Erlent

Obama heldur til Danmerkur

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Donald Tump (t.v.) ásamt forvera sínum í starfi, Barack Obama (t.h.).
Donald Tump (t.v.) ásamt forvera sínum í starfi, Barack Obama (t.h.). Vísir/Getty
Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mun taka þátt í pallborðsumræðum í smábænum Kolding í Danmörku í næsta mánuði.

„Einn mikilvægast leiðtogi samtímans mun heimsækja okkur. Þetta verður söguleg stund fyrir Kolding,“ segir Morten Bjørn Hansen, framkvæmdastjóri Business Kolding, sem skipuleggur heimsókn Obama. Um sextíu þúsund manns búa í Kolding.

Þetta verður þriðja heimsókn Obama til Danmerkur, en hann sótti Danaveldi heim árið 2009 þegar heimaborg hans, Chicago, sóttist eftir því að fá að halda Ólympíuleikana og aftur sama ár í tengslum við COP15 loftslagsráðstefnuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×