Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ráð­herra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa

Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“.

Komu naum­lega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bret­landi

Breskir sérsveitarmenn og lögregluþjónar eru sagðir hafa í naumindum komið í veg fyrir hryðjuverkaárás á breskri grundu. Farið var í nokkur áhlaup um Bretland í um helgina, vegna tveggja mismunandi rannsókna, og voru átta menn handteknir. Þar af eru sjö frá Íran.

Með bæði betri og fleiri vopn en síðast

Mikil spenna hefur ríkt milli Indverja og Pakistana á undanförnum dögum, eftir að hryðjuverkamenn myrtu 26 indverska ferðamenn í Kasmír-héraði. Ráðamenn í Indlandi hafa heitið því að refsa hryðjuverkamönnum og bakhjörlum þeirra og ráðamenn í Pakistan hafa varað við því að áhlaup yfir landamærin sé væntanlegt.

Ætla að her­nema Gasaströndina

Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu.

Segir réttarríkið standa í vegi sínum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum.

Skallaði mann og dóna­legur við lög­reglu­þjóna

Lögregluþjónar handtóku í gærkvöldi mann sem hafði skallað annan í miðbænum. Farið var með manninn á lögreglustöð til að reyna að ræða við manninn en það gekk hins vegar ekki vegna ölvunar mannsins og dónaskaps hans í garð lögregluþjóna.

Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi

Ég hef ekki tölu á því hve mörgum klukkustundum ég hef varið í Cyrodiil í gegnum árin. Ég varð því hinn ánægðasti þegar ég sá að ég gæti spilað uppfærðan Oblivion á nýjan leik og mikið rosalega hefur það verið gaman.

Gera úkraínsk ung­menni að sjálfsmorðssprengjumönnum

Útsendarar leyniþjónusta Rússlands hafa notað samfélagsmiðla til að fá unga Úkraínumenn til að gera sprengjuárásir í Úkraínu. Í einhverjum tilfellum hefur fólkið ekki vitað að það bæri sprengju og hefur þó óafvitandi verið gert að sjálfsmorðssprengjumönnum.

Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa

Mikill samdráttur hefur orðið á sölu hjá hamborgarakeðjunni McDonald‘s í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi. Salan lækkaði um 3,6 prósent sem er mesta lækkunin hjá keðjunni frá árinu 2020, þegar Covid var og hét og loka þurfti verslunum og veitingastöðum.

Sjá meira