Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á Twitter Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2018 18:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað tæknifyrirtækið Google um að „þagga raddir íhaldsmanna“ og fela sanngjarna umfjöllun um sig. hann kvartaði yfir leitarvél fyrirtækisins á Twitter í dag. Í tístu sínum virtist forsetinn velta vöngum yfir því hvort hin meinta þöggun væri ólögleg og sagði Google vera hættulegt. Trump sagði leitarorðin „Trump News“ nánast eingöngu skila niðurstöðum frá fjölmiðlum sem hann segir vera vinstri sinnaða. „Þeir stjórna því sem við getum og getum ekki séð. Þetta er mjög alvarlegt ástand sem verður tekið á,“ skrifaði Trump í tveimur tístum sem hann eyddi vegna stafsetningarvillu og birti svo aftur. Tístin voru upprunalega birt fyrir klukkan sex að morgni í Washington DC. Talsmenn tæknifyrirtækisins þvertóku fyrir að stjórnmál hefðu áhrif á niðurstöður leitarvélar Google á nokkurn hátt. Í tilkynningu segir að eina markmið leitarvélarinnar sé að skila bestu niðurstöðunum á nokkrum sekúndum.....results on “Trump News” are from National Left-Wing Media, very dangerous. Google & others are suppressing voices of Conservatives and hiding information and news that is good. They are controlling what we can & cannot see. This is a very serious situation-will be addressed! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 28, 2018 Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Hvíta hússins, sagði í dag að ríkisstjórn Trump væri að „skoða“ Google, án þess að veita frekari upplýsingar. Virði hlutabréfa Alphabet, móðurfélags Google, féll um 0,6 prósent í kjölfar tísta forsetans.Samkvæmt Politico virðist sem að tíst Trump byggi á umdeildri grein á síðunni PJ Media. Fjallað var um greinina á Fox News í gærkvöldi. Ritstjóri PJ Media viðurkenndi í dag að rannsókn hennar væri ekki vísindaleg. Hún hefði skrifað Trump í fréttahluta leitarvélar Google í tveimur tölvum og hún hefði notast við mismunandi aðganga að Chrome.Blaðamaður Washington Post bendir á að nokkrum mínutum eftir fyrri tíst Trump í dag googlaði hann „Trump News“ og efsta niðurstaðan var frá Fox News og grein PJ Media var meðal efstu niðurstaða. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað tæknifyrirtækið Google um að „þagga raddir íhaldsmanna“ og fela sanngjarna umfjöllun um sig. hann kvartaði yfir leitarvél fyrirtækisins á Twitter í dag. Í tístu sínum virtist forsetinn velta vöngum yfir því hvort hin meinta þöggun væri ólögleg og sagði Google vera hættulegt. Trump sagði leitarorðin „Trump News“ nánast eingöngu skila niðurstöðum frá fjölmiðlum sem hann segir vera vinstri sinnaða. „Þeir stjórna því sem við getum og getum ekki séð. Þetta er mjög alvarlegt ástand sem verður tekið á,“ skrifaði Trump í tveimur tístum sem hann eyddi vegna stafsetningarvillu og birti svo aftur. Tístin voru upprunalega birt fyrir klukkan sex að morgni í Washington DC. Talsmenn tæknifyrirtækisins þvertóku fyrir að stjórnmál hefðu áhrif á niðurstöður leitarvélar Google á nokkurn hátt. Í tilkynningu segir að eina markmið leitarvélarinnar sé að skila bestu niðurstöðunum á nokkrum sekúndum.....results on “Trump News” are from National Left-Wing Media, very dangerous. Google & others are suppressing voices of Conservatives and hiding information and news that is good. They are controlling what we can & cannot see. This is a very serious situation-will be addressed! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 28, 2018 Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Hvíta hússins, sagði í dag að ríkisstjórn Trump væri að „skoða“ Google, án þess að veita frekari upplýsingar. Virði hlutabréfa Alphabet, móðurfélags Google, féll um 0,6 prósent í kjölfar tísta forsetans.Samkvæmt Politico virðist sem að tíst Trump byggi á umdeildri grein á síðunni PJ Media. Fjallað var um greinina á Fox News í gærkvöldi. Ritstjóri PJ Media viðurkenndi í dag að rannsókn hennar væri ekki vísindaleg. Hún hefði skrifað Trump í fréttahluta leitarvélar Google í tveimur tölvum og hún hefði notast við mismunandi aðganga að Chrome.Blaðamaður Washington Post bendir á að nokkrum mínutum eftir fyrri tíst Trump í dag googlaði hann „Trump News“ og efsta niðurstaðan var frá Fox News og grein PJ Media var meðal efstu niðurstaða.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira