Ullum bara Guðmundur Steingrímsson skrifar 27. ágúst 2018 07:00 Með nokkurri einföldun, og kannski smá ósanngirni — en við skulum leyfa okkur það til dægrastyttingar — má skipta fólki sem tekur þátt í stjórnmálum í tvo hópa. Annars vegar höfum við hófstilltu manneskjurnar sem vilja leita leiða til þess að auka sátt í samfélaginu, virða skoðanir annarra, hafa stjórnmál eðlilegri og leitast við að vera kurteist og yfirvegað. Hins vegar höfum við fólkið sem er sléttsama um kurteisi, lítur á gott opinbert rifrildi sem tækifæri í eigin þágu, vill sem mest fjaðrafok í kringum sjálft sig, talar af meinfýsni um „góða fólkið“ og ber litla sem enga virðingu fyrir skoðunum annarra. Fulltrúar seinni hópsins hafa náð góðu brautargengi í stjórnmálum undanfarið, til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem forseti þjóðarinnar eys illsku á Twitter á degi hverjum og lætur alls konar óhróður og fásinnu flakka. Honum er sléttsama um samræðustjórnmál. Þegar ég tók þátt í stjórnmálum einu sinni, á öðrum tíma og í öðru sólkerfi, fór ég í nokkur ár fyrir pólitísku afli sem vildi leitast við að bæta stjórnmálin, auka virðingu, fá öll sjónarmið að borðinu og svo framvegis. Við boðuðum ný stjórnmál. Ég hef hugsað svolítið um það síðan, hvort þetta hafi verið misráðið. Það er sterkur þráður í mér sem myndi, ef ég færi einhvern tímann aftur í stjórnmál — til dæmis á gamals aldri — leggja mun meiri áherslu á góðan skæting. Ég held að góður, kjarnyrtur, harðneskjulegur skætingur sé jafnvel frekar málið.Að byggja sér glerhús Sjáiði til: Óforskammaða popúlistagengið veður uppi. Það var segin saga á þingi, að í hvert sinn sem maður vildi mótmæla oft fáránlegum málflutningi slíks fólks — og það jafnvel sauð á manni út af augljósri óskammfeilni þess (og ég nenni ekki að bæta við „að mínu mati“ eins og maður þurfi alltaf að skeyta sanngjörnum fyrirvara við allt sem maður segir) — þá kom þetta fólk yfirleitt á eftir manni í pontu og spurði með hvolpaaugum og vandlætingartón (sem er athyglisverð blanda): Hva, ætlaðir þú ekki að vera kurteis? Vildir þú ekki ný stjórnmál? Maður var semsagt, með siðbótartali sínu, í raun og veru búinn að reisa sér glerhús og ef maður svo mikið sem lét eitt styggðaryrði falla um aðra, gagnrýndi smá, missti stjórn á skapi, þá var litið svo á að steini hafi verið kastað úr því glerhúsi og allt sprungið. Maður væri þar með pólitískur markleysingi.Albert Einstein rak út úr sér tunguna þegar ljósmyndarar báðu hann um að brosa á 72 ára afmælisdaginn hans, 14. mars árið 1951.Fyrir fólk sem er ekki í glerhúsi — og mun aldrei vera — er þetta ekki vandamál. Það bara rífur kjaft. Kastar steinum í allar áttir. Ekkert smallast. Auðvitað getur kurteist fólk sannfært sig um að einhvern tímann muni hinir ókurteisu, ósanngjörnu og hatrömmu fá makleg málagjöld. Að karmað muni bíta það í rassinn. Aðrir, hinn þögli meirihluti muni líka sjá á endanum hvor er betri. En þannig er það ekki. Það er ekki hægt að stóla á karma eða dóm sögunnar. Spyrjið Hillary Clinton. Karmað kemur yfirleitt til kastanna alltof seint, ef það yfirleitt kemur. Það er ekki að gera neitt fyrir stjórnmálin núna, að óheiðarlegur