Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ingvar Þór Björnsson skrifar 8. apríl 2018 16:25 Úr flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess. Vísir/AFP Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. Reuters greinir frá. Nærri 700.000 Róhingjar hafa flúið Rakhine-hérað Mjanmar frá því að þjóðernishreinsanir mjanmarska hersins á þeim hófust í ágúst á síðasta ári. Flestir hafa farið til Bangladess en stjórnvöld í Mjanmar og Bangladess náðu samkomulagi í nóvember um að Róhingjar á flótta myndu snúa aftur til heimkynna sinna í Mjanmar innan tveggja ára. Stjórnvöld í Mjanmar segja að þeim sé nú óhætt að snúa til baka en staðan hefur ekki batnað að mati Sameinuðu þjóðanna. Enn hefur enginn snúið heim. Barn í Thyangkhali-flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess.Vísir/AFP Mueller, sem lauk nýverið sex daga ferðalagi um Mjanmar, segir að Róhingjar hafi ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu, lifi við mikið óöryggi og að ótækt sé fyrir fólkið að snúa aftur við núverandi aðstæður. Þá bendir hún á að eitt helsta vandamálið sé að mjanmarski stjórnarherinn hafi lagt að minnsta kosti 55 þorp þeirra í rúst. „Ég sá svæði þar sem þorp höfðu verið brennd niður og lögð í rúst. Ég hef hvorki séð né heyrt eitthvað sem bendir til þess að fólkið geti snúið til síns heima,“ sagði Mueller. Stjórnvöld í Mjanmar segja að þorpin hafi verið jöfnuð við jörðu til að rýma fyrir flóttamannabúðum. Ríkisstjórn Mjanmar hefur hafnað því að þjóðflokkurinn kallist Róhingjar og kallar þá þess í stað Bengala. Þarlend stjórnvöld líta svo á að Róhingjar séu ólöglegir innflytjendur frá Bangladess. Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. Reuters greinir frá. Nærri 700.000 Róhingjar hafa flúið Rakhine-hérað Mjanmar frá því að þjóðernishreinsanir mjanmarska hersins á þeim hófust í ágúst á síðasta ári. Flestir hafa farið til Bangladess en stjórnvöld í Mjanmar og Bangladess náðu samkomulagi í nóvember um að Róhingjar á flótta myndu snúa aftur til heimkynna sinna í Mjanmar innan tveggja ára. Stjórnvöld í Mjanmar segja að þeim sé nú óhætt að snúa til baka en staðan hefur ekki batnað að mati Sameinuðu þjóðanna. Enn hefur enginn snúið heim. Barn í Thyangkhali-flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess.Vísir/AFP Mueller, sem lauk nýverið sex daga ferðalagi um Mjanmar, segir að Róhingjar hafi ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu, lifi við mikið óöryggi og að ótækt sé fyrir fólkið að snúa aftur við núverandi aðstæður. Þá bendir hún á að eitt helsta vandamálið sé að mjanmarski stjórnarherinn hafi lagt að minnsta kosti 55 þorp þeirra í rúst. „Ég sá svæði þar sem þorp höfðu verið brennd niður og lögð í rúst. Ég hef hvorki séð né heyrt eitthvað sem bendir til þess að fólkið geti snúið til síns heima,“ sagði Mueller. Stjórnvöld í Mjanmar segja að þorpin hafi verið jöfnuð við jörðu til að rýma fyrir flóttamannabúðum. Ríkisstjórn Mjanmar hefur hafnað því að þjóðflokkurinn kallist Róhingjar og kallar þá þess í stað Bengala. Þarlend stjórnvöld líta svo á að Róhingjar séu ólöglegir innflytjendur frá Bangladess.
Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00
Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00
Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00