Leita enn að innbrotsþjófum á Austurlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 20:22 Íbúar á Eskifirði urðu fyrir barðinum á innbrotsþjófum í dag. Vísir/Getty Lögreglan á Austurlandi hefur enn ekki haft uppi á mönnunum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði í dag þrátt fyrir mikla leit. Lögreglan á Norðurlandi Eystra segir lýsingarnar á atburðum svipa mjög til þeirra innbrota sem voru framin á Húsavík í gær. Hún útilokar ekki að tengsl séu þarna á milli. Í dag var brotist inn á heimili á Eskifirði og náðu mennirnir að hafa á brott með sér talsverða fjármuni. Lögreglan hefur fengið lýsingu tveimur mönnum sem voru að verki á Austurlandi. Annars vegar er um að ræða karlmann sem er á milli þrítugs og fertugs, með dökkt skegg og um 180 cm á hæð. Hann klæðist léttum dökkum jakka og er með brúnan bakpoka. Þá hafa íbúar hins vegar lýst manni sem hafi bankað upp á á fjölmörgum heimilum á svæðinu sem einnig er talinn vera á milli þrítugs og fertugs. Til hans sást í bláum regnjakka og var hann með bláleitan bakpoka. Íbúar á Neskaupstað sem gerðu lögreglu viðvart í dag segja manninn hafa talað ensku en þeir hafi þó ekki talið að viðkomandi væri frá enskumælandi landi. Lögreglan biður fólk að hafa í huga að í sumar hafi víða um land verið farið inn í hús og verðmætum stolið. Þjófar hafi farið inn í ólæst hús um miðjan dag, yfirleitt þegar fólk er við vinnu. Þessir einstaklingar banka upp á og ef enginn kemur til dyra fara þeir inn í húsin ef þau eru ólæst. Þeir eru með skýringar á reiðum höndum ef fólk er heima við. Þá segjast þeir ýmist vera að leita að gistingu eða þykjast fara húsavillt. Lögreglan á Austurlandi telur líkur á að viðkomandi aðilar séu enn á svæðinu og biður fólk því að hafa það í huga. Hún vill beina þeim tilmælum til fólks að ef það verður vart við grunsamlegar mannaferðir að láta lögreglu strax vita með því að hringja í neyðarlínuna.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi Eystra. Lögreglumál Tengdar fréttir Varað við innbrotsþjófum á Neskaupstað Lögreglunni á Austurlandi barst síðdegis í dag tilkynning um grunsamlegar mannaferðir. 28. ágúst 2018 17:13 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Lögreglan á Austurlandi hefur enn ekki haft uppi á mönnunum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði í dag þrátt fyrir mikla leit. Lögreglan á Norðurlandi Eystra segir lýsingarnar á atburðum svipa mjög til þeirra innbrota sem voru framin á Húsavík í gær. Hún útilokar ekki að tengsl séu þarna á milli. Í dag var brotist inn á heimili á Eskifirði og náðu mennirnir að hafa á brott með sér talsverða fjármuni. Lögreglan hefur fengið lýsingu tveimur mönnum sem voru að verki á Austurlandi. Annars vegar er um að ræða karlmann sem er á milli þrítugs og fertugs, með dökkt skegg og um 180 cm á hæð. Hann klæðist léttum dökkum jakka og er með brúnan bakpoka. Þá hafa íbúar hins vegar lýst manni sem hafi bankað upp á á fjölmörgum heimilum á svæðinu sem einnig er talinn vera á milli þrítugs og fertugs. Til hans sást í bláum regnjakka og var hann með bláleitan bakpoka. Íbúar á Neskaupstað sem gerðu lögreglu viðvart í dag segja manninn hafa talað ensku en þeir hafi þó ekki talið að viðkomandi væri frá enskumælandi landi. Lögreglan biður fólk að hafa í huga að í sumar hafi víða um land verið farið inn í hús og verðmætum stolið. Þjófar hafi farið inn í ólæst hús um miðjan dag, yfirleitt þegar fólk er við vinnu. Þessir einstaklingar banka upp á og ef enginn kemur til dyra fara þeir inn í húsin ef þau eru ólæst. Þeir eru með skýringar á reiðum höndum ef fólk er heima við. Þá segjast þeir ýmist vera að leita að gistingu eða þykjast fara húsavillt. Lögreglan á Austurlandi telur líkur á að viðkomandi aðilar séu enn á svæðinu og biður fólk því að hafa það í huga. Hún vill beina þeim tilmælum til fólks að ef það verður vart við grunsamlegar mannaferðir að láta lögreglu strax vita með því að hringja í neyðarlínuna.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi Eystra.
Lögreglumál Tengdar fréttir Varað við innbrotsþjófum á Neskaupstað Lögreglunni á Austurlandi barst síðdegis í dag tilkynning um grunsamlegar mannaferðir. 28. ágúst 2018 17:13 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Varað við innbrotsþjófum á Neskaupstað Lögreglunni á Austurlandi barst síðdegis í dag tilkynning um grunsamlegar mannaferðir. 28. ágúst 2018 17:13