Hlutur iðnaðar tæp 23 prósent af landsframleiðslu síðasta árs Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Hlutur byggingarstarfsemi af landsframleiðslu nam 7,7 prósentum á síðasta ári. VÍSIR/VILHELM Hlutur iðnaðar í landsframleiðslunni nam með beinum hætti tæpum 23 prósentum á síðasta ári samkvæmt nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Nam verðmætasköpunin um 582 milljörðum króna. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, bendir á að hlutur þriggja megingreina iðnaðar hafi verið nokkurn veginn jafn stór. „Byggingariðnaðurinn hefur næstum tvöfaldast frá 2010 en þá var auðvitað mikil lægð. Við höfum samt ekki enn náð sama umfangi og var fyrir hrun. Þessi vöxtur hefur skipt miklu máli fyrir verðmætasköpunina á síðustu árum.“ Hlutur framleiðslugreina hefur hins vegar farið minnkandi. „Við erum að sjá mikla breytingu þar. Það undirstrikar þessar efnahagssveiflur sem hafa mikil áhrif á starfsskilyrði fyrirtækja. Sveiflurnar draga úr uppbyggingu og fjárfestingum og þar með úr framleiðni. Við náum auðvitað betri framleiðni með auknum fjárfestingum og nýsköpun.“Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsÞá segir Sigurður að framleiðsluiðnaður líði fyrir háan innlendan framleiðslukostnað. „Launakostnaður hefur hækkað mikið og við búum við háa vexti, háa skatta á fyrirtæki og þá sértaklega tryggingargjaldið. Svo hefur samkeppnisforskotið í orkukostnaði verið að minnka.“ Hlutur hugverkaiðnaðar hefur haldist lítið breyttur undanfarin fimm ár. „Það er áhugavert að sjá að þessi iðnaður hefur nánast staðið í stað á sama tíma og krónan hefur styrkst verulega. Það fer mikill tími í hagræðingu hjá fyrirtækjum sem ætti að fara í þróunar-, sölu- og markaðsstörf.“ Vinna stendur nú yfir við mótun nýrrar nýsköpunarstefnu. „Við bindum vonir við þá vinnu og vonandi mun takast að láta allt kerfið gang í takt. Það má ekki gleyma því að hið opinbera ver heilmiklum fjármunum til nýsköpunar. Það er samt ljóst að það á að vera hægt að nýta þá fjármuni miklu betur.“ Hagsmunir allra að vel takist til Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað reglulega í aðdraganda kjarasamninga. Sem liður í þeirri vinnu var Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor fenginn til að vinna skýrslu um stöðu efnahagsmála sem kynnt var í síðustu viku. „Mér sýnist greining Gylfa staðfesta að það sé lítið sem ekkert að sækja til atvinnurekenda í komandi kjarasamningum. Hann bendir þó á að það sé hægt að jafna kjör ákveðinna hópa og dregur fram ýmsar leiðir til þess,“ segir Sigurður Hannesson. Sigurður segir að afkoma fyrirtækja hafi ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir sem segi sína sögu. „Það eru hagsmunir allra að vel takist til. Það sem er erfitt í þessu varðandi launaþróunina er samspil hækkana og styrkingar krónunnar. Laun mæld í erlendum gjaldmiðlum hafa hækkað ævintýralega mikið. Þetta samspil hefur reynst mjög erfitt og dregur verulega úr samkeppnishæfni fyrirtækja.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Hlutur iðnaðar í landsframleiðslunni nam með beinum hætti tæpum 23 prósentum á síðasta ári samkvæmt nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Nam verðmætasköpunin um 582 milljörðum króna. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, bendir á að hlutur þriggja megingreina iðnaðar hafi verið nokkurn veginn jafn stór. „Byggingariðnaðurinn hefur næstum tvöfaldast frá 2010 en þá var auðvitað mikil lægð. Við höfum samt ekki enn náð sama umfangi og var fyrir hrun. Þessi vöxtur hefur skipt miklu máli fyrir verðmætasköpunina á síðustu árum.“ Hlutur framleiðslugreina hefur hins vegar farið minnkandi. „Við erum að sjá mikla breytingu þar. Það undirstrikar þessar efnahagssveiflur sem hafa mikil áhrif á starfsskilyrði fyrirtækja. Sveiflurnar draga úr uppbyggingu og fjárfestingum og þar með úr framleiðni. Við náum auðvitað betri framleiðni með auknum fjárfestingum og nýsköpun.“Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsÞá segir Sigurður að framleiðsluiðnaður líði fyrir háan innlendan framleiðslukostnað. „Launakostnaður hefur hækkað mikið og við búum við háa vexti, háa skatta á fyrirtæki og þá sértaklega tryggingargjaldið. Svo hefur samkeppnisforskotið í orkukostnaði verið að minnka.“ Hlutur hugverkaiðnaðar hefur haldist lítið breyttur undanfarin fimm ár. „Það er áhugavert að sjá að þessi iðnaður hefur nánast staðið í stað á sama tíma og krónan hefur styrkst verulega. Það fer mikill tími í hagræðingu hjá fyrirtækjum sem ætti að fara í þróunar-, sölu- og markaðsstörf.“ Vinna stendur nú yfir við mótun nýrrar nýsköpunarstefnu. „Við bindum vonir við þá vinnu og vonandi mun takast að láta allt kerfið gang í takt. Það má ekki gleyma því að hið opinbera ver heilmiklum fjármunum til nýsköpunar. Það er samt ljóst að það á að vera hægt að nýta þá fjármuni miklu betur.“ Hagsmunir allra að vel takist til Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað reglulega í aðdraganda kjarasamninga. Sem liður í þeirri vinnu var Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor fenginn til að vinna skýrslu um stöðu efnahagsmála sem kynnt var í síðustu viku. „Mér sýnist greining Gylfa staðfesta að það sé lítið sem ekkert að sækja til atvinnurekenda í komandi kjarasamningum. Hann bendir þó á að það sé hægt að jafna kjör ákveðinna hópa og dregur fram ýmsar leiðir til þess,“ segir Sigurður Hannesson. Sigurður segir að afkoma fyrirtækja hafi ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir sem segi sína sögu. „Það eru hagsmunir allra að vel takist til. Það sem er erfitt í þessu varðandi launaþróunina er samspil hækkana og styrkingar krónunnar. Laun mæld í erlendum gjaldmiðlum hafa hækkað ævintýralega mikið. Þetta samspil hefur reynst mjög erfitt og dregur verulega úr samkeppnishæfni fyrirtækja.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent