Tyrkir búa sig undir það versta eftir yfirlýsingagleði Erdogans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Recep Tayyip Erdogan heilsar stuðningsfólki sínu í Bayburt. Þar flutti hann eitt sinna umdeildu ávarpa. Vísir/epa Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lét engan bilbug á sér finna um helgina og sendi Bandaríkjunum tóninn í yfirlýsingum sínum. Óvíst er hvort það dugi til en tyrkneska líran féll um nærri fimmtung á föstudag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti þvingunaraðgerðir gegn Tyrklandi. Á föstudag tísti Donald Trump að hann hygðist hækka tolla á ál og stál frá Tyrklandi. Tollar fyrir álið yrðu tuttugu prósent en fimmtíu prósent fyrir stálið. Gripið var til aðgerðanna eftir að Tyrkir neituðu að láta bandarískan klerk úr haldi sem sakfelldur hafði verið fyrir þátt sinn í valdaránstilrauninni í Tyrklandi fyrir tveimur árum síðan. Yfir helgina flutti tyrkneski forsetinn þrjú ávörp í tilraun sinni til að ná tökum á stöðunni. Í ávörpunum réðst hann meðal annars gegn Bandaríkjunum og hótaði því að Tyrkir myndu finna sér nýjan bandamann í þeirra stað. Þá útilokaði hann að hækka stýrivexti og þá útilokaði hann einnig þann möguleika að Tyrkland myndi leita á náðir alþjóðlegra stofnana ef allt færi á versta veg. Að auki kallaði hann eftir því að íbúar Tyrklands myndu selja erlendan gjaldeyri og kaupa lírur til að styrkja stöðu lírunnar en frá árinu 2016 hefur verðgildi lírunnar rýrst mjög eða um helming gagnvart dollar og evru.I have just authorized a doubling of Tariffs on Steel and Aluminum with respect to Turkey as their currency, the Turkish Lira, slides rapidly downward against our very strong Dollar! Aluminum will now be 20% and Steel 50%. Our relations with Turkey are not good at this time!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 10, 2018 Þau skilaboð sem Erdogan sendi í ræðum sínum voru þveröfug miðað við það sem fjárfestar höfðu vonast eftir. Í viðtölum við Bloomberg líktu sumir þeim við það að skvetta bensíni á bál. Mjög hefur hægst á tannhjólum tyrknesks efnahagslífs það sem af er ári og mörg stórfyrirtæki komist í hann krappan. Fyrirtækin eru mörg hver afar skuldsett og hefur fréttum af fyrirtækjum sem fara fram á skilmálabreytingar á endurgreiðslum farið fjölgandi. Búist er við því að slíkt muni aukast enn frekar í kjölfar pattstöðunnar milli ríkjanna tveggja. Sem kunnugt er var Erdogan endurkjörinn forseti Tyrklands í júní síðastliðnum. Breytingar á stjórnarskrá landsins, sem samþykktar voru í kjölfar valdaránstilraunarinnar, færa forsetanum gríðarleg völd en þau ná meðal annars til efnahagslífsins. Mörgum þykir forsetinn full þver í afstöðu sinni og hafa kallað eftir því að seðlabanki landsins grípi til aðgerða í stað þess að bíða og vona það besta. Yfirlýsingarnar nú gefa lítið tilefni til þess. „Vandinn nú á rætur sínar að rekja til skorts á efnahagsstjórn í landinu. Það mun reynast núverandi stjórnvöldum afar erfitt að sýna fram að þau séu þess megnug að hanna og fylgja skynssamlegu plani til að leysa hann,“ segir Refet Gurkaynak, hagfræðiprófessor við Bilkent-háskólann í Ankara, við Bloomberg. Gurkaynak segist enn fremur efast um það að vandinn myndi leysast með því að sleppa klerknum úr haldi. Sú aðgerð myndi væntanlega aðeins kaupa Tyrklandi gálgafrest. Skuldastaða Tyrklands gagnvart erlendum ríkjum sé of erfið og vandasamt gæti orðið að ráða niðurlögum verðbólgunnar í landinu. Sem stendur er verðbólga í Tyrklandi tæp sextán prósent og hefur aukist um sex prósentustig frá upphafi árs. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lét engan bilbug á sér finna um helgina og sendi Bandaríkjunum tóninn í yfirlýsingum sínum. Óvíst er hvort það dugi til en tyrkneska líran féll um nærri fimmtung á föstudag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti þvingunaraðgerðir gegn Tyrklandi. Á föstudag tísti Donald Trump að hann hygðist hækka tolla á ál og stál frá Tyrklandi. Tollar fyrir álið yrðu tuttugu prósent en fimmtíu prósent fyrir stálið. Gripið var til aðgerðanna eftir að Tyrkir neituðu að láta bandarískan klerk úr haldi sem sakfelldur hafði verið fyrir þátt sinn í valdaránstilrauninni í Tyrklandi fyrir tveimur árum síðan. Yfir helgina flutti tyrkneski forsetinn þrjú ávörp í tilraun sinni til að ná tökum á stöðunni. Í ávörpunum réðst hann meðal annars gegn Bandaríkjunum og hótaði því að Tyrkir myndu finna sér nýjan bandamann í þeirra stað. Þá útilokaði hann að hækka stýrivexti og þá útilokaði hann einnig þann möguleika að Tyrkland myndi leita á náðir alþjóðlegra stofnana ef allt færi á versta veg. Að auki kallaði hann eftir því að íbúar Tyrklands myndu selja erlendan gjaldeyri og kaupa lírur til að styrkja stöðu lírunnar en frá árinu 2016 hefur verðgildi lírunnar rýrst mjög eða um helming gagnvart dollar og evru.I have just authorized a doubling of Tariffs on Steel and Aluminum with respect to Turkey as their currency, the Turkish Lira, slides rapidly downward against our very strong Dollar! Aluminum will now be 20% and Steel 50%. Our relations with Turkey are not good at this time!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 10, 2018 Þau skilaboð sem Erdogan sendi í ræðum sínum voru þveröfug miðað við það sem fjárfestar höfðu vonast eftir. Í viðtölum við Bloomberg líktu sumir þeim við það að skvetta bensíni á bál. Mjög hefur hægst á tannhjólum tyrknesks efnahagslífs það sem af er ári og mörg stórfyrirtæki komist í hann krappan. Fyrirtækin eru mörg hver afar skuldsett og hefur fréttum af fyrirtækjum sem fara fram á skilmálabreytingar á endurgreiðslum farið fjölgandi. Búist er við því að slíkt muni aukast enn frekar í kjölfar pattstöðunnar milli ríkjanna tveggja. Sem kunnugt er var Erdogan endurkjörinn forseti Tyrklands í júní síðastliðnum. Breytingar á stjórnarskrá landsins, sem samþykktar voru í kjölfar valdaránstilraunarinnar, færa forsetanum gríðarleg völd en þau ná meðal annars til efnahagslífsins. Mörgum þykir forsetinn full þver í afstöðu sinni og hafa kallað eftir því að seðlabanki landsins grípi til aðgerða í stað þess að bíða og vona það besta. Yfirlýsingarnar nú gefa lítið tilefni til þess. „Vandinn nú á rætur sínar að rekja til skorts á efnahagsstjórn í landinu. Það mun reynast núverandi stjórnvöldum afar erfitt að sýna fram að þau séu þess megnug að hanna og fylgja skynssamlegu plani til að leysa hann,“ segir Refet Gurkaynak, hagfræðiprófessor við Bilkent-háskólann í Ankara, við Bloomberg. Gurkaynak segist enn fremur efast um það að vandinn myndi leysast með því að sleppa klerknum úr haldi. Sú aðgerð myndi væntanlega aðeins kaupa Tyrklandi gálgafrest. Skuldastaða Tyrklands gagnvart erlendum ríkjum sé of erfið og vandasamt gæti orðið að ráða niðurlögum verðbólgunnar í landinu. Sem stendur er verðbólga í Tyrklandi tæp sextán prósent og hefur aukist um sex prósentustig frá upphafi árs.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37