svikari í pólitík verði óhamingjusamur eftir tuttugu ár þegar hann lítur til baka með barnabörnum sínum og skoðar gjörðir sínar í nýju ljósi. Karma, örlögin, dómur sögunnar, samviskan. Öll þessi fyrirbrigði eru of óáreiðanleg.Mál til komið Fulltrúar frjálslyndra afla í pólitík, og sósíalískra jafnvel, víða um lönd hafa fjallað töluvert um þennan veruleika. Það er skrifað inn í klassíska frjálslyndisstefnu að allir hafi rétt á skoðunum og jafnvel er það trú frjálslyndra stjórnmálamanna að besta niðurstaðan fáist í flókin mál þegar margar skoðanir komi að umræðunni. Það er því frjálslyndum öflum eðlislægt að sýna öðrum virðingu. Það er hins vegar óhætt að segja að öfl sem deila ekki þessari heimssýn, valdsæknari öfl, fasískari jafnvel og ófyrirleitnari, hafi gengið á lagið. Frjálslyndir fá yfir sig fúkyrðaflaum og í stað þess að svara fullum hálsi er reynt að vera yfir svoleiðis hafinn. Það gengur ekki. Það er mál til komið að svara fullum hálsi. Dæmi: Allt er í steik í borgarstjórn núna. Það er eins og minnihlutinn hafi drukkið djöflasýru. Hann gerir mál úr öllu. Rífst og skammast. Markmiðið er kannski þetta: Að skapa sundrungu og óreiðu. Þyrla upp ryki. Það getur tekist, nema eitthvað sé gert. Í miðri deilu um eitthvað smáatriðið ullaði Líf á Mörtu. Það var svosem ekki tilkomumikið. Ég sjálfur á erfitt með að ulla. En í ljósi stöðunnar styð ég þetta ull. Ullum bara. Rífum kjaft. Svörum. Hugsjónirnar eru í húfi. Það þarf að berjast fyrir þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Tengdar fréttir Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30 Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Með nokkurri einföldun, og kannski smá ósanngirni — en við skulum leyfa okkur það til dægrastyttingar — má skipta fólki sem tekur þátt í stjórnmálum í tvo hópa. Annars vegar höfum við hófstilltu manneskjurnar sem vilja leita leiða til þess að auka sátt í samfélaginu, virða skoðanir annarra, hafa stjórnmál eðlilegri og leitast við að vera kurteist og yfirvegað. Hins vegar höfum við fólkið sem er sléttsama um kurteisi, lítur á gott opinbert rifrildi sem tækifæri í eigin þágu, vill sem mest fjaðrafok í kringum sjálft sig, talar af meinfýsni um „góða fólkið“ og ber litla sem enga virðingu fyrir skoðunum annarra. Fulltrúar seinni hópsins hafa náð góðu brautargengi í stjórnmálum undanfarið, til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem forseti þjóðarinnar eys illsku á Twitter á degi hverjum og lætur alls konar óhróður og fásinnu flakka. Honum er sléttsama um samræðustjórnmál. Þegar ég tók þátt í stjórnmálum einu sinni, á öðrum tíma og í öðru sólkerfi, fór ég í nokkur ár fyrir pólitísku afli sem vildi leitast við að bæta stjórnmálin, auka virðingu, fá öll sjónarmið að borðinu og svo framvegis. Við boðuðum ný stjórnmál. Ég hef hugsað svolítið um það síðan, hvort þetta hafi verið misráðið. Það er sterkur þráður í mér sem myndi, ef ég færi einhvern tímann aftur í stjórnmál — til dæmis á gamals aldri — leggja mun meiri áherslu á góðan skæting. Ég held að góður, kjarnyrtur, harðneskjulegur skætingur sé jafnvel frekar málið.Að byggja sér glerhús Sjáiði til: Óforskammaða popúlistagengið