Knattspyrnumenn verjast gjaldeyrissveiflum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Leikmenn Leicester fagna ógurlega eftir sigurmark Harry Maguire á dögunum. Vísir/Getty Knattspyrnumenn í ensku úrvalsdeildinni reyna eftir fremsta megni að verja háar tekjur sínar gegn áhrifum Brexit, að því er Financial Times greinir frá. Yfirvofandi úrsögn Breta úr Evrópusambandinu hefur áhrif á fjárhagslegar ákvarðanir leikmanna, sem og knattspyrnufélaga. Fyrirtækið Argentex, sem sérhæfir sig í gjaldeyrisviðskiptum fyrir íþróttafélög og íþróttamenn, segir að eftirspurn eftir gjaldeyrisvörnum hafi aukist um 43 prósent frá því að kosið var um Brexit. Þjónustan sem Argentex býður upp á er að læsa gengi gjaldmiðils í nokkra mánuði en á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru leikmenn ríkjandi Englandsmeistara, Manchester City. Umfang gjaldeyrisvarna hjá Argentex frá árinu 2016 nemur meira en 100 milljónum punda. Jon Goss, forstöðumaður hjá fyrirtækinu, segir í samtali við Financial Times að 70 prósent leikmanna í ensku úrvalsdeildinni séu af erlendum uppruna. Það þýði að margir sendi hluta af launum sínum til heimalandsins eða kaupi vörur og þjónustu erlendis. Það sé undirstaða eftirspurnar eftir þjónustunni. Stór knattspyrnulið á Englandi eru varin fyrir gengissveiflum að því leytinu til að þau fá tekjur í evrum fyrir að keppa á Evrópumótum og í Bandaríkjadölum í gegnum samninga við alþjóðlega styrktaraðila. Smærri félög, sem eru með einsleitari tekjugrunna, eru hins vegar ekki jafn vel varin. Breska pundið hefur fallið um 14 prósent frá kosningunni um Brexit, þar af um þrjú prósent á síðustu þremur mánuðum. Manchester United, ríkasta knattspyrnufélag heims, gaf út á síðasta ári að nýir leikmenn hefðu beðið um að fá greitt í evrum frekar en pundum. Þeim beiðnum var hafnað þar sem félagið hafði ekki nægar evrur til ráðstöfunar. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjá meira
Knattspyrnumenn í ensku úrvalsdeildinni reyna eftir fremsta megni að verja háar tekjur sínar gegn áhrifum Brexit, að því er Financial Times greinir frá. Yfirvofandi úrsögn Breta úr Evrópusambandinu hefur áhrif á fjárhagslegar ákvarðanir leikmanna, sem og knattspyrnufélaga. Fyrirtækið Argentex, sem sérhæfir sig í gjaldeyrisviðskiptum fyrir íþróttafélög og íþróttamenn, segir að eftirspurn eftir gjaldeyrisvörnum hafi aukist um 43 prósent frá því að kosið var um Brexit. Þjónustan sem Argentex býður upp á er að læsa gengi gjaldmiðils í nokkra mánuði en á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru leikmenn ríkjandi Englandsmeistara, Manchester City. Umfang gjaldeyrisvarna hjá Argentex frá árinu 2016 nemur meira en 100 milljónum punda. Jon Goss, forstöðumaður hjá fyrirtækinu, segir í samtali við Financial Times að 70 prósent leikmanna í ensku úrvalsdeildinni séu af erlendum uppruna. Það þýði að margir sendi hluta af launum sínum til heimalandsins eða kaupi vörur og þjónustu erlendis. Það sé undirstaða eftirspurnar eftir þjónustunni. Stór knattspyrnulið á Englandi eru varin fyrir gengissveiflum að því leytinu til að þau fá tekjur í evrum fyrir að keppa á Evrópumótum og í Bandaríkjadölum í gegnum samninga við alþjóðlega styrktaraðila. Smærri félög, sem eru með einsleitari tekjugrunna, eru hins vegar ekki jafn vel varin. Breska pundið hefur fallið um 14 prósent frá kosningunni um Brexit, þar af um þrjú prósent á síðustu þremur mánuðum. Manchester United, ríkasta knattspyrnufélag heims, gaf út á síðasta ári að nýir leikmenn hefðu beðið um að fá greitt í evrum frekar en pundum. Þeim beiðnum var hafnað þar sem félagið hafði ekki nægar evrur til ráðstöfunar.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjá meira