Her Búrma segist saklaus Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2017 23:25 Rúm hálf milljóna rohingjamúslima hafa flúið frá Búrma og halda nú til í flóttamannabúðum í Bangladess. Vísir/AFP Her Búrma, sem gengur einnig undir nafninu Mjanmar, segir að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir af hernum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið. Þetta er niðurstaða innri rannsóknar hersins sem sannar sakleysi hans í Rakhine-héraði. Rúm hálf milljóna rohingjamúslima hafa flúið frá Búrma og halda nú til í flóttamannabúðum í Bangladess. Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands, samkvæmt frétt BBC.Þetta segir herinn að hafi verið staðfest í samtölum við þúsundir íbúa héraðsins. Niðurstöður innri rannsóknar hersins voru birtar á Facebook í dag.Niðurstöðurnar eru þvert á ásakanir Sameinuðu þjóðanna, mannréttindasamtaka og fjölmiðla. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að aðgerðir hersins gegn rohingjafólkinu sé „skólabókardæmi um þjóðernishreinsun“.HvítþvotturAmnesty International segir að rannsókn hersins sé hvítþvottur og sakar herinn um glæpi gegn mannkyninu. Samtökin kalla eftir því að rannsakendum Sameinuðu þjóðanna verði hleypt til svæðisins og alþjóðasamfélagið taki á aðgerðum hersins í Búrma.Rohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og búa langflestir þeirra í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar. Yfirvöld Búrma hafa verið sökuð um þjóðernishreinsanir og að reyna að reka rohingjafólkið frá landinu. Blaðamaður BBC varð vitni af því þegar heimamenn kveiktu í þorpi rohingjamúslima fyrir framan lögregluþjóna. Þá hafa fjölmiðlar rætt við fjölda fólks sem hefur lýst ódæðum eins og morðum, nauðgunum og ýmsu öðru. Margir sem flúðu til Bangladess voru særðir þegar þeir komust þangað. Fólkið hefur sagt að her Búrma og æstir múgar búddista hafi brennt heilu þorpin og myrt fjölda fólks. Tengdar fréttir Nærri því 400 þúsund rohingjamúslimar hafa flúið Flóttamannabúðir í Búrma anna ekki fjöldanum sem hefur flúið frá Búrma. 15. september 2017 15:30 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Oxford-háskóli fjarlægir málverk af Aung San Suu Kyi Leiðtogi Búrma hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að láta ómannúðlega meðferð á Rohingja-múslimum viðgangast. 30. september 2017 16:52 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Her Búrma, sem gengur einnig undir nafninu Mjanmar, segir að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir af hernum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið. Þetta er niðurstaða innri rannsóknar hersins sem sannar sakleysi hans í Rakhine-héraði. Rúm hálf milljóna rohingjamúslima hafa flúið frá Búrma og halda nú til í flóttamannabúðum í Bangladess. Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands, samkvæmt frétt BBC.Þetta segir herinn að hafi verið staðfest í samtölum við þúsundir íbúa héraðsins. Niðurstöður innri rannsóknar hersins voru birtar á Facebook í dag.Niðurstöðurnar eru þvert á ásakanir Sameinuðu þjóðanna, mannréttindasamtaka og fjölmiðla. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að aðgerðir hersins gegn rohingjafólkinu sé „skólabókardæmi um þjóðernishreinsun“.HvítþvotturAmnesty International segir að rannsókn hersins sé hvítþvottur og sakar herinn um glæpi gegn mannkyninu. Samtökin kalla eftir því að rannsakendum Sameinuðu þjóðanna verði hleypt til svæðisins og alþjóðasamfélagið taki á aðgerðum hersins í Búrma.Rohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og búa langflestir þeirra í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar. Yfirvöld Búrma hafa verið sökuð um þjóðernishreinsanir og að reyna að reka rohingjafólkið frá landinu. Blaðamaður BBC varð vitni af því þegar heimamenn kveiktu í þorpi rohingjamúslima fyrir framan lögregluþjóna. Þá hafa fjölmiðlar rætt við fjölda fólks sem hefur lýst ódæðum eins og morðum, nauðgunum og ýmsu öðru. Margir sem flúðu til Bangladess voru særðir þegar þeir komust þangað. Fólkið hefur sagt að her Búrma og æstir múgar búddista hafi brennt heilu þorpin og myrt fjölda fólks.
Tengdar fréttir Nærri því 400 þúsund rohingjamúslimar hafa flúið Flóttamannabúðir í Búrma anna ekki fjöldanum sem hefur flúið frá Búrma. 15. september 2017 15:30 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Oxford-háskóli fjarlægir málverk af Aung San Suu Kyi Leiðtogi Búrma hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að láta ómannúðlega meðferð á Rohingja-múslimum viðgangast. 30. september 2017 16:52 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Nærri því 400 þúsund rohingjamúslimar hafa flúið Flóttamannabúðir í Búrma anna ekki fjöldanum sem hefur flúið frá Búrma. 15. september 2017 15:30
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Oxford-háskóli fjarlægir málverk af Aung San Suu Kyi Leiðtogi Búrma hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að láta ómannúðlega meðferð á Rohingja-múslimum viðgangast. 30. september 2017 16:52