veður uppi. Það var segin saga á þingi, að í hvert sinn sem maður vildi mótmæla oft fáránlegum málflutningi slíks fólks — og það jafnvel sauð á manni út af augljósri óskammfeilni þess (og ég nenni ekki að bæta við „að mínu mati“ eins og maður þurfi alltaf að skeyta sanngjörnum fyrirvara við allt sem maður segir) — þá kom þetta fólk yfirleitt á eftir manni í pontu og spurði með hvolpaaugum og vandlætingartón (sem er athyglisverð blanda): Hva, ætlaðir þú ekki að vera kurteis? Vildir þú ekki ný stjórnmál? Maður var semsagt, með siðbótartali sínu, í raun og veru búinn að reisa sér glerhús og ef maður svo mikið sem lét eitt styggðaryrði falla um aðra, gagnrýndi smá, missti stjórn á skapi, þá var litið svo á að steini hafi verið kastað úr því glerhúsi og allt sprungið. Maður væri þar með pólitískur markleysingi.Albert Einstein rak út úr sér tunguna þegar ljósmyndarar báðu hann um að brosa á 72 ára afmælisdaginn hans, 14. mars árið 1951.Fyrir fólk sem er ekki í glerhúsi — og mun aldrei vera — er þetta ekki vandamál. Það bara rífur kjaft. Kastar steinum í allar áttir. Ekkert smallast. Auðvitað getur kurteist fólk sannfært sig um að einhvern tímann muni hinir ókurteisu, ósanngjörnu og hatrömmu fá makleg málagjöld. Að karmað muni bíta það í rassinn. Aðrir, hinn þögli meirihluti muni líka sjá á endanum hvor er betri. En þannig er það ekki. Það er ekki hægt að stóla á karma eða dóm sögunnar. Spyrjið Hillary Clinton. Karmað kemur yfirleitt til kastanna alltof seint, ef það yfirleitt kemur. Það er ekki að gera neitt fyrir stjórnmálin núna, að óheiðarlegur svikari í pólitík verði óhamingjusamur eftir tuttugu ár þegar hann lítur til baka með barnabörnum sínum og skoðar gjörðir sínar í nýju ljósi. Karma, örlögin, dómur sögunnar, samviskan. Öll þessi fyrirbrigði eru of óáreiðanleg.Mál til komið Fulltrúar frjálslyndra afla í pólitík, og sósíalískra jafnvel, víða um lönd hafa fjallað töluvert um þennan veruleika. Það er skrifað inn í klassíska frjálslyndisstefnu að allir hafi rétt á skoðunum og jafnvel er það trú frjálslyndra stjórnmálamanna að besta niðurstaðan fáist í flókin mál þegar margar skoðanir komi að umræðunni. Það er því frjálslyndum öflum eðlislægt að sýna öðrum virðingu. Það er hins vegar óhætt að segja að öfl sem deila ekki þessari heimssýn, valdsæknari öfl, fasískari jafnvel og ófyrirleitnari, hafi gengið á lagið. Frjálslyndir fá yfir sig fúkyrðaflaum og í stað þess að svara fullum hálsi er reynt að vera yfir svoleiðis hafinn. Það gengur ekki. Það er mál til komið að svara fullum hálsi. Dæmi: Allt er í steik í borgarstjórn núna. Það er eins og minnihlutinn hafi drukkið djöflasýru. Hann gerir mál úr öllu. Rífst og skammast. Markmiðið er kannski þetta: Að skapa sundrungu og óreiðu. Þyrla upp ryki. Það getur tekist, nema eitthvað sé gert. Í miðri deilu um eitthvað smáatriðið ullaði Líf á Mörtu. Það var svosem ekki tilkomumikið. Ég sjálfur á erfitt með að ulla. En í ljósi stöðunnar styð ég þetta ull. Ullum bara. Rífum kjaft. Svörum. Hugsjónirnar eru í húfi. Það þarf að berjast fyrir þeim.
Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30
Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun