Leita enn að innbrotsþjófum á Austurlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 20:22 Íbúar á Eskifirði urðu fyrir barðinum á innbrotsþjófum í dag. Vísir/Getty Lögreglan á Austurlandi hefur enn ekki haft uppi á mönnunum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði í dag þrátt fyrir mikla leit. Lögreglan á Norðurlandi Eystra segir lýsingarnar á atburðum svipa mjög til þeirra innbrota sem voru framin á Húsavík í gær. Hún útilokar ekki að tengsl séu þarna á milli. Í dag var brotist inn á heimili á Eskifirði og náðu mennirnir að hafa á brott með sér talsverða fjármuni. Lögreglan hefur fengið lýsingu tveimur mönnum sem voru að verki á Austurlandi. Annars vegar er um að ræða karlmann sem er á milli þrítugs og fertugs, með dökkt skegg og um 180 cm á hæð. Hann klæðist léttum dökkum jakka og er með brúnan bakpoka. Þá hafa íbúar hins vegar lýst manni sem hafi bankað upp á á fjölmörgum heimilum á svæðinu sem einnig er talinn vera á milli þrítugs og fertugs. Til hans sást í bláum regnjakka og var hann með bláleitan bakpoka. Íbúar á Neskaupstað sem gerðu lögreglu viðvart í dag segja manninn hafa talað ensku en þeir hafi þó ekki talið að viðkomandi væri frá enskumælandi landi. Lögreglan biður fólk að hafa í huga að í sumar hafi víða um land verið farið inn í hús og verðmætum stolið. Þjófar hafi farið inn í ólæst hús um miðjan dag, yfirleitt þegar fólk er við vinnu. Þessir einstaklingar banka upp á og ef enginn kemur til dyra fara þeir inn í húsin ef þau eru ólæst. Þeir eru með skýringar á reiðum höndum ef fólk er heima við. Þá segjast þeir ýmist vera að leita að gistingu eða þykjast fara húsavillt. Lögreglan á Austurlandi telur líkur á að viðkomandi aðilar séu enn á svæðinu og biður fólk því að hafa það í huga. Hún vill beina þeim tilmælum til fólks að ef það verður vart við grunsamlegar mannaferðir að láta lögreglu strax vita með því að hringja í neyðarlínuna.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi Eystra. Lögreglumál Tengdar fréttir Varað við innbrotsþjófum á Neskaupstað Lögreglunni á Austurlandi barst síðdegis í dag tilkynning um grunsamlegar mannaferðir. 28. ágúst 2018 17:13 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Lögreglan á Austurlandi hefur enn ekki haft uppi á mönnunum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði í dag þrátt fyrir mikla leit. Lögreglan á Norðurlandi Eystra segir lýsingarnar á atburðum svipa mjög til þeirra innbrota sem voru framin á Húsavík í gær. Hún útilokar ekki að tengsl séu þarna á milli. Í dag var brotist inn á heimili á Eskifirði og náðu mennirnir að hafa á brott með sér talsverða fjármuni. Lögreglan hefur fengið lýsingu tveimur mönnum sem voru að verki á Austurlandi. Annars vegar er um að ræða karlmann sem er á milli þrítugs og fertugs, með dökkt skegg og um 180 cm á hæð. Hann klæðist léttum dökkum jakka og er með brúnan bakpoka. Þá hafa íbúar hins vegar lýst manni sem hafi bankað upp á á fjölmörgum heimilum á svæðinu sem einnig er talinn vera á milli þrítugs og fertugs. Til hans sást í bláum regnjakka og var hann með bláleitan bakpoka. Íbúar á Neskaupstað sem gerðu lögreglu viðvart í dag segja manninn hafa talað ensku en þeir hafi þó ekki talið að viðkomandi væri frá enskumælandi landi. Lögreglan biður fólk að hafa í huga að í sumar hafi víða um land verið farið inn í hús og verðmætum stolið. Þjófar hafi farið inn í ólæst hús um miðjan dag, yfirleitt þegar fólk er við vinnu. Þessir einstaklingar banka upp á og ef enginn kemur til dyra fara þeir inn í húsin ef þau eru ólæst. Þeir eru með skýringar á reiðum höndum ef fólk er heima við. Þá segjast þeir ýmist vera að leita að gistingu eða þykjast fara húsavillt. Lögreglan á Austurlandi telur líkur á að viðkomandi aðilar séu enn á svæðinu og biður fólk því að hafa það í huga. Hún vill beina þeim tilmælum til fólks að ef það verður vart við grunsamlegar mannaferðir að láta lögreglu strax vita með því að hringja í neyðarlínuna.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi Eystra.
Lögreglumál Tengdar fréttir Varað við innbrotsþjófum á Neskaupstað Lögreglunni á Austurlandi barst síðdegis í dag tilkynning um grunsamlegar mannaferðir. 28. ágúst 2018 17:13 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Varað við innbrotsþjófum á Neskaupstað Lögreglunni á Austurlandi barst síðdegis í dag tilkynning um grunsamlegar mannaferðir. 28. ágúst 2018 17:13