Íslenskir flugrekendur juku koltvísýringslosun um rúm 13% Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2018 11:38 Losun frá flugi á Íslandi hefur aukist í takti við vaxandi ásökn erlendra ferðamanna. Vísir/GVA Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum frá Evrópuflugi íslenskra flugrekenda hélt áfram á síðasta ári þrátt fyrir að þeim fækkaði um einn. Losunin jókst um 13,2% frá árinu áður. Þá er hvorki talin með losun erlendra flugrekenda né Ameríkuflug íslenskra félaga. Fimm íslenskir flugrekendur hafa gert upp losunarheimildir sinar í viðskiptakerfi Evrópusambandsins en þeim hefur fækkað um einn á milli ára. Heildarlosun í flugi sem fellur undir kerfið var 813.745 tonn af koltvísýringsígildum, að því er segir í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Losunin frá flugferðum Icelandair, Wow Air, Air Iceland Connect, Air Atlanta og Bláfugls nam 13,2% á milli áranna 2016 og 2017. Þar er hins vegar aðeins talin losun sem á sér stað innan evrópska efnahagssvæðisins en ekki Ameríkuflug. Tölurnar ná einnig aðeins yfir losun íslenskra flugrekenda en ekki þess fjölda erlendra félaga sem flýgur til og frá landinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia fljúga 32 flugfélög frá Keflavíkurflugvelli. Sjö rekstraraðilar iðnaðar gerðu einnig upp heimildir sínar og jókst losun þeirra um 2,8% á milli ára. Losun þeirra nam 1.831.667 tonnum af koltvísýringsígildum. Miðað við þær tölur nemur losun frá Evrópuflugi íslenskra flugrekenda nú um 44% af losun frá iðnaði á Íslandi. Fréttir af flugi Loftslagsmál Tengdar fréttir Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum frá Evrópuflugi íslenskra flugrekenda hélt áfram á síðasta ári þrátt fyrir að þeim fækkaði um einn. Losunin jókst um 13,2% frá árinu áður. Þá er hvorki talin með losun erlendra flugrekenda né Ameríkuflug íslenskra félaga. Fimm íslenskir flugrekendur hafa gert upp losunarheimildir sinar í viðskiptakerfi Evrópusambandsins en þeim hefur fækkað um einn á milli ára. Heildarlosun í flugi sem fellur undir kerfið var 813.745 tonn af koltvísýringsígildum, að því er segir í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Losunin frá flugferðum Icelandair, Wow Air, Air Iceland Connect, Air Atlanta og Bláfugls nam 13,2% á milli áranna 2016 og 2017. Þar er hins vegar aðeins talin losun sem á sér stað innan evrópska efnahagssvæðisins en ekki Ameríkuflug. Tölurnar ná einnig aðeins yfir losun íslenskra flugrekenda en ekki þess fjölda erlendra félaga sem flýgur til og frá landinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia fljúga 32 flugfélög frá Keflavíkurflugvelli. Sjö rekstraraðilar iðnaðar gerðu einnig upp heimildir sínar og jókst losun þeirra um 2,8% á milli ára. Losun þeirra nam 1.831.667 tonnum af koltvísýringsígildum. Miðað við þær tölur nemur losun frá Evrópuflugi íslenskra flugrekenda nú um 44% af losun frá iðnaði á Íslandi.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Tengdar fréttir Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15