Fannst vanta meðgönguapp á íslensku fyrir verðandi foreldra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 11:30 Forritið mun eflaust gagnast mörgum verðandi foreldrum hér á landi. vísir/getty Verðandi foreldrar hér á landi hafa nú kost á því að nálgast meðgöngusnjallforrit á íslensku. Slík forrit njóta mikilla vinsælda og er þar hægt að fylgjast með þroska barnsins á meðgöngu, fá góð ráð og svör við algengum spurningum tengdum meðgöngu og fæðingu. Signý Dóra Harðardóttir ljósmóðir á fósturgreiningardeild Landspítalans og Elísabet Ósk Vigfúsdóttir ljósmóðir á göngudeild mæðraverndar ræddu forritið sitt Ljósan í Brennslunni á FM957 í vikunni. „Við höfum báðar upplifað við Signý að foreldrar eru að notast við erlend meðgönguöpp sem að standast ekkert leiðbeiningar Landlæknisembættis Íslands,“ útskýrir Elísabet. „Fólk er að nota þetta til þess að fylgjast með meðgöngulengdinni og finna upplýsingar um það hvað það getur vænst á hvaða tíma meðgöngu, alls konar kvillar sem geta komið upp og hvert á að leita,“ segir Signý. „Þetta er vika fyrir vika og svo er yfirlit yfir mæðraverndina. Hvað er gert í mæðraskoðun, hvenær áttu að fara í mæðraskoðun.“ Signý segir að verðandi foreldrar hér á landi séu mjög ánægðir með forritið. „Þetta hjálpar mjög mikið og þetta fækkar kannski aðeins spurningum sem fólk hefur, það er búið að fræðast fyrirfram og þarf ekki að googla eins mikið kannski.“Bjargráð við meðgöngukvillum „Við erum líka með ýmsa áhættuþætti sem að foreldrar geta þá til dæmis ef við nefnum minnkaðar hreyfingar, þá er til þarna smá kafli um minnkaðar hreyfingar og hvað móðirin á að fylgjast með og hvenær hún á að leita til ljósmóður,“ segir Elísabet. Þær benda á að appið sé samt auðvitað líka fyrir feður, ekki bara mæður. „Það er alveg heill kafli um meðgöngukvilla og þar getur maður fengið alveg fullt af bjargráðum, hvað maður getur gert til dæmis við bjúg eða sinadrátt.“ Einnig er fjallað um andlega líðan á meðgöngu, sem er ekki síður mikilvæg en sú líkamlega. Mæðraverndarheimsóknir, sónarskoðanir og læknisheimsóknir á meðgöngu eru öðruvísi settar upp hér á landi en erlendis, svo þetta app ætti að gefa foreldrum nákvæmari mynd af ferlinu hér á landi heldur en Bandarísk forrit. „Appið heitir Ljósan og það er eiginlega mjög mikilvægt að taka það fram að viðmótið sem kemur upp er nefnilega erlent, annaðhvort Pregnant eða Gravid eða ófrísk á dönsku.“ Þær Elísabet og Signý tóku að sér þetta verkefni launalaust í sínum frítíma með stuðningi frá Ljósmæðrafélagi Íslands. Verkefnið var unnið í samstarfi við danska ljósmæðrafélagið og er þetta því íslensk útgáfa af dönsku vinsælu forriti. „Grunnurinn var til, beinagrindin, við bara þýddum það og uppfærðum eftir okkar íslenska kerfi.“ Þegar verðandi foreldrar sækja forritið og skrá sig inn velja þau tungumál og kemur þar Íslenska upp sem valmöguleiki. Þá verður allt viðmót og efni forritsins á íslensku. „Það er nóg að skrifa Ljósan, þá er þetta fyrsta appið sem kemur upp.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan: Börn og uppeldi Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Verðandi foreldrar hér á landi hafa nú kost á því að nálgast meðgöngusnjallforrit á íslensku. Slík forrit njóta mikilla vinsælda og er þar hægt að fylgjast með þroska barnsins á meðgöngu, fá góð ráð og svör við algengum spurningum tengdum meðgöngu og fæðingu. Signý Dóra Harðardóttir ljósmóðir á fósturgreiningardeild Landspítalans og Elísabet Ósk Vigfúsdóttir ljósmóðir á göngudeild mæðraverndar ræddu forritið sitt Ljósan í Brennslunni á FM957 í vikunni. „Við höfum báðar upplifað við Signý að foreldrar eru að notast við erlend meðgönguöpp sem að standast ekkert leiðbeiningar Landlæknisembættis Íslands,“ útskýrir Elísabet. „Fólk er að nota þetta til þess að fylgjast með meðgöngulengdinni og finna upplýsingar um það hvað það getur vænst á hvaða tíma meðgöngu, alls konar kvillar sem geta komið upp og hvert á að leita,“ segir Signý. „Þetta er vika fyrir vika og svo er yfirlit yfir mæðraverndina. Hvað er gert í mæðraskoðun, hvenær áttu að fara í mæðraskoðun.“ Signý segir að verðandi foreldrar hér á landi séu mjög ánægðir með forritið. „Þetta hjálpar mjög mikið og þetta fækkar kannski aðeins spurningum sem fólk hefur, það er búið að fræðast fyrirfram og þarf ekki að googla eins mikið kannski.“Bjargráð við meðgöngukvillum „Við erum líka með ýmsa áhættuþætti sem að foreldrar geta þá til dæmis ef við nefnum minnkaðar hreyfingar, þá er til þarna smá kafli um minnkaðar hreyfingar og hvað móðirin á að fylgjast með og hvenær hún á að leita til ljósmóður,“ segir Elísabet. Þær benda á að appið sé samt auðvitað líka fyrir feður, ekki bara mæður. „Það er alveg heill kafli um meðgöngukvilla og þar getur maður fengið alveg fullt af bjargráðum, hvað maður getur gert til dæmis við bjúg eða sinadrátt.“ Einnig er fjallað um andlega líðan á meðgöngu, sem er ekki síður mikilvæg en sú líkamlega. Mæðraverndarheimsóknir, sónarskoðanir og læknisheimsóknir á meðgöngu eru öðruvísi settar upp hér á landi en erlendis, svo þetta app ætti að gefa foreldrum nákvæmari mynd af ferlinu hér á landi heldur en Bandarísk forrit. „Appið heitir Ljósan og það er eiginlega mjög mikilvægt að taka það fram að viðmótið sem kemur upp er nefnilega erlent, annaðhvort Pregnant eða Gravid eða ófrísk á dönsku.“ Þær Elísabet og Signý tóku að sér þetta verkefni launalaust í sínum frítíma með stuðningi frá Ljósmæðrafélagi Íslands. Verkefnið var unnið í samstarfi við danska ljósmæðrafélagið og er þetta því íslensk útgáfa af dönsku vinsælu forriti. „Grunnurinn var til, beinagrindin, við bara þýddum það og uppfærðum eftir okkar íslenska kerfi.“ Þegar verðandi foreldrar sækja forritið og skrá sig inn velja þau tungumál og kemur þar Íslenska upp sem valmöguleiki. Þá verður allt viðmót og efni forritsins á íslensku. „Það er nóg að skrifa Ljósan, þá er þetta fyrsta appið sem kemur upp.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan:
Börn og uppeldi Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira