Finnur Ingi í Aftureldingu: Bræðurnir sameinaðir á ný Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 14:53 Finnur Ingi Stefánsson. Fréttablaðið/ernir Afturelding hefur náð sér í flottan liðsstyrk fyrir átökin í Olís deild karla í handbolta en þeir í Mosfellsbænum voru fljótir að bregðast við þegar liðið missti mann í krossbandsslit. Finnur Ingi Stefánsson, einn albesti hægri hornamaður deildarinnar síðustu ár, hefur ákveðið að skipta yfir í Aftureldingu frá Gróttu. Finnur Ingi kemur í staðinn fyrir Gest Ólaf Ingvarsson sem datt óvænt út á dögunum. „Við lentum í því núna á Ragnarsmótinu að Gestur Ólafur Ingvarsson sleit krossband. Við könnuðum stöðuna á Finni og hann er að fara af stað aftur. Hann ætlar taka slaginn með okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar sem er mjög ánægður með að fá Finn til sín. „Hann er hörkuleikmaður og kemur til með að hjálpa okkur gríðarlega,“ sagði Einar Andri en Finnur Ingi er þó ekki alveg hundrað prósent því hann sleit hásin í nóvember í fyrra og spilaði ekki meira með Gróttu á tímabilinu. „Hann þarf einhvern tíma til að koma sér í gang aftur enda eru hásinarsmeiðsli ekkert grín. Hann er aðeins búinn að æfa með okkur og lítur vel út. Við erum bara mjög spenntir og glaðir að fá hann inn í þetta hjá okkur,“ sagði Einar Andri. Lið Atureldingar hefur breyst talsvert frá síðasta tímabili en einn af þeim sem hafði gengið til liðsins fyrr í sumar var hornamaðurinn Júlíus Þórir Stefánsson sem skoraði 98 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni í fyrra. Júlíus Þórir Stefánsson er yngri bróðir Finns Inga og þeir eru því sameinaðir á nýjan leik. En hafði það mikið að segja að Júlíus Þórir var þarna? „Eflaust. Finnur var mjög jákvæður um leið og við heyrðum í honum. Það þurfti ekki mikið að tuða,“ saðgði Einar Andri í léttum tón. Finnur Ingi Stefánsson skoraði 19 mörk í þeim 5 leikjum sem hann spilaði með Gróttu á síðustu leiktíð en tímabilið á undan var hann með 179 mörk í 27 leikjum eða með yfir 6,6 mörk að meðaltali í leik. Olís-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Afturelding hefur náð sér í flottan liðsstyrk fyrir átökin í Olís deild karla í handbolta en þeir í Mosfellsbænum voru fljótir að bregðast við þegar liðið missti mann í krossbandsslit. Finnur Ingi Stefánsson, einn albesti hægri hornamaður deildarinnar síðustu ár, hefur ákveðið að skipta yfir í Aftureldingu frá Gróttu. Finnur Ingi kemur í staðinn fyrir Gest Ólaf Ingvarsson sem datt óvænt út á dögunum. „Við lentum í því núna á Ragnarsmótinu að Gestur Ólafur Ingvarsson sleit krossband. Við könnuðum stöðuna á Finni og hann er að fara af stað aftur. Hann ætlar taka slaginn með okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar sem er mjög ánægður með að fá Finn til sín. „Hann er hörkuleikmaður og kemur til með að hjálpa okkur gríðarlega,“ sagði Einar Andri en Finnur Ingi er þó ekki alveg hundrað prósent því hann sleit hásin í nóvember í fyrra og spilaði ekki meira með Gróttu á tímabilinu. „Hann þarf einhvern tíma til að koma sér í gang aftur enda eru hásinarsmeiðsli ekkert grín. Hann er aðeins búinn að æfa með okkur og lítur vel út. Við erum bara mjög spenntir og glaðir að fá hann inn í þetta hjá okkur,“ sagði Einar Andri. Lið Atureldingar hefur breyst talsvert frá síðasta tímabili en einn af þeim sem hafði gengið til liðsins fyrr í sumar var hornamaðurinn Júlíus Þórir Stefánsson sem skoraði 98 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni í fyrra. Júlíus Þórir Stefánsson er yngri bróðir Finns Inga og þeir eru því sameinaðir á nýjan leik. En hafði það mikið að segja að Júlíus Þórir var þarna? „Eflaust. Finnur var mjög jákvæður um leið og við heyrðum í honum. Það þurfti ekki mikið að tuða,“ saðgði Einar Andri í léttum tón. Finnur Ingi Stefánsson skoraði 19 mörk í þeim 5 leikjum sem hann spilaði með Gróttu á síðustu leiktíð en tímabilið á undan var hann með 179 mörk í 27 leikjum eða með yfir 6,6 mörk að meðaltali í leik.
Olís-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira