Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Herforingjastjórn Súdan sendi í október tilboð til ráðamanna í Rússlandi og bauð þeim að koma mögulega upp fyrstu rússnesku flotastöðinni við Rauðahaf. Í staðinn fyrir flotastöð og námusamninga vill ríkisstjórnin loftvarnarkerfi og vopn á góðu verði en illa hefur gengið í átökunum við RSF. 1.12.2025 22:05
Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Umdeild árás á bát sem sagður er hafa verið notaður til að flytja fíkniefni um Karíbahaf var fullkomlega lögleg, samkvæmt talskonu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún segir Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, ekki hafa gefið skipunina, heldur hafi það verið Frank M. Bradley, aðmíráll, sem leiðir sérsveitir Bandaríkjanna (SOCOM), sem hafi gert það. 1.12.2025 21:17
Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Sonur hins víðfræga fíkniefnabaróns sem kallast „El Chapo“ er sagður ætla að gangast við sekt í dómsal í dag. Hann hefur verið ákærður fyrir fíkniefnasmygl í Chicago, eftir að hafa platað fyrrverandi samstarfsfélaga föður síns og annan stofnanda Sinaloa-samtakanna til Bandaríkjanna. 1.12.2025 19:03
Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Að minnsta kosti 604 eru látnir eftir mikil flóð á Indónesíu og að minnsta kosti 464 er enn saknað. Í heildina er vitað til þess að rúmlega þúsund manns hafi dáið vegna flóða í þremur löndum í Suðaustur-Asíu og er rúmlega átta hundruð saknað. 1.12.2025 18:07
Miðflokkurinn áfram á flugi Miðflokkurinn mælist með 19,5 prósenta fylgi og hefur bætt við sig rúmum þremur prósentustigum á mánuði. Samfylkingin er enn stærsti flokkurinn hér á landi með 31,1 prósenta fylgi. Flestir aðrir flokkar eru á svipuðum slóðum eða með aðeins minna fylgi en í síðasta mánuði. 1.12.2025 17:34
Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Að minnsta kosti 145 eru látnir eftir mikil flóð í suðurhluta Taílands. Dregið hefur úr flóðunum og eru gífurlegar skemmdir að líta dagsins ljós. Áætlað er að flóðin hafi haft áhrif á um 1,2 milljónir heimila og um 3,6 milljónir manna í tólf héruðum Taílands. 28.11.2025 16:34
Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Andrí Jermak, áhrifamikill starfsmannastjóri Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, hefur sagt af sér. Forsetinn segir að umfangsmiklar breytingar verði gerðar á skrifstofu forsetaembættisins en Jermak sagði af sér eftir að hann var bendlaður við umfangsmikið spillingarmál í orkugeira Úkraínu. 28.11.2025 15:36
Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, segir það mjög slæmt að hætt verði að sýna kvöldfréttir Sýnar um helgar í næsta mánuði. Um sé að ræða lið í langri þróun og að sporna þurfi gegn henni. Stjórnvöld þurfi að koma þar að en einnig þurfi hugarfarsbreytingu hjá almenningi. 28.11.2025 14:46
Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Dómsmálaráðuneyti Ísrael rannsakar nú ísraelska landamæraverði sem skutu tvo grunaða vígamenn til bana á Vesturbakkanum í gær. Það var gert eftir að mennirnir gáfust upp fyrir landamæravörðum. Myndband af aftökunni í Jenin fór í dreifingu í gær. 28.11.2025 13:07
Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu. 28.11.2025 11:42