Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Að minnsta kosti 145 eru látnir eftir mikil flóð í suðurhluta Taílands. Dregið hefur úr flóðunum og eru gífurlegar skemmdir að líta dagsins ljós. Áætlað er að flóðin hafi haft áhrif á um 1,2 milljónir heimila og um 3,6 milljónir manna í tólf héruðum Taílands. 28.11.2025 16:34
Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Andrí Jermak, áhrifamikill starfsmannastjóri Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, hefur sagt af sér. Forsetinn segir að umfangsmiklar breytingar verði gerðar á skrifstofu forsetaembættisins en Jermak sagði af sér eftir að hann var bendlaður við umfangsmikið spillingarmál í orkugeira Úkraínu. 28.11.2025 15:36
Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, segir það mjög slæmt að hætt verði að sýna kvöldfréttir Sýnar um helgar í næsta mánuði. Um sé að ræða lið í langri þróun og að sporna þurfi gegn henni. Stjórnvöld þurfi að koma þar að en einnig þurfi hugarfarsbreytingu hjá almenningi. 28.11.2025 14:46
Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Dómsmálaráðuneyti Ísrael rannsakar nú ísraelska landamæraverði sem skutu tvo grunaða vígamenn til bana á Vesturbakkanum í gær. Það var gert eftir að mennirnir gáfust upp fyrir landamæravörðum. Myndband af aftökunni í Jenin fór í dreifingu í gær. 28.11.2025 13:07
Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu. 28.11.2025 11:42
Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Rannsakendur tveggja stofnana sem rannsaka spillingu í Úkraínu framkvæmdu í morgun húsleit hjá Andrí Jermak, starfsmannastjóra Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, og æðsti samningamaður hans. Er það vegna mögulegra tengsla hans við umfangsmikið spillingarmál í orkugeira Úkraínu sem snýr að umfangsmiklum mútugreiðslum og fjársvikum varðandi ríkisfyrirtæki sem rekur þrjú kjarnorkuver. 28.11.2025 09:13
Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Afganski maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tvo þjóðvarðliða skammt frá Hvíta húsinu í gær keyrði þvert yfir Bandaríkin til að gera árásina. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en maðurinn er sagður hafa starfað með Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Afganistan á árum áður og fékk hæli fyrr á þessu ári. 27.11.2025 16:51
Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Maður sem var að leita sér að flugmiða frá Keflavík til Prag í febrúar sá að mikill verðmunur var á verði flugferðarinnar, eftir því hvort hún var bókuð á vef Icelandair eða vef SAS. Það er þrátt fyrir að hann hafi skoðað nákvæmlega sömu ferðina, sem farin verður í flugvélum beggja félaga. 27.11.2025 15:35
Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. 27.11.2025 14:42
Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) og ráðamenn í Noregi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um mögulega byggingu geimstjórnstöðvar á norðurslóðum. Nánar tiltekið stendur til að skoða kosti og galla þess að reisa slíka stöð nærri Tromsø. 27.11.2025 11:46