Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorð Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2018 18:48 Hundruð þúsunda Rohingja halda til í flóttamannabúðum í Bangladess. Vísir/AP Nauðsynlegt er að sækja æðstu leiðtoga hers Mjanmar, sem einnig er þekkt sem Búrma, til saka fyrir þjóðarmorð gegn Rohingjamúslimum og glæpi gegn mannkyninu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar.Minnst 700 þúsund Rohingjar hafa flúið Mjanmar á undanförnum tólf mánuðum, samkvæmt BBC.Í skýrslunni eru sex háttsettir hershöfðingjar nafngreindir og rök færð fyrir því að sækja eigi þá til saka. Þá er Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlaunaNóbels, harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi sitt, þó stjórnvöld landsins hafi í raun enga stjórn yfir her Mjanmar.Rannsakendur Mannréttindaráðsins tóku hundruð viðtala við gerð skýrslunnar og segja þeir að ódæði hersins vera fjölmörg. Fjölmörgum konum hafi verið nauðgað. Margir hafi verið pyntir, myrtir og settir í þrælkun. Ráðist hafi verið á börn og heilu þorpin hafi verið brennd til grunna.Þar að auki byggði skýrslan á opnum gögnum eins og myndum og myndböndum auk gervihnattarmynda. Rannsakendurnir fengu ekki aðgang að Mjanmar og þá sérstaklega Rakhine-héraði, þar sem Rohingjar bjuggu.Ríkisstjórn Mjanmar hefur ávalt haldið því fram að aðgerðir hersins hefðu beinst gegn vígamönnum en ekki Rohingjum í heild. Herinn komst til dæmis að þeirri niðurstöðu í „innri rannsókn“ að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir af hernum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið.Sú innri rannsókn hefur verið harðlega gagnrýnd og sagt ekkert nema hvítþvottur.Bandaríkin hafa sakað yfirvöld Mjanmar um þjóðernishreinsanir.Yfirvöld Mjanmar hafna niðurstöðum skýrslunnar alfarið. Sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum hélt því fram við BBC að skýrslan væri byggð á einhliða frásögnum Rohingja.Til stendur að gefa út ítarlegri skýrslu í næsta mánuði. Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25.8.2018 19:45 Segja foringja í her Myanmar seka um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að sækja eigi foringja í her Myanmar til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu. 27.6.2018 10:15 Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11.4.2018 11:28 Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8.4.2018 16:25 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7.3.2018 06:00 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25.8.2018 19:45 Segja foringja í her Myanmar seka um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að sækja eigi foringja í her Myanmar til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu. 27.6.2018 10:15 Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11.4.2018 11:28 Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8.4.2018 16:25 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7.3.2018 06:00 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25.8.2018 19:45
Segja foringja í her Myanmar seka um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að sækja eigi foringja í her Myanmar til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu. 27.6.2018 10:15
Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11.4.2018 11:28
Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8.4.2018 16:25
Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7.3.2018 06:00