Hvítir þjóðernissinnar ganga aftur ári eftir Charlottesville Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2018 12:03 Háskólanemar og vinstrisinnaðir hópar gengu í Charlottesville í gær í tilefni þess að ár er liðið frá samkomu hægriöfgamanna þar. Mótmæltu þeir hatursboðskap hvítra þjóðernissinna. Vísir/EPA Washington-borg í Bandaríkjunum býr sig nú undir göngu hvítra þjóðernissinna á götum borgarinnar í dag á eins árs afmæli óeirðanna í Charlottesville í Virginíu. Nokkrir hópar mótmælenda hvítu þjóðernissinnanna hafa einnig fengið leyfi til að koma saman í borginni í dag. Ýmsir hópar hægriöfgamanna komu saman í Charlottesville í fyrra. Þar söfnuðust saman hvítir þjóðernissinnar, Ku Klux Klan-liðar og nýnasistar. Þeir gengu meðal annars fylktu liði með kyndla á lofti og hrópuðu slagorð gegn gyðingum kvöldið fyrir formlega samkomu þeirra. Á viðburðinum sjálfum sló í brýnu á milli öfgamannanna og fólks sem hafði komið til að mótmæla boðskap þeirra. Lögreglan í borginni virtist alls óundirbúin fyrir mótmælin og hafði sig lítið frammi til að skakka leikinn. Einn öfgamannanna ók bíl sínum niður göngugötu inn í hóp mótmælendanna. Kona á fertugsaldri lést eftir að hafa orðið fyrir bílnum. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir manndráp og líkamsárásir. Tveir lögreglumenn sem voru kallaðir út vegna átakanna fórust einnig í þyrluslysi sama dag.Mikill viðbúnaður í Washington Fundur öfgamannanna í Washington-borg í dag er kynntur sem framhald á þeim sem haldinn var í Charlottesville. Slagorð hans er „Sameinum hægrið 2“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fólkið ætlar að koma saman á Lafayette-torgi nærri Hvíta húsinu klukkan 17:30 að staðartíma. Lögreglan er sögð hafa mikinn viðbúnað vegna samkomunnar og mótmælanna gegn henni til þess að halda fylkingunum aðskildum. Trump tísti í gær um andstöðu sína gegn „öllum tegundum rasisma“ í tilefni tímamótanna. Hann var gagnrýndur harðlega fyrir viðbrögð sín við samkomu öfgamannanna og óeirðunum í Charlottesville í fyrra. Forsetinn þráiðist við að fordæma hvítu þjóðernissinnana og tók á endanum upp hanskann fyrir þá. Sagði hann eftirminnilega að „margt prýðilegt fólk“ hafi verið í hópi bæði öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Margir repúblikanar, sem hafa að mestu leyti staðið með Trump í gegnum súrt og sætt, gagnrýndu forsetann fyrir viðbrögðin við atburðunum í Charlottesville. Nokkrir forsvarsmenn stórfyrirtækja sem sátu í sérstöku ráðgjafaráði forsetans sögðu af sér í mótmælaskyni en Trump leysti ráðið upp í kjölfarið. Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00 Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Tveir hvítir þjóðernissinnar hafa verið handteknir vegna ofbeldisfullrar samkomu þeirra í Charlottesville í Bandaríkjunum um miðjan mánuðinn og þess þriðja er leitað. 27. ágúst 2017 11:49 Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í sumar voru harðlega gagnrýnd í skýrslu fyrrverandi saksóknara. 18. desember 2017 22:21 Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Enn mótmæla hvítir þjóðernisöfgamenn að stytta af herforingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. 8. október 2017 07:58 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Washington-borg í Bandaríkjunum býr sig nú undir göngu hvítra þjóðernissinna á götum borgarinnar í dag á eins árs afmæli óeirðanna í Charlottesville í Virginíu. Nokkrir hópar mótmælenda hvítu þjóðernissinnanna hafa einnig fengið leyfi til að koma saman í borginni í dag. Ýmsir hópar hægriöfgamanna komu saman í Charlottesville í fyrra. Þar söfnuðust saman hvítir þjóðernissinnar, Ku Klux Klan-liðar og nýnasistar. Þeir gengu meðal annars fylktu liði með kyndla á lofti og hrópuðu slagorð gegn gyðingum kvöldið fyrir formlega samkomu þeirra. Á viðburðinum sjálfum sló í brýnu á milli öfgamannanna og fólks sem hafði komið til að mótmæla boðskap þeirra. Lögreglan í borginni virtist alls óundirbúin fyrir mótmælin og hafði sig lítið frammi til að skakka leikinn. Einn öfgamannanna ók bíl sínum niður göngugötu inn í hóp mótmælendanna. Kona á fertugsaldri lést eftir að hafa orðið fyrir bílnum. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir manndráp og líkamsárásir. Tveir lögreglumenn sem voru kallaðir út vegna átakanna fórust einnig í þyrluslysi sama dag.Mikill viðbúnaður í Washington Fundur öfgamannanna í Washington-borg í dag er kynntur sem framhald á þeim sem haldinn var í Charlottesville. Slagorð hans er „Sameinum hægrið 2“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fólkið ætlar að koma saman á Lafayette-torgi nærri Hvíta húsinu klukkan 17:30 að staðartíma. Lögreglan er sögð hafa mikinn viðbúnað vegna samkomunnar og mótmælanna gegn henni til þess að halda fylkingunum aðskildum. Trump tísti í gær um andstöðu sína gegn „öllum tegundum rasisma“ í tilefni tímamótanna. Hann var gagnrýndur harðlega fyrir viðbrögð sín við samkomu öfgamannanna og óeirðunum í Charlottesville í fyrra. Forsetinn þráiðist við að fordæma hvítu þjóðernissinnana og tók á endanum upp hanskann fyrir þá. Sagði hann eftirminnilega að „margt prýðilegt fólk“ hafi verið í hópi bæði öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Margir repúblikanar, sem hafa að mestu leyti staðið með Trump í gegnum súrt og sætt, gagnrýndu forsetann fyrir viðbrögðin við atburðunum í Charlottesville. Nokkrir forsvarsmenn stórfyrirtækja sem sátu í sérstöku ráðgjafaráði forsetans sögðu af sér í mótmælaskyni en Trump leysti ráðið upp í kjölfarið.
Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00 Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Tveir hvítir þjóðernissinnar hafa verið handteknir vegna ofbeldisfullrar samkomu þeirra í Charlottesville í Bandaríkjunum um miðjan mánuðinn og þess þriðja er leitað. 27. ágúst 2017 11:49 Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í sumar voru harðlega gagnrýnd í skýrslu fyrrverandi saksóknara. 18. desember 2017 22:21 Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Enn mótmæla hvítir þjóðernisöfgamenn að stytta af herforingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. 8. október 2017 07:58 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53
Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00
Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Tveir hvítir þjóðernissinnar hafa verið handteknir vegna ofbeldisfullrar samkomu þeirra í Charlottesville í Bandaríkjunum um miðjan mánuðinn og þess þriðja er leitað. 27. ágúst 2017 11:49
Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í sumar voru harðlega gagnrýnd í skýrslu fyrrverandi saksóknara. 18. desember 2017 22:21
Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Enn mótmæla hvítir þjóðernisöfgamenn að stytta af herforingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. 8. október 2017 07:58