þreytandi yfirlýsingar þeirra um manngæsku sína umfram aðra stjórnmálaflokka hljóma holar framvegis. Þessi mannréttindabrot áttu sér stað fyrir framan nefið á starfsmönnum Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur. Þeim til varnar þá hafa þeir undanfarna mánuði verið kirfilega uppteknir við að finna lausnir á kynjaskiptingu klósetta í ráðhúsinu, en eins og þekkt er hefur borgin margbrotið mannréttindi með því að skipta klósettum í karla- og kvennaklósett. Það var því ekki nema von að Mannréttindaskrifstofan væri ekki að sinna húsnæðisvanda heimilislausra á meðan stóra klósettmálið er óleyst. Hvernig gat það gerst að Reykjavíkurborg, sem eitt sveitarfélaga rekur mannréttindaskrifstofu, komst upp með það að brjóta mannréttindi á utangarðsfólki eins og Umboðsmaður bendir á, án þess að þessi sama mannréttindaskrifstofa hafi æmt eða skræmt? Getur verið að áhugi Mannréttindaskrifstofunnar á mannréttindum sé sértækur og nái illa til hópa sem eiga sér ekki málsvara eins og utangarðsfólks? Eru sum mannréttindi „politically correct“ og önnur minna? Auðvitað útilokar ekki áhersla á einn þátt mannréttinda annan. En mikið væri gaman ef einhver fréttamaður í góðu stuði tæki viðtal við mannréttindastjóra Mannréttindaskrifstofunnar og spyrði í fullri vinsemd hvernig þeim gat yfirsést þessi mannréttindabrot á fátæku fólki og hvernig það gat gerst að Mannréttindaskrifstofan hafði meiri áhyggjur af kynjaskiptingu klósetta heldur en af þeim grundvallarmannréttindum að fólk hafi þak yfir höfuðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni okkar minnstu bræðra eru í brennidepli. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði með sinnuleysi sínu um húsnæðismál utangarðsfólks brotið gegn 76. grein stjórnarskrárinnar og fjölþjóðlegum mannréttindareglum. Niðurstaða umboðsmanns er verulegur áfellisdómur yfir stjórnvöldum Reykjavíkurborgar og munu þreytandi yfirlýsingar þeirra um manngæsku sína umfram aðra stjórnmálaflokka hljóma holar framvegis. Þessi mannréttindabrot áttu sér stað fyrir framan nefið á starfsmönnum Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur. Þeim til varnar þá hafa þeir undanfarna mánuði verið kirfilega uppteknir við að finna lausnir á kynjaskiptingu klósetta í ráðhúsinu, en eins og þekkt er hefur borgin margbrotið mannréttindi með því að skipta klósettum í karla- og kvennaklósett. Það var því ekki nema von að Mannréttindaskrifstofan væri ekki að sinna húsnæðisvanda heimilislausra á meðan stóra klósettmálið er óleyst. Hvernig gat það gerst að Reykjavíkurborg, sem eitt sveitarfélaga rekur mannréttindaskrifstofu, komst upp með það að brjóta mannréttindi á utangarðsfólki eins og Umboðsmaður bendir á, án þess að þessi sama mannréttindaskrifstofa hafi æmt eða skræmt? Getur verið að áhugi Mannréttindaskrifstofunnar á mannréttindum sé sértækur og nái illa til hópa sem eiga sér ekki málsvara eins og utangarðsfólks? Eru sum mannréttindi „politically correct“ og önnur minna? Auðvitað útilokar ekki áhersla á einn þátt mannréttinda annan. En mikið væri gaman ef einhver fréttamaður í góðu stuði tæki viðtal við mannréttindastjóra Mannréttindaskrifstofunnar og spyrði í fullri vinsemd hvernig þeim gat yfirsést þessi mannréttindabrot á fátæku fólki og hvernig það gat gerst að Mannréttindaskrifstofan hafði meiri áhyggjur af kynjaskiptingu klósetta heldur en af þeim grundvallarmannréttindum að fólk hafi þak yfir höfuðið.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar