„Ég trúði alltaf á réttlætið í þessu máli“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 12:00 Guðrún Karítas fagnar því að hafa verið sýknuð. Með sýknudómnum sé þó aðeins hálfur sigur unninn. Vísir/aðsent/Pjetur Guðrún Karítas Garðarsdóttir var sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara. Guðrún fagnar niðurstöðu héraðsdóms og segist aldrei hafa efast um lyktir málsins. Nú tekur við bið eftir niðurstöðu í sakamáli á hendur Vigfúsi sem ákærður er fyrir að nauðga fyrrverandi skjólstæðingi sínum. „Mér er vissulega létt, það náttúrulega ætlar enginn þessa leið í lífinu að lenda fyrir dómstólum. Þetta er mikill léttir og gleði að þetta skyldi fara svona. Ég svo sem efaðist í rauninni aldrei, ég trúði alltaf á réttlætið í þessu máli,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Eins og greint hefur verið frá var Guðrún ákærð fyrir að hóta Vigfúsi lífláti eftir að hann sendi dóttur hennar, sem er þroskaskert, sms-skilaboð. Vigfúsi var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum var gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu.Standa með stúlkunni Guðrún neitaði ávallt sök í málinu. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra kemur fram að talið hafi verið ósannað að Guðrún hafi vakið ótta Vigfúsar með ummælum sínum. Þá var einnig talið augljóst að hún hafi verið í reiðikasti og myndi ekki fylgja orðum sínum eftir. „Maður segir kannski margt þegar maður er reiður og hræddur og að vernda börnin sín. Sérstaklega þegar staðan er þannig að um fatlanir er að ræða, þá eru hlutirnir svolítið öðruvísi,“ segir Guðrún. Þá séu þau fjölskyldan afar sátt við niðurstöðuna. „Við munum örugglega fagna um helgina, það er ekki spurning.“ Guðrún segir ferlið hafa verið bæði erfitt og langt. Þá leggur hún áherslu á að sýknudómurinn sé hluti af stærra máli. Hún bíði nú eftir dómsuppkvaðningu í sakamálinu gegn Vigfúsi, sem eins og áður sagði er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri stúlku yfir nokkurra mánaða skeið árin 2014 og 2015. „Þetta hefði aldrei komið til ef það mál hefði ekki verið í einhverju ferli. Og við stöndum með stúlkunni sem stendur í því máli.“ Dómsmál Tengdar fréttir Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Guðrún Karítas Garðarsdóttir var sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara. Guðrún fagnar niðurstöðu héraðsdóms og segist aldrei hafa efast um lyktir málsins. Nú tekur við bið eftir niðurstöðu í sakamáli á hendur Vigfúsi sem ákærður er fyrir að nauðga fyrrverandi skjólstæðingi sínum. „Mér er vissulega létt, það náttúrulega ætlar enginn þessa leið í lífinu að lenda fyrir dómstólum. Þetta er mikill léttir og gleði að þetta skyldi fara svona. Ég svo sem efaðist í rauninni aldrei, ég trúði alltaf á réttlætið í þessu máli,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Eins og greint hefur verið frá var Guðrún ákærð fyrir að hóta Vigfúsi lífláti eftir að hann sendi dóttur hennar, sem er þroskaskert, sms-skilaboð. Vigfúsi var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum var gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu.Standa með stúlkunni Guðrún neitaði ávallt sök í málinu. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra kemur fram að talið hafi verið ósannað að Guðrún hafi vakið ótta Vigfúsar með ummælum sínum. Þá var einnig talið augljóst að hún hafi verið í reiðikasti og myndi ekki fylgja orðum sínum eftir. „Maður segir kannski margt þegar maður er reiður og hræddur og að vernda börnin sín. Sérstaklega þegar staðan er þannig að um fatlanir er að ræða, þá eru hlutirnir svolítið öðruvísi,“ segir Guðrún. Þá séu þau fjölskyldan afar sátt við niðurstöðuna. „Við munum örugglega fagna um helgina, það er ekki spurning.“ Guðrún segir ferlið hafa verið bæði erfitt og langt. Þá leggur hún áherslu á að sýknudómurinn sé hluti af stærra máli. Hún bíði nú eftir dómsuppkvaðningu í sakamálinu gegn Vigfúsi, sem eins og áður sagði er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri stúlku yfir nokkurra mánaða skeið árin 2014 og 2015. „Þetta hefði aldrei komið til ef það mál hefði ekki verið í einhverju ferli. Og við stöndum með stúlkunni sem stendur í því máli.“
Dómsmál Tengdar fréttir Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00
Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00
Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51