„Ég trúði alltaf á réttlætið í þessu máli“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 12:00 Guðrún Karítas fagnar því að hafa verið sýknuð. Með sýknudómnum sé þó aðeins hálfur sigur unninn. Vísir/aðsent/Pjetur Guðrún Karítas Garðarsdóttir var sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara. Guðrún fagnar niðurstöðu héraðsdóms og segist aldrei hafa efast um lyktir málsins. Nú tekur við bið eftir niðurstöðu í sakamáli á hendur Vigfúsi sem ákærður er fyrir að nauðga fyrrverandi skjólstæðingi sínum. „Mér er vissulega létt, það náttúrulega ætlar enginn þessa leið í lífinu að lenda fyrir dómstólum. Þetta er mikill léttir og gleði að þetta skyldi fara svona. Ég svo sem efaðist í rauninni aldrei, ég trúði alltaf á réttlætið í þessu máli,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Eins og greint hefur verið frá var Guðrún ákærð fyrir að hóta Vigfúsi lífláti eftir að hann sendi dóttur hennar, sem er þroskaskert, sms-skilaboð. Vigfúsi var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum var gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu.Standa með stúlkunni Guðrún neitaði ávallt sök í málinu. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra kemur fram að talið hafi verið ósannað að Guðrún hafi vakið ótta Vigfúsar með ummælum sínum. Þá var einnig talið augljóst að hún hafi verið í reiðikasti og myndi ekki fylgja orðum sínum eftir. „Maður segir kannski margt þegar maður er reiður og hræddur og að vernda börnin sín. Sérstaklega þegar staðan er þannig að um fatlanir er að ræða, þá eru hlutirnir svolítið öðruvísi,“ segir Guðrún. Þá séu þau fjölskyldan afar sátt við niðurstöðuna. „Við munum örugglega fagna um helgina, það er ekki spurning.“ Guðrún segir ferlið hafa verið bæði erfitt og langt. Þá leggur hún áherslu á að sýknudómurinn sé hluti af stærra máli. Hún bíði nú eftir dómsuppkvaðningu í sakamálinu gegn Vigfúsi, sem eins og áður sagði er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri stúlku yfir nokkurra mánaða skeið árin 2014 og 2015. „Þetta hefði aldrei komið til ef það mál hefði ekki verið í einhverju ferli. Og við stöndum með stúlkunni sem stendur í því máli.“ Dómsmál Tengdar fréttir Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Guðrún Karítas Garðarsdóttir var sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara. Guðrún fagnar niðurstöðu héraðsdóms og segist aldrei hafa efast um lyktir málsins. Nú tekur við bið eftir niðurstöðu í sakamáli á hendur Vigfúsi sem ákærður er fyrir að nauðga fyrrverandi skjólstæðingi sínum. „Mér er vissulega létt, það náttúrulega ætlar enginn þessa leið í lífinu að lenda fyrir dómstólum. Þetta er mikill léttir og gleði að þetta skyldi fara svona. Ég svo sem efaðist í rauninni aldrei, ég trúði alltaf á réttlætið í þessu máli,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Eins og greint hefur verið frá var Guðrún ákærð fyrir að hóta Vigfúsi lífláti eftir að hann sendi dóttur hennar, sem er þroskaskert, sms-skilaboð. Vigfúsi var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum var gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu.Standa með stúlkunni Guðrún neitaði ávallt sök í málinu. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra kemur fram að talið hafi verið ósannað að Guðrún hafi vakið ótta Vigfúsar með ummælum sínum. Þá var einnig talið augljóst að hún hafi verið í reiðikasti og myndi ekki fylgja orðum sínum eftir. „Maður segir kannski margt þegar maður er reiður og hræddur og að vernda börnin sín. Sérstaklega þegar staðan er þannig að um fatlanir er að ræða, þá eru hlutirnir svolítið öðruvísi,“ segir Guðrún. Þá séu þau fjölskyldan afar sátt við niðurstöðuna. „Við munum örugglega fagna um helgina, það er ekki spurning.“ Guðrún segir ferlið hafa verið bæði erfitt og langt. Þá leggur hún áherslu á að sýknudómurinn sé hluti af stærra máli. Hún bíði nú eftir dómsuppkvaðningu í sakamálinu gegn Vigfúsi, sem eins og áður sagði er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri stúlku yfir nokkurra mánaða skeið árin 2014 og 2015. „Þetta hefði aldrei komið til ef það mál hefði ekki verið í einhverju ferli. Og við stöndum með stúlkunni sem stendur í því máli.“
Dómsmál Tengdar fréttir Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00
Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00
Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51