Hlutur iðnaðar tæp 23 prósent af landsframleiðslu síðasta árs Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Hlutur byggingarstarfsemi af landsframleiðslu nam 7,7 prósentum á síðasta ári. VÍSIR/VILHELM Hlutur iðnaðar í landsframleiðslunni nam með beinum hætti tæpum 23 prósentum á síðasta ári samkvæmt nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Nam verðmætasköpunin um 582 milljörðum króna. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, bendir á að hlutur þriggja megingreina iðnaðar hafi verið nokkurn veginn jafn stór. „Byggingariðnaðurinn hefur næstum tvöfaldast frá 2010 en þá var auðvitað mikil lægð. Við höfum samt ekki enn náð sama umfangi og var fyrir hrun. Þessi vöxtur hefur skipt miklu máli fyrir verðmætasköpunina á síðustu árum.“ Hlutur framleiðslugreina hefur hins vegar farið minnkandi. „Við erum að sjá mikla breytingu þar. Það undirstrikar þessar efnahagssveiflur sem hafa mikil áhrif á starfsskilyrði fyrirtækja. Sveiflurnar draga úr uppbyggingu og fjárfestingum og þar með úr framleiðni. Við náum auðvitað betri framleiðni með auknum fjárfestingum og nýsköpun.“Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsÞá segir Sigurður að framleiðsluiðnaður líði fyrir háan innlendan framleiðslukostnað. „Launakostnaður hefur hækkað mikið og við búum við háa vexti, háa skatta á fyrirtæki og þá sértaklega tryggingargjaldið. Svo hefur samkeppnisforskotið í orkukostnaði verið að minnka.“ Hlutur hugverkaiðnaðar hefur haldist lítið breyttur undanfarin fimm ár. „Það er áhugavert að sjá að þessi iðnaður hefur nánast staðið í stað á sama tíma og krónan hefur styrkst verulega. Það fer mikill tími í hagræðingu hjá fyrirtækjum sem ætti að fara í þróunar-, sölu- og markaðsstörf.“ Vinna stendur nú yfir við mótun nýrrar nýsköpunarstefnu. „Við bindum vonir við þá vinnu og vonandi mun takast að láta allt kerfið gang í takt. Það má ekki gleyma því að hið opinbera ver heilmiklum fjármunum til nýsköpunar. Það er samt ljóst að það á að vera hægt að nýta þá fjármuni miklu betur.“ Hagsmunir allra að vel takist til Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað reglulega í aðdraganda kjarasamninga. Sem liður í þeirri vinnu var Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor fenginn til að vinna skýrslu um stöðu efnahagsmála sem kynnt var í síðustu viku. „Mér sýnist greining Gylfa staðfesta að það sé lítið sem ekkert að sækja til atvinnurekenda í komandi kjarasamningum. Hann bendir þó á að það sé hægt að jafna kjör ákveðinna hópa og dregur fram ýmsar leiðir til þess,“ segir Sigurður Hannesson. Sigurður segir að afkoma fyrirtækja hafi ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir sem segi sína sögu. „Það eru hagsmunir allra að vel takist til. Það sem er erfitt í þessu varðandi launaþróunina er samspil hækkana og styrkingar krónunnar. Laun mæld í erlendum gjaldmiðlum hafa hækkað ævintýralega mikið. Þetta samspil hefur reynst mjög erfitt og dregur verulega úr samkeppnishæfni fyrirtækja.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Hlutur iðnaðar í landsframleiðslunni nam með beinum hætti tæpum 23 prósentum á síðasta ári samkvæmt nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Nam verðmætasköpunin um 582 milljörðum króna. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, bendir á að hlutur þriggja megingreina iðnaðar hafi verið nokkurn veginn jafn stór. „Byggingariðnaðurinn hefur næstum tvöfaldast frá 2010 en þá var auðvitað mikil lægð. Við höfum samt ekki enn náð sama umfangi og var fyrir hrun. Þessi vöxtur hefur skipt miklu máli fyrir verðmætasköpunina á síðustu árum.“ Hlutur framleiðslugreina hefur hins vegar farið minnkandi. „Við erum að sjá mikla breytingu þar. Það undirstrikar þessar efnahagssveiflur sem hafa mikil áhrif á starfsskilyrði fyrirtækja. Sveiflurnar draga úr uppbyggingu og fjárfestingum og þar með úr framleiðni. Við náum auðvitað betri framleiðni með auknum fjárfestingum og nýsköpun.“Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsÞá segir Sigurður að framleiðsluiðnaður líði fyrir háan innlendan framleiðslukostnað. „Launakostnaður hefur hækkað mikið og við búum við háa vexti, háa skatta á fyrirtæki og þá sértaklega tryggingargjaldið. Svo hefur samkeppnisforskotið í orkukostnaði verið að minnka.“ Hlutur hugverkaiðnaðar hefur haldist lítið breyttur undanfarin fimm ár. „Það er áhugavert að sjá að þessi iðnaður hefur nánast staðið í stað á sama tíma og krónan hefur styrkst verulega. Það fer mikill tími í hagræðingu hjá fyrirtækjum sem ætti að fara í þróunar-, sölu- og markaðsstörf.“ Vinna stendur nú yfir við mótun nýrrar nýsköpunarstefnu. „Við bindum vonir við þá vinnu og vonandi mun takast að láta allt kerfið gang í takt. Það má ekki gleyma því að hið opinbera ver heilmiklum fjármunum til nýsköpunar. Það er samt ljóst að það á að vera hægt að nýta þá fjármuni miklu betur.“ Hagsmunir allra að vel takist til Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað reglulega í aðdraganda kjarasamninga. Sem liður í þeirri vinnu var Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor fenginn til að vinna skýrslu um stöðu efnahagsmála sem kynnt var í síðustu viku. „Mér sýnist greining Gylfa staðfesta að það sé lítið sem ekkert að sækja til atvinnurekenda í komandi kjarasamningum. Hann bendir þó á að það sé hægt að jafna kjör ákveðinna hópa og dregur fram ýmsar leiðir til þess,“ segir Sigurður Hannesson. Sigurður segir að afkoma fyrirtækja hafi ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir sem segi sína sögu. „Það eru hagsmunir allra að vel takist til. Það sem er erfitt í þessu varðandi launaþróunina er samspil hækkana og styrkingar krónunnar. Laun mæld í erlendum gjaldmiðlum hafa hækkað ævintýralega mikið. Þetta samspil hefur reynst mjög erfitt og dregur verulega úr samkeppnishæfni fyrirtækja.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira