Skipulagðir glæpahópar frá Evrópu herja á ólæst hús á landsbyggðinni Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 11:38 Það virðist því miður liðin tíð að óhætt sé að bregða sér af bæ án þess að læsa á eftir sér Lögreglan á Austurlandi Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. Vitað er að fólkinu tókst að stela fjármunum í minnst einu húsi á Eskifirði. Sá sem var þar að verki var karlmaður á fertugsaldri, í meðalhæð með dökkt vel snyrt skegg og klæddur í regnjakka og með bakpoka. Hann var sem sagt í einkennisklæðnaði ferðamanna og vakti minni grunsemdir fyrir vikið. Maðurinn talaði ensku með sterkum hreim. Óskar Þór Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að grunur liggi á að hér séu á ferðinni skipulagðir hópar frá Evrópu. Vitað sé um fleiri slíka hópa sem hafi verið á ferð um landið í sumar, í einu tilviki hafi tekist að handsama þjófana og reyndust þeir komnir hingað frá Austur-Evrópu í þessum erindagjörðum. Í flestum tilvikum hefur þetta fólk farið inn í ólæst hús úti á landi. Óskar Þór segir að lögreglan brýni nú fyrir fólki að læsa alltaf á eftir sér þegar það bregður sér af bæ. Hann segir algengt að fólk skilji hús sín eftir ólæst í sveitinni en það sé ekki óhætt lengur. Þjófarnir vinna þannig að þeir ganga á milli húsa í minni bæjarfélögum og banka uppá. Ef einhver kemur til dyra spyrja þeir eftir einhverjum sem ekki býr í húsinu, biðja um gistingu eða hafa aðrar skýringar á reiðum höndum. Ef enginn er heima fara þeir hins vegar inn og láta greipar sópa. Lögreglan biður landsmenn, og þá sérstaklega Austfirðinga um þessar mundir, að hafa þessar lýsingar í huga og láta vita af grunsamlegum mannaferðum. Önnur tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi vakti athygli í gær en var sagt var frá erilsamri helgi. Þurfti lögreglan meðal annars að aðstoða mann sem var fluttur á sjúkrahús eftir alvarlega líkamsárás, nota dróna til að elta uppi ofurölvi ökumann eftir bílveltu og aka í veg fyrir mannlausa bifreið eftir að ölvaður og réttindalaus ökumaður stökk út á ferð. Óskar Þór segir að raunar hafi ekki verið neitt óvenjulega mikið að gera, þau mál sem komu upp hafi bara verið sérstaklega fjölbreytt um síðustu helgi. Lögreglumál Tengdar fréttir Leita enn að innbrotsþjófum á Austurlandi Íbúar á Eskifirði urðu fyrir barðinum á innbrotsþjófum í dag. 28. ágúst 2018 20:22 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. Vitað er að fólkinu tókst að stela fjármunum í minnst einu húsi á Eskifirði. Sá sem var þar að verki var karlmaður á fertugsaldri, í meðalhæð með dökkt vel snyrt skegg og klæddur í regnjakka og með bakpoka. Hann var sem sagt í einkennisklæðnaði ferðamanna og vakti minni grunsemdir fyrir vikið. Maðurinn talaði ensku með sterkum hreim. Óskar Þór Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að grunur liggi á að hér séu á ferðinni skipulagðir hópar frá Evrópu. Vitað sé um fleiri slíka hópa sem hafi verið á ferð um landið í sumar, í einu tilviki hafi tekist að handsama þjófana og reyndust þeir komnir hingað frá Austur-Evrópu í þessum erindagjörðum. Í flestum tilvikum hefur þetta fólk farið inn í ólæst hús úti á landi. Óskar Þór segir að lögreglan brýni nú fyrir fólki að læsa alltaf á eftir sér þegar það bregður sér af bæ. Hann segir algengt að fólk skilji hús sín eftir ólæst í sveitinni en það sé ekki óhætt lengur. Þjófarnir vinna þannig að þeir ganga á milli húsa í minni bæjarfélögum og banka uppá. Ef einhver kemur til dyra spyrja þeir eftir einhverjum sem ekki býr í húsinu, biðja um gistingu eða hafa aðrar skýringar á reiðum höndum. Ef enginn er heima fara þeir hins vegar inn og láta greipar sópa. Lögreglan biður landsmenn, og þá sérstaklega Austfirðinga um þessar mundir, að hafa þessar lýsingar í huga og láta vita af grunsamlegum mannaferðum. Önnur tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi vakti athygli í gær en var sagt var frá erilsamri helgi. Þurfti lögreglan meðal annars að aðstoða mann sem var fluttur á sjúkrahús eftir alvarlega líkamsárás, nota dróna til að elta uppi ofurölvi ökumann eftir bílveltu og aka í veg fyrir mannlausa bifreið eftir að ölvaður og réttindalaus ökumaður stökk út á ferð. Óskar Þór segir að raunar hafi ekki verið neitt óvenjulega mikið að gera, þau mál sem komu upp hafi bara verið sérstaklega fjölbreytt um síðustu helgi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Leita enn að innbrotsþjófum á Austurlandi Íbúar á Eskifirði urðu fyrir barðinum á innbrotsþjófum í dag. 28. ágúst 2018 20:22 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Leita enn að innbrotsþjófum á Austurlandi Íbúar á Eskifirði urðu fyrir barðinum á innbrotsþjófum í dag. 28. ágúst 2018 20:22