Leikur, barátta, íþróttamennska og jafnrétti Herbert Beck skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Þann 1. september munu kvennalandslið Íslands og Þýskalands í fótbolta mætast á Laugardalsvelli til að ákveða hvort þeirra mun fara á heimsmeistaramótið í Frakklandi á næsta ári. Einungis sigurliðið kemst beina leið á HM. Íslenska landsliðið er nú stigahæst í 5. riðli eftir 3:2 sigur gegn Þjóðverjum í Wiesbaden í október síðastliðnum og er með eins stigs forystu á Þýskaland í riðlinum. Það liggur því ljóst fyrir að sigurliðið í Laugardalnum mun fara áfram til Frakklands. Kvennalið Þýskalands hefur unnið Ólympíuleikana, er tvöfaldur heimsmeistari og áttfaldur Evrópumeistari í knattspyrnu. Það er því óvenjulegt fyrir það að sitja í öðru sæti riðilsins. Þýsku konurnar ásamt þjálfara sínum Horst Hrubesch, sem er afar farsæll leikmaður og þjálfari, finna greinilega að Þjóðverjar bera miklar væntingar til þeirra, ekki síst eftir mikil vonbrigði með karlalandsliðið núna í sumar. Bestu fjögur liðin sem eru í öðru sæti í riðlakeppninni komast í umspil fyrir seinasta evrópska sætið fyrir HM í Frakklandi, en markmið þýska liðsins er klárlega að sigra í riðlinum. Til þess þarf þýska liðið þó að vinna einvígið hér í Reykjavík. „Næsti úrslitaleikur er á Íslandi. Við munum leggja allt af mörkum til að tryggja okkur sigur í forkeppninni,“ segir markvörður þýska landsliðsins Almuth Schult sem spilar fyrir VfL Wolfsburg, en Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er liðsfélagi hennar þar. Á hinn bóginn hafa íslensku konurnar góða ástæðu til að mæta fullar sjálfsöryggis í „úrslitaleikinn“. Eftir fimm sigra og aðeins eitt jafntefli gegn Tékkum, gæti staða íslensku kvennanna varla verið vænlegri. Þegar leikurinn hefst næstkomandi laugardag, þann 1. september, kl. 14.55, mun fara fram hörkuspennandi leikur með fótboltakonum sem munu berjast af öllu afli til sigurs. Vegna þess hve mikilvægur leikurinn er, þá verður hann sýndur í beinni útsendingu í þýsku ríkissjónvarpi. Við hlökkum til þessa leiks sem mun sameina allt það sem gerir knattspyrnu að vinsælustu íþrótt heims: ástríðu, keppni, þokka, tækni, sigurvilja, dálítið drama og þá mögulega sorg. Fyrir utan keppnina sjálfa (og viðskiptalegu hlið hennar) má ekki gleyma öðrum hliðum knattspyrnunnar: fótbolti hefur alltaf verið leikur sem byggist á virðingu og reglum. Á meðan keppnin sjálf vekur samsömun og ástríðu í okkur, eru það reglur um sanngirni sem gera það að verkum að sigurinn lítilsvirði hvorki andstæðinginn né að tap leiði til örvæntingar. Það gildir einnig í þessu tilfelli. Þrátt fyrir alla viðleitni til að vinna þennan leik, þá þurfum við að muna að í lok dags þá er þetta leikur.Kynjajafnrétti Næstkomandi laugardag kemur svo einn þáttur til viðbótar við sögu – kynjajafnrétti. Þegar litið er á sögu alþjóðlega kvennafótboltans er greinilegt að hún endurspeglar samfélagið á hverjum tíma. Á tímum fyrri heimsstyrjaldar varð kvennafótbolti vinsæll, en hann var síðan að hluta til bannaður á áratugum sem fylgdu. Rökin fyrir því banni endurómuðu kunnugleg stef úr öðrum kimum samfélagsins, ljóst er að áhuginn á raunverulegu jafnvægi milli karla og kvenna var ekki fyrir hendi. Það var ekki fyrr en fótboltakonur stefndu á að stofna sína eigin deild að hægt var að koma vitinu fyrir karlana. Árið 1970 ákvað Þýska knattspyrnusambandið (DFB) að lyfta leikbanninu við kvennafótbolta og það sama gerði Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) ári síðar. Hannelore Ratzeburg, núverandi varaforseti DFB, er til fyrirmyndar þegar kemur að baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna í knattspyrnu í Þýskalandi, en hún hefur beitt sér í þágu kvennafótbolta bæði í Þýskalandi og á alþjóðlegum vettvangi síðustu 40 árin. Þegar ég hugsa til kvennafótbolta á Íslandi þá dettur mér fyrst og fremst í hug hið glæsilega auglýsingamyndskeið „Unstoppable for Iceland", sem Icelandair lét gera fyrir sig í aðdraganda Evrópumótsins í kvennafótbolta 2017. Í þessu tveggja mínútna myndskeiði eru teknar saman á snilldarlegan hátt þær áskoranir sem stelpur verða að sigrast á, til þess eins að geta gert það sem þær kunna best – að spila fótbolta! Íslenska knattspyrnusambandið er búið að setja sér það metnaðarfulla markmið að fylla Laugardalsvöll þann 1. september. Það yrði í fyrsta skipti sem uppselt yrði á leik í kvennafótbolta á Íslandi. Þetta markmið styð ég heilshugar, ekki síst þar sem það mun vera góð auglýsing fyrir kvennafótbolta, bæði hérlendis og erlendis. Hvernig sem leikurinn næstkomandi laugardag fer, vonumst við öll til þess að sjá fótboltaveislu sem mun hvort tveggja í senn vera íþróttaþrekvirki og fagna jafnrétti karla og kvenna í fótbolta. Ég er sannfærður um það að bæði liðin eru fyrsta flokks lið sem munu auðga heimsmótið á næsta ári. „Fyllum völlinn!“ – Hjálpaðu til við að fylla völlinn í fyrsta skipti! Vertu hluti af þessari glæsilegu sögu! Sjáumst í Laugardalnum!Höfundur er sendiherra Þýskalands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Þann 1. september munu kvennalandslið Íslands og Þýskalands í fótbolta mætast á Laugardalsvelli til að ákveða hvort þeirra mun fara á heimsmeistaramótið í Frakklandi á næsta ári. Einungis sigurliðið kemst beina leið á HM. Íslenska landsliðið er nú stigahæst í 5. riðli eftir 3:2 sigur gegn Þjóðverjum í Wiesbaden í október síðastliðnum og er með eins stigs forystu á Þýskaland í riðlinum. Það liggur því ljóst fyrir að sigurliðið í Laugardalnum mun fara áfram til Frakklands. Kvennalið Þýskalands hefur unnið Ólympíuleikana, er tvöfaldur heimsmeistari og áttfaldur Evrópumeistari í knattspyrnu. Það er því óvenjulegt fyrir það að sitja í öðru sæti riðilsins. Þýsku konurnar ásamt þjálfara sínum Horst Hrubesch, sem er afar farsæll leikmaður og þjálfari, finna greinilega að Þjóðverjar bera miklar væntingar til þeirra, ekki síst eftir mikil vonbrigði með karlalandsliðið núna í sumar. Bestu fjögur liðin sem eru í öðru sæti í riðlakeppninni komast í umspil fyrir seinasta evrópska sætið fyrir HM í Frakklandi, en markmið þýska liðsins er klárlega að sigra í riðlinum. Til þess þarf þýska liðið þó að vinna einvígið hér í Reykjavík. „Næsti úrslitaleikur er á Íslandi. Við munum leggja allt af mörkum til að tryggja okkur sigur í forkeppninni,“ segir markvörður þýska landsliðsins Almuth Schult sem spilar fyrir VfL Wolfsburg, en Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er liðsfélagi hennar þar. Á hinn bóginn hafa íslensku konurnar góða ástæðu til að mæta fullar sjálfsöryggis í „úrslitaleikinn“. Eftir fimm sigra og aðeins eitt jafntefli gegn Tékkum, gæti staða íslensku kvennanna varla verið vænlegri. Þegar leikurinn hefst næstkomandi laugardag, þann 1. september, kl. 14.55, mun fara fram hörkuspennandi leikur með fótboltakonum sem munu berjast af öllu afli til sigurs. Vegna þess hve mikilvægur leikurinn er, þá verður hann sýndur í beinni útsendingu í þýsku ríkissjónvarpi. Við hlökkum til þessa leiks sem mun sameina allt það sem gerir knattspyrnu að vinsælustu íþrótt heims: ástríðu, keppni, þokka, tækni, sigurvilja, dálítið drama og þá mögulega sorg. Fyrir utan keppnina sjálfa (og viðskiptalegu hlið hennar) má ekki gleyma öðrum hliðum knattspyrnunnar: fótbolti hefur alltaf verið leikur sem byggist á virðingu og reglum. Á meðan keppnin sjálf vekur samsömun og ástríðu í okkur, eru það reglur um sanngirni sem gera það að verkum að sigurinn lítilsvirði hvorki andstæðinginn né að tap leiði til örvæntingar. Það gildir einnig í þessu tilfelli. Þrátt fyrir alla viðleitni til að vinna þennan leik, þá þurfum við að muna að í lok dags þá er þetta leikur.Kynjajafnrétti Næstkomandi laugardag kemur svo einn þáttur til viðbótar við sögu – kynjajafnrétti. Þegar litið er á sögu alþjóðlega kvennafótboltans er greinilegt að hún endurspeglar samfélagið á hverjum tíma. Á tímum fyrri heimsstyrjaldar varð kvennafótbolti vinsæll, en hann var síðan að hluta til bannaður á áratugum sem fylgdu. Rökin fyrir því banni endurómuðu kunnugleg stef úr öðrum kimum samfélagsins, ljóst er að áhuginn á raunverulegu jafnvægi milli karla og kvenna var ekki fyrir hendi. Það var ekki fyrr en fótboltakonur stefndu á að stofna sína eigin deild að hægt var að koma vitinu fyrir karlana. Árið 1970 ákvað Þýska knattspyrnusambandið (DFB) að lyfta leikbanninu við kvennafótbolta og það sama gerði Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) ári síðar. Hannelore Ratzeburg, núverandi varaforseti DFB, er til fyrirmyndar þegar kemur að baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna í knattspyrnu í Þýskalandi, en hún hefur beitt sér í þágu kvennafótbolta bæði í Þýskalandi og á alþjóðlegum vettvangi síðustu 40 árin. Þegar ég hugsa til kvennafótbolta á Íslandi þá dettur mér fyrst og fremst í hug hið glæsilega auglýsingamyndskeið „Unstoppable for Iceland", sem Icelandair lét gera fyrir sig í aðdraganda Evrópumótsins í kvennafótbolta 2017. Í þessu tveggja mínútna myndskeiði eru teknar saman á snilldarlegan hátt þær áskoranir sem stelpur verða að sigrast á, til þess eins að geta gert það sem þær kunna best – að spila fótbolta! Íslenska knattspyrnusambandið er búið að setja sér það metnaðarfulla markmið að fylla Laugardalsvöll þann 1. september. Það yrði í fyrsta skipti sem uppselt yrði á leik í kvennafótbolta á Íslandi. Þetta markmið styð ég heilshugar, ekki síst þar sem það mun vera góð auglýsing fyrir kvennafótbolta, bæði hérlendis og erlendis. Hvernig sem leikurinn næstkomandi laugardag fer, vonumst við öll til þess að sjá fótboltaveislu sem mun hvort tveggja í senn vera íþróttaþrekvirki og fagna jafnrétti karla og kvenna í fótbolta. Ég er sannfærður um það að bæði liðin eru fyrsta flokks lið sem munu auðga heimsmótið á næsta ári. „Fyllum völlinn!“ – Hjálpaðu til við að fylla völlinn í fyrsta skipti! Vertu hluti af þessari glæsilegu sögu! Sjáumst í Laugardalnum!Höfundur er sendiherra Þýskalands
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun