Óupplýstar líkamsárásir á stúlkur í Garðabæ vekja óhug Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. ágúst 2018 18:45 Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn.Allar lýsa stúlkurnar árásarmanninum á svipaðan hátt og útilokar lögregla ekki að um sama árásarmann sé að ræða í málunum þremur. Lögreglan lítur málin alvarlegum augum en enn hefur enginn þó verið handtekinn.Í desember á síðasta ári var ráðist á tíu ára stúlku þegar hún var á göngu í Garðabæ. Var hún tekin hálstaki og dregin inn í runna á meðan árásarmaður hélt fyrir munn hennar.Vinkonur stúlkunnar náðu að hræða árásarmanninn í burtu sem aldrei fannst. Það var svo fyrir tveimur vikum sem átta ára stúlka var á göngu með hund sinn um hábjartan dag þegar drengur arkaði snögglega að henni og sló hana fast. Móðir hennar tilkynnti brotið til lögreglu.„Í kjölfarið fer ég inn á Facebook, íbúasíður, og læt vita að það sé á ferð einhvers konar árásarmaður sem er að vaða í börn og tilkynni að mér finnist þetta frekar alvarlegt. Þá hafa samband við mig mæður sem lentu í svipuðum tilvikum, jafnvel verri tilvikum,“ segir Helga Brynja Tómasdóttir, móðir einnar stúlkunnar sem orðið hefur fyrir árás.Helga Brynja Tómasdóttir er móðir stúlku sem orðið hefur fyrir árás í Garðabæ.Í fyrradag var svo ráðist á stúlku á göngustíg í Garðabæ klukkan korter yfir tvö, lítið er vitað um árásina annað en það að hún er litin mjög alvarlegum augum innan lögreglunnar. Allar lýsa stúlkurnar þrem, árásarmanninum sem fimmtán til nítján ára gömlum karlmanni, klæddan í hettupeysu og íþróttaskó.„Það var mikill ótti sem greip um sig þegar þetta gerist með dóttur mína. Fólk var búið að heyra um það sem gerðist í vetur og lýsingin á manninum er alltaf sú sama og hvernig hann ber sig að er líka svo líkt. Þannig við teljum sem íbúar að um sama mann sé að ræða,“ segir Helga Brynja.Þessar stelpur sem ráðist var á, eru þær allar á svipuðum aldri?„Þær eru allar á svipuðum aldri. Dóttir mín er yngst hún er 8 ára og eins og ég skil það þá er sú elsta ellefu ára,“ segir Helga Brynja.Yfirlögregluþjónn segir málin litin mjög alvarlegum augum, en enn hefur enginn verið handtekinn.Þá útilokar hann ekki að um einn og sama manninn sé að ræða. Að sögn Helgu krefjast foreldrar þess að bæjaryfirvöld setji upp eftirlitsmyndavélar á göngustíga bæjarins. Lögreglumál Tengdar fréttir Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn.Allar lýsa stúlkurnar árásarmanninum á svipaðan hátt og útilokar lögregla ekki að um sama árásarmann sé að ræða í málunum þremur. Lögreglan lítur málin alvarlegum augum en enn hefur enginn þó verið handtekinn.Í desember á síðasta ári var ráðist á tíu ára stúlku þegar hún var á göngu í Garðabæ. Var hún tekin hálstaki og dregin inn í runna á meðan árásarmaður hélt fyrir munn hennar.Vinkonur stúlkunnar náðu að hræða árásarmanninn í burtu sem aldrei fannst. Það var svo fyrir tveimur vikum sem átta ára stúlka var á göngu með hund sinn um hábjartan dag þegar drengur arkaði snögglega að henni og sló hana fast. Móðir hennar tilkynnti brotið til lögreglu.„Í kjölfarið fer ég inn á Facebook, íbúasíður, og læt vita að það sé á ferð einhvers konar árásarmaður sem er að vaða í börn og tilkynni að mér finnist þetta frekar alvarlegt. Þá hafa samband við mig mæður sem lentu í svipuðum tilvikum, jafnvel verri tilvikum,“ segir Helga Brynja Tómasdóttir, móðir einnar stúlkunnar sem orðið hefur fyrir árás.Helga Brynja Tómasdóttir er móðir stúlku sem orðið hefur fyrir árás í Garðabæ.Í fyrradag var svo ráðist á stúlku á göngustíg í Garðabæ klukkan korter yfir tvö, lítið er vitað um árásina annað en það að hún er litin mjög alvarlegum augum innan lögreglunnar. Allar lýsa stúlkurnar þrem, árásarmanninum sem fimmtán til nítján ára gömlum karlmanni, klæddan í hettupeysu og íþróttaskó.„Það var mikill ótti sem greip um sig þegar þetta gerist með dóttur mína. Fólk var búið að heyra um það sem gerðist í vetur og lýsingin á manninum er alltaf sú sama og hvernig hann ber sig að er líka svo líkt. Þannig við teljum sem íbúar að um sama mann sé að ræða,“ segir Helga Brynja.Þessar stelpur sem ráðist var á, eru þær allar á svipuðum aldri?„Þær eru allar á svipuðum aldri. Dóttir mín er yngst hún er 8 ára og eins og ég skil það þá er sú elsta ellefu ára,“ segir Helga Brynja.Yfirlögregluþjónn segir málin litin mjög alvarlegum augum, en enn hefur enginn verið handtekinn.Þá útilokar hann ekki að um einn og sama manninn sé að ræða. Að sögn Helgu krefjast foreldrar þess að bæjaryfirvöld setji upp eftirlitsmyndavélar á göngustíga bæjarins.
Lögreglumál Tengdar fréttir Